Þau eiga hann skilið

Ég á ýmsa góða félaga innan Sjálfstæðisflokksins og á stundum sem þessum stend ég mig oft að því að vorkenna þeim.

Ég gæti nefnt vorkunnarstundir eins og þegar Vilhjálmur Þ hélt einn ræðu í Valhöll með tvo tóma stóla við hlið sér og sexmenningarnir sáust forða sér út um kjallaraopin, þau ótal skipti þegar Geir hefur haldið ræður um að allt væri í lagi og svarað í skætingi eins og móðgaður smástrákur ef hann var spurður gagrýnna spurninga. Og núna þegar Davíð hellir úr sorptunnunni yfir púltið í Valhöll og taugaveiklunarhlátur Hannesaræskunnar, sem nú er að komast á miðjan aldur, hljómar eins og bakgrunnshljóð í lélegri hryllingsmynd.

En því miður eiga þau þetta skilið. Flokkur þar sem ekki er hlustað á hinn almenna flokksfélaga og þar sem kjörnir fulltrúar keppa um hylli flokksforystunnar í tvíþrautinni gagnrýnisleysi og oflofi á ekki annað skilið en svona forystu.


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Dofri. Ég veit ekki hvað þú ert að fara, líttu á eiginn flokk, eða öllu heldur flokksbrot, þar hefur nú ekki verið hlustað á hinn almenna flokksmann og annað það þurfti bókstaflega að snúa upp á hendina á einni manneskju til að einhver fengist til að bjóða sig fram til formans svona til málamynda.  

Þorleifur Helgi Óskarsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 09:39

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú ættir aðallega að vorkenna sjálfum þér kæri Dofri. Sjálfstæðismenn hlæja vegna þess að Davíð er fyndinn og þeir hafa ríka kímnigáfu. Það fer þér illa, ungum manninum, að festast svona í geðvonsku og mannhatri. Ertu kannski svona bitur vegna þess að þér var hafnað?

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 11:57

3 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Aumingja Davíð, hann er greinilega orðinn algjörlega veruleikafirrtur. Maður eiginlega skammast sín fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Hann er vissulega fyndinn og getur átt góða spretti og auðvitað á hann mikið inni hjá félögum sínum, en hlátur getur eins sprottið af vandræðatilfinningu og ég held að það eigi einmitt vel við í þessu tilfelli.

Styrmir lýsir þessu ágætlega, Davíð getur verið allra manna hugljúfi, fyndinn og skemmtilegur, en þegar hann reiðist þá er fátt aðdáunarvert í fari hans. Davíð notar hérna sitt ágæta skopskyn ásamt smjörklípisadferðinni frægu til að fá útrás fyrir heift og reiði. Vond blanda.

Maður sem talar illa um alla og líkir sjálfum sér við Jesú, sér ekki eigin ágalla en ræðst af offorsi að sönnum jafnt sem upplognum ágöllum annarra, hann verður fljótt vinafár. Davíð á ekki marga vini eftir og þeim fer ört fækkandi og þeir sem enn vilja standa med thessum fyrrum svo mikla manni geta aðeins beitt fyrir sér árásarvopninu, eins og þeir Þorleifur og Baldur hér á undan. Vörnin er löngu brostin, og það er ekki síst Davíð sjálfur sem á sökina af eigin ófarnaði.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.3.2009 kl. 13:54

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvers konar grafarhúmsspekingur er þessi Brynjólfur Þorvarðsson eiginlega? Hann hlustar á Davíð eins og fjandinn les Biblíunna. Vitaskuld sneiddi Davíð að einhverjum, þannig eru stjórnmál - þannig eru reyndar þjóðmál yfirleitt. Og Brynjólfi ferst sem ekki getur skrifað þrjár klausur án þess að fara illilega rangt með staðreyndir og snúa síðan út úr orðum annarra.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 15:51

5 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Það sannast enn að eftir höfðinu dansa limirnir. Baldur, hefurðu ekki önnur úrræði en persónulegar árásir og smjörklípulegar dylgjur? Nákvæmlega svona fer Davíð að. Persónuárásir og dylgjur.

Google-brandarinn er gott dæmi. Þar laug Davíð beint að viðstöddum, ekki í fyrsta skipti. Fyrrum borgarstarfsmaður hefur sagt mér að þetta var eitt það fyrsta sem hún tók eftir í fari Davíðs borgarstjóra, hvernig hann gat logið blákalt og jafnvel þegar viðstaddir vissu nákvæmlega hverju hann laug.

Norska dagblaðid Verdens Gang gefur honum einkunn sem lang-versta seðlabankastjóra Evrópu og bendir jafnframt á það sérkenni hans að viðurkenna aldrei eigin sök. Vandræðalegt fyrir þá sem upp á horfa, hlægilegt í fari mistækasta stjórnmálamanns í sögu íslenska lýðveldisins.

Viðbrögð landsfundarins við rædu Geirs nu siðast eru auðvitað bein skilaboð til Davíðs - við hlógum að þér í gær, við fögnum því að vera lausir við þig í dag. Eitt er víst, ekki rísa menn úr sætum og klappa svo þakið lyftist fyrir Vilhjálmi Egilssyni!

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.3.2009 kl. 17:30

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sjálfur veðurðu fram eins og naut í flagi með glórulausar árásir, ertu fullkomlega blindur á eigin orð og gjörðir, drengur?  Ég bjó árum saman í Noregi og það var alltaf litið á Verdens Gang sem algeran skítasnepil en þú virðist halda að það sé einskonar Mósebók nútímans. Og hver heldur þú að hafi lapið þá firru í blaðamennina að Davíð Oddsson viðurkenni aldrei eigin sök? Reyndu að hugsa þótt ekki sé nema í tvær mínútur.

Apropos: sýndu mér þessa tilvitnun í Styrmi sem þú nefndir. Mig langar til að skoða hana.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 17:41

7 Smámynd: Dofri Hermannsson

Já, sæll Baldur! Nú í 7. færslu er ég loks farinn að þekkja þig aftur, orðbragðið, skinhelgin, afneitunin og hrokinn sem ég var næstum búinn að gleyma að fylgdi hirðdólgum Davíðs. Gleðileg áminning um að við höfum þrátt fyrir allt færst fram á veginn.

Dofri Hermannsson, 29.3.2009 kl. 19:34

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Dofri, var að renna af þér?

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 19:47

9 identicon

Baldur.Ef þér finnst eitthvað fyndið við að óska fólki alzheimer,ráðast á mann sem er að stíga upp úr að missa barn gera grín að útliti annarra(sem þetta eintak hefur ekki efni á)þá segir þá meira um þína kímnigáfu en ég kæri mig um að vita.Það er afskræming á lýðræði að þessi maður skuli fá að tjá sig opinberlega eftir allt sem hann skuldar þjóðinni.En lýðræði hefur kosti og galla

páll heiðar (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband