Þjóðin ræður

Við glímum við ónýtan gjaldmiðil og vantraust umheimsins. Við þurfum að taka upp evru og senda erlendum viðskiptavinum okkar skýr skilaboð um hvaða stefnu við ætlum að taka eftir hrunið.

Auðvitað eigum við að sækja um aðild og ganga til samninga. Þjóðin greiðir svo atkvæði um niðurstöðuna. Ég skil ekki af hverju svo margir flokkar vilja koma í veg fyrir að þjóðin fái að segja álit sitt á slíkum samningi. Af hverju vilja þeir fyrirfram segja nei fyrir hönd þjóðarinnar?


mbl.is ESB-viðræður í júní?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Af því að meirihluti þjóðarinnar er andsnúin aðildarviðræðum við ESB?

Axel Þór Kolbeinsson, 20.4.2009 kl. 13:57

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Er skynsamlegt að sitja svangur og kaldur í bíl með sprungið dekk, vanta tjakk en ákveða að gera ekkert af því að bóndinn sem væri hægt að biðja um tjakk að láni gæti tekið illa á móti manni?

Ég held ekki og ég held líka að þrátt fyrir nýlega skoðanakönnun sé meirihluti fyrir því á meðal þjóðarinnar að sækja um aðild og sjá hvað kemur út úr samningsviðræðum. Það er einfaldlega óskynsamlegt að gera það ekki.

Dofri Hermannsson, 20.4.2009 kl. 14:05

3 identicon

Sæll Dofri,

sjálfur set ég mjög spurningamerki við aðild að ESB. Ég er hins vegar sammála því sjónarmiði að við eigum að hefja aðildarviðræður og sjá hvað okkur stendur til boða.

Það sem ég óttast hins vegar að þessi umræða um aðildarviðræður komist ekki upp úr þessum "með aðild" og "móti aðild" skotgröfum. Finnst því miður að þessi umræða vera á voðalega lágu plani og á það jafnt um báðar hliðar - þer sem eru með aðild eru landráðamenn og þeir sem eru á móti aðild eru einangrunnarsinnar! Er virkilega ekki hægt að fá þessa umræðu upp á hærra plan? Eru íslenskir stjórnmálamenn virkilega hæfir til þess að hætt þessum sandkassaleik og ræða málin.

Það virðist þó vera eitt sem sameinar alla en það eru nú blessuð krónan - héld að flestir séu sammála að hún eigi ekki langt eftir. Samfylkingin má eiga það að hún býður upp á ákveðna lausn þ.e. ESB aðild sem myndi leiða af sér að Ísland gæti einhvern tímann tekið upp Evruna. Segi einhvern tímann vegna þess að það er voðalega erfitt að segja nákvæmlega hvað það tekur langann tíma. Samfylkingin má eiga það að þetta er áætlun en... hvað ef samningurinn sem ESB býður er meingallaður? Þó ég sé langt frá því viss þá vona ég að þeirra eru hvað heitastir í trú sinni á ESB gangi ekki að hverju sem er. Hvað á að gera ef þjóðin hafnar samningi við ESB? Hvað þá?

Til þess að vera sanngjarn þá gagnrýni ég líka þá flokka sem vilja ekki ESB aðild- vegna þess að þeir hafa hingað til ekki komið neitt plan B (það er eitthvað annað en ESB og EVRU).

Héld að það sem er mikilvægast nú er að reyna að koma þessari umræðu á hærra plan og að andstæðingar og fylgjendur ESB hætti að kalla hvor aðra "landráðamenn", "einangrunnarsinn" og saka hvor aðra um "hræðsluáróður".

Hans (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 14:57

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég er Evrópusinni... en ég er ekki Evrópusambandssinni. Það má leiða rök að þvi að Evrópusambandið sé í raun lúmsk aðferð Þjóðverja að vinna "stríðið" og leggja undir sig Evrópu.

En Evrópusambandið er ekki fyrsta tilraun til sameingingar Evrópu. Við getum litið til ríkis Karlamagnúsar og Napóleons, svo eitthvað sé nefnt. Engin þeirra hefur staðið lengi.

Dofri, samlíking þín við manninn í bílnum er góð svo langt sem hún nær. Þú gleymdir bara að bæta við að það fylgja því ýmsar kvaðir að leita til bóndans eftir tjakkinum. Það er nefnilega vitað að þegar þú hefur einu sinni fengið tjakkinn hefur hann áskilið sér ákveðinn ákvörðunarrétt yfir þér og þínum gerðum. Það til svolítið sem kallast frelsi og að gefa lítið fyrir það er að gefa lítið fyrir þann fjölda manns (karla og kvenna), sem hafa fórnað lífi sínu svo afkomendur þeirra megi öðlast frelsi... og það er líka móðgun við þann fjölda manna sem í dag býr ekki við frelsi en berzt blóðugri baráttu að eignast það.

Það kann vel að vera að okkur væri hollt að taka upp annan gjaldeyri eða tengjast öðrum gjaldeyri að einhverju leyti. En upptaka evru ein og sér er ekki nógu góð ástæða til þess að ganga í Evrópubandalangið með öllu sem því fylgir. Það eru til fleiri gjaldmiðlar það eru fleiri kostir í stöðunni og þá þarf einnig að athuga.

Auk þess legg ég til að Sundabraut verði lögð í einu áfanga frá Laugarnesi til Kjalarness og í göngum milli Laugarness og Gufuness.

Emil Örn Kristjánsson, 20.4.2009 kl. 20:11

5 identicon

Dorfi.

Hvað ætlar Samfylkingin að gera ef þjóðin hafnar ESB? Hvaða stefnumál eru önnur hjá Samfylkingunni? Hvaða lausnir aðrar hefur flokkurinn þinn, aðrar en inngöngu í ESB, á efnahagsástandinu og hver eru markmið ykkar í peningamálum ríkisins fram að inngöngu ESB?

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband