Aukaspurningar

  • Af hverju var Sjálfstæðisflokkurinn í "miklum fjárhagserfiðleikum"?
  • Hafði hann lagt allt (og meira en það) að veði til að ná meirihluta í borginni?
  • Af hverju var haft samband við þessa aðila ef ekki til að láta þá sækja peninga í þau fyrirtæki þar sem þeir gengdu mikilvægum stöðum?
  • Er ekki líklegt að þeir hefðu splæst einu símtali á þann sem bað þá að bjarga fjárhag flokksins eftir að hafa landað 55 milljónum?
  • Var þetta kannski ekki fréttnæmt af því þetta hefur oft verið gert áður?
  • Af hverju vill Sjálfstæðisflokkurinn alls ekki að auðlindin í hafinu verði skilgreind sem þjóðareign?
  • Á hann skuld að gjalda?

mbl.is Söfnuðu fé fyrir flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margur heldur mig sig.

 Gæti það verið að hann vill fara að lögum og vera með jákvætt eigið fé annað en aðrir flokkar sem eru með neikvætt eigið og ætti að taka til gjaldþrotaskipta.

En og aftur hafa sjálfstæðismenn brugðist, flestir þeir sem styrktu þá er farnir í gjaldþrot, þeim brást bogalistin í hagsmunagæslunni ja hvílíkt og annað eins.

 Það er undarlegt að nokk hvað menn geta fjallað um, rétt er að þessir styrkir voru mjög háir og á þeim tíma. En hvað með aðra flokka, allir flokkar fengu mun hærri styrki 2006 en bæði árin á eftir og undan hvað segir það. Jú einfaldlega þá notuðu allir flokkarnir tækifærið og söfnuðu styrkjum af meiri krafti en áður, jú það sama og flestir íslendingar gerðu um árið þegar skattlausa árið var og tekin var upp staðgreiðsla, þeir sem það gátu unnu meir þetta árið til að sleppa við skatta. Summir flokkar eru með öll sín fjármál í reiknginum sem eru birtir en sumir flokkar undanskilja sum félög - skrítið - hvers vegna ætli þeir geri það.

Annað sem er nokkuð áhugavert að allir flokkar hafa á landsfundum sínum ályktað um jafnrétti þegna þjóðfélagsins og að allir eigi að vera jafnir. Af hverju gildir það ekki um atkvæðaréttin? Eru kjósendur á Norðurlandi meiri menn en þeir fyrir sunnan. Væri ekki rétt að setja þetta inn í stjórnarskránna. Það má kanski vonast eftir að stjórnlagaþing taki á þessu og setji landið í eitt kjördæmi þar sem allir eru jafnir. Þetta gæti stjórnlagaþingið gert og þarf ekki að spyrja alþingi eða flokka um samþykki. Stjórnarskráin er jú æðri kosningarlögum og þeim þyrfti þá að breyta til samræmis.

Ég sé ekki betur en að við getum endalaust gagnrýnt flokkana fyrir ýmislegt en en um sinn sitjum við uppi með flokkana og eigum við þá ekki líka að fjalla um mikilvæg atriði eins jafnrétti þegna landsins varðandi kosningarrétt.

Jú það þarf að setja lög sem banna lögaðilum að styrkja flokkana, það þarf að skera niður framlög ríkisins til flokkanna. Ef fólk vill berjast fyrir hugsjónum sínum þá gerir það það á eigin forsendum en ekki fyrir fé annara.

 Hvað er sammerkt með skattheimtumönnum og útrásarvíkingum, jú báðir vilja taka peninga sem þeir eiga ekki og nota eftir sínu höfði. 

Guðmundur (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:13

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Einhvers staðar las ég að Samfylkingin skuldaði 153 milljónir króna!

Er einhver möguleiki á því að flokkar sem skulda slíkar upphæðir geti stýrt efnahagsmálum þjóðarinnar á sannfærandi hátt?

Sigurður Viktor Úlfarsson, 12.4.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband