Verðum að horfa fram á veginn

Þetta er auðvitað ánægjuleg könnun, bæði fyrir Samfylkingu og Vinstri græn. Eflaust njóta báðir flokkar umskiptana sem hafa orðið á ríkisstjórn eftir að Sjálfstæðisflokki var skipað á bekkinn.

Þótt nú sé um fátt annað talað en málefnasölu Sjálfstæðisflokksins er ekki gott að kosningarnar snúist bara um uppgjör við gamla spillingu. Við verðum að huga að framtíðinni og láta umræðuna snúast um hana. Hvernig við ætlum að koma í veg fyrir að fleiri störf tapist, hvernig við getum lækkað vexti og náð viðunandi stöðugleika í gjaldeyrismálum. Og svo margt fleira.


mbl.is Njótum góðra verka ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

100% sammála. Nú þarf að stilla saman strengi og sækja fram, XS.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.4.2009 kl. 00:03

2 identicon

Kennitala 300752-4469.Gömul speki segir: Til að vita hvert skal halda er gott að vita hvaðan var farið. Mín lausn til að reyna að skilja fokkin fokk

er að lesa bækur T.d. Albert Mathiez, Franska byltingin, Niccoló Macchiavelli.II Prinsible, Schama.Simon. Citizens. Falið vald, Jóhann Björn Lúðvíksson. Því maðurinn er eina dýrategundin sem lærir ekki af reynslunni. Fyrirgefðu mér eftirfarandi; það voru ekki Sjálfstæðismenn sem höfnuðu þér í prókjöri heldur... 

Því eins og K.N. orti:  Á langri ævi lært ég þetta hef

                                  að láta drottinn ráða meðan ég sef

                                  en þegar ég vaki vil ég ráða

                                  og þykist geta ráðið fyrir okkur báða.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 04:29

3 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Sæll Dofri.

Mér líst ekki á "planið" sem formaður og varaformaður Samfylkingarinnar voru að boða einn ganginn enn í fjölmiðlum í fyrradag. Kannski sjá þau að sér eftir að hafa skoðað það sem er að gerast í ESB-ríkjum eins og Írlandi sem býr bæði við blessun aðildar að ESB og evru. Um þessa fyrirhuguðu páskaferð hafði ég þetta að segja á bloggsíðu minni í  gær:

"Heyrst hefur að forsætisráðherra svo og varaformaður Samfylkingarinnar hafi bókað far til Írlands um páskahelgina til að kynna sér afrakstur ESB-aðildar og evruvæðingar Eyjarinnar grænu. Samfylkingin er "flokkurinn með planið" að sögn Dags varaformanns og allt byggir á að sækja um ESB-aðild strax eftir kosningar. Það er því eðlilegt að nýja forystuteymið bregði sér til Írlands til að koma heim með fréttir frá fyrstu hendi fyrir lokaslag kosningabaráttunnar um reynslu Íra af evru ofan á ESB-aðild.

Vonandi komast ekki margir landsmenn yfir tímaritið The Economist frá 21. mars nú vikurnar fyrir kosningar, því að það gæti varpað skugga á "planið". Fyrirsögn blaðsins um efnahagsstöðu Írlands er "The party is definitely over" (Veislunni er örugglega lokið). Meðal þess sem þar má lesa á bls. 33-34 er eftirfarandi:

"Írland upplifir nú dýpri kreppu en nokkurt annað ESB-ríki. Efnahagsstarfsemin sem mun hafa skroppið saman um 2.5% árið 2008 gæti til viðbótar dregist saman um 6.5% í ár. Atvinnuleysið hefur tekið stökk frá 5% í 10.4%, sem er jafnvel meira en í Bandaríkjunum. ... Og kreppan í opinberum fjármálum hefur knúið ríkisstjórnina til að leggja fram neyðarfjárög þann 7. apríl."

"Heilbrigður greiðsluafgangur á miðjum síðasta áratug hefur snúist upp í mikinn halla áratug síðar, merki um að Írland hefur orðið of dýrt land. ... Brothætt efnahagslíf og áframhald á versnandi samkeppnisstöðu hefur gert skuldabréfamarkaði óörugga um möguleika Írlands að vinna sig upp upp úr fjármáladýkinu. ... Aukafjárlögin í apríl verða fjórði fjármálapakkinn á einu ári. Í febrúar ... lagði ríkisstjórnin gjald á eftirlaunagreiðslur ríkisstarfsmanna sem rýrði greiðslur um 7.5%. Sársaukinn af niðurskurði mun vaxa í apríl. Tekjuskattur mun nær örugglega hækka, fjárveitingar til framkvæmda verða stöðvaðar sem og fleiri útgjöld."

"Sumir hagfræðingar vilja sjá samkomulag um að skera samhliða niður laun ríkisstarfsmanna og hjá einkafyrirtækjum.  Sem evru-meðlimur getur Írland ekki lækkað gengi til að verða samkeppnishæft á ný. Þess vegna verða launin að lækka. ... Írland leitar nú lausnar í lækkuðum launum, enda þótt heimilin séu skuldum vafin. Á sama tíma og mörg lönd hyggjast örva efnahagsstarfsemina með fjárútlátum, er Írland að skera niður á fjárlögum. ... Ef aðlögun innan evru-svæðisins þýðir launalækkanir, þá er það reikningur sem Írland virðist vera reiðubúið að borga." Þannig lýkur þessari áhugaverðu grein í Economist.

Það verður einkar fróðlegt fyrir fjölmiðla að sækja blaðamannafund formanns og varaformanns Samfylkingarinnar eftir væntanlega heimkomu þeirra frá Írlandi upp úr páskum. Sérstaklega verður forvitnilegt að heyra um blessun evrunnar fyrir Íra og hvernig sól fari loks að rísa yfir Íslandi eftir um 10 ár með þennan skínandi gjaldmiðil í höfn, - það er að segja ef "planið" um aðild gengur eftir að loknum kosningum."

Gleðilega páska

Hjörleifur Guttormsson, 10.4.2009 kl. 08:28

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gamalt íhald, hvort sem er til hægri eð vinstri er enn að hallmæla ESB og öllum þeim pakka. Já Dofri, það verður að horfa fram og taka til hendinni. Það eru svooo mörg mál sem bíða úrlausnar og mikið verk að vinna. XS

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.4.2009 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband