23.4.2009 | 14:38
Skjallborg um Helguvík
Það er undarlegt að menn skuli endalaust nenna að tala upp væntingar á bak við jafn vonlausa og óskynsamlega framkvæmd og álver í Helguvík. Jafnvel þótt öllum sé ljóst að:
- litlar sem engar líkur eru á að af framkvæmdum verði
- Samningar um orkusölu til sýndarálvers í Helguvík muni koma í veg fyrir samninga við aðra grænni og verðmætari stóriðju
- atvinnuleysi á Suðurnesjum sé mest á meðal kvenna sem ekki eru að fara að vinna í álveri þótt það myndi rísa
Þegar bankarnir hrundu sáu menn að útrásarvíkingarnir höfðu haldið spilaborg sinni við með því að spila upp væntingar og framtíðarvirði fyrirtækja sinna, skuldsetja þau í botn og halda þannig áfram. Þegar í ljós kemur að ekkert verður af álveri í Helguvík gæti komið í ljós að Reykjanesbær er undir sömu sök seldur.
Ætla að slá skjaldborg um álversframkvæmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Sammála þér. Móðurfyrirtækið er á hausnum.
Álverð í sögulegulágmarki og langt undir arðsemismörkum á okkar raforkusölu.
Nokkur ár eru sennilega í að álverð fari upp fyrir arðsemismörkin.
Við eigum að hætta frekari álverauppbyggingu og setja orkuna okkar á fleiri körfur- jafna áhættunni...og byggja upp fjölbreytta atvinnustarfsemi.
Sævar Helgason, 23.4.2009 kl. 15:00
Ég held að ef að vinstri flokkarnir fara að hindra öflun þúsunda starfa vegna umhverfisfasisma munið þið sjá aðra byltingu á Austurvelli og hún verður stærri en sú fyrri.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 23.4.2009 kl. 15:32
Dofri það er svo einkennilegt að það er til fólk sem sér fleiri möguleika en að leggjast undir Brussels valdið, þó þú sjáir það ekki.
Ragnar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 15:39
Það verður að svara þessu punkt fyrir punkt!
Dofri!; þú ert einn af þessum veruleikafirrtu 'StórBorgarrottum' sem bullið útí eitt er kemur að málum 'landsbyggðarinnar'!! Hvað rök t.d. færirðu fyrir orðum eins og "...jafn vonlausa og óskynsamlega framkvæmd og álver í Helguvík." Og ef þú mundir hafa fyrir því að drullast suður með sjó og SJÁ!!! að það er fyrir löngu BYRJAÐ að byggja þetta blessaða álver; búið að steypa allar undirstöður og súlur fyrir fyrsta kerskálann; byrjað að reisa stálgrindina og tugir Suðurnesjamanna og annara búnir að vinna í á annað ár í framkvæmdum!!
Varðandi punkt númer tvö: Ég held þú hafir EKKERT vit á hvað þú ert að tala um þar!
Punktur 3: Varla svaravert! Lærðu heimavinnuna þína áður en þú færir svona bull í letur!!! Farðu í álver landsins og þá kemstu að því að MIKILL hluti starfsfólks eru KONUR!
Það er eiginlega með ólíkindum að þú skulir FÁ að vera í SF með þessar skoðanir! Ég held að kóni eins og þú kjósir VG, sem er samt ótrúlegt þar sem þú virðist einnig þjást að bældri kvenfyrirlitningu sbr. punkt númer þrjú!
Og svaraðu NÚ!!
Kristinn Rúnar Karlsson, 23.4.2009 kl. 16:09
ég vil svara Kristni sem kallar fólk storborgarrottur sem búa á höfuðborgarsvæðinu.. sem lýsir best hans hugarástandi..
Varðandi það að byrjað sé að byggja í Helguvík , þá breytir það því ekki að ál er á niðurleið.. móðurfyrirtækið berst í bökkum og mun EKKI halda framkvæmdum áfram vegna þess að þá tapa þeir enn meiri peningum.. en kannski hafa slorkarlarnir atvinnulaus á suðurnesjum betri svör.. hvað veit ég ;)
Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 16:18
Heyrðu þú! Óskar! Eigum við ekki að halda til haga hlutunum: Ég kalla ekki ALLT FÓLK sem býr á Höfuðborgarsvæðinu 'Stórborgarrottur', bara svo það sé á hreinu!! Ég setti hinsvegar þennan miður virðulega stimpil á þennan Dofra mann, þannig að farðu ekki að alhæfa kallinn!!
Hvað veist ÞÚ svo um að "Ál sé á niðurleið..."?? þó svo álverð hafi lækkað í Kreppunni? Ertu sérfræðingur á því sviði?? Ekki ég heldur, en ertu virkilega svo einfaldur að halda að eftir 1-3 ár (eða þegar, ekki ef Heimskreppunni linnir) verði Mannkynið hætt að smíða bifreiðar, flugvélar?, heldurðu að fólk hætti að drekka kók úr dósum?
Og vááááá! síðasta línan kemur svo upp um hugarfar þitt sem líklega einnar af þessum svokölluðu 'Stórborgarrottum': Þeir tugir sjómanna (ég er þar á meðal) og fiskverkafólks á Suðurnesjum SEM HÖFUM nóg að gera við að fiska og verka (slorkarla kallarðu okkur!!) kvíðum ekki atvinnuleysi þó að Álverið klárist ekki strax!!! Já og ég held þú vitir minna en ekki neitt!!! Haltu áfram!
Kristinn Rúnar Karlsson, 23.4.2009 kl. 16:36
...úps... þetta átti að vera "þegar Heimskreppunni linnir"
Kristinn Rúnar Karlsson, 23.4.2009 kl. 16:38
þér er greinilega mikið niðri fyrir Kristinn.. en ég er að vestan væni minn þótt ég búi í borginni og hef unnið í fiski árum saman.. byrjaði reyndar 12 ára á hjöllunum..
það þarf engan sérfræðing til að skilja það að þegar stærstu álfyrirtæki heimsins ramba á barmi gjaldþrots þá verða ekki byggð fleiri álver.. það er pottþétt eins og dagur kemur eftir nótt. Álver er ekki bjargvætturinn okkar heldur þvert á móti , mun enn eitt álver hindra frekari atvinnuuppbyggingu vegna þess eins að hún hirðir allt rafmagn sem er á lausu..
Allskonar annar iðnaður kæmi okkur betur og td hugmyndir Sturlu um fullvinnslu áls í stað þess að haga okkur eins og hráefnisþjóð og þriðjaheimsland.. álver er tækni 5 og 6 áratuganna..
Kannski er hægt að nýta grunn álversins í Helguvík í aðra ábatasamari og mun atvinnufrekari verksmiðjur en álver..
Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 16:52
Ok Óskar minn; ég vil biðja þig afsökunar ef ég hefi ranglega nefnt þig 'Stórborgar...' og auðvitað veistu mikið meira en ekki neitt! Þannig að vinsamlega fyrirgefðu mér orðaflauminn. En það er rétt hjá þér; mér er mikið niðri fyrir, því mér finnst fólk stundum fara fram með dylgjur og stundum hrein ósannindi í bloggfærslum, eins og raunar á við allsstaðar, m.a. á Þingi, en það er önnur saga. Ég, sem sjómaður, einblíni ekki auðvitað eingöngu á áluppbyggingu og er alls ekki á móti annarskonar nýtingu orkunnar, langt í frá, en álverið í Helguvík ER að rísa, og á þessum viðsjárverðu tímum finnst mér ekki mega gefast upp þó á móti blási í þessum geira. Einhverntíma linnir þessari Kreppu, ertu ekki sammála því? Það er á þessari forsendu sem ég styð þetta dæmi.
Ég er líka að vestan; af Svefneyjarætt, ættaður úr Bjarneyjum og Hólminum; ég er viss um að þú ert einnig vel ættaður! Það eru það allir sem eru að Vestan! Hafðu það sem best og eigum við ekki einnig að segja Gleðilegt Sumar! Ég gaf konunni minni Hlutinn sem fiskaðist í dag í Flóanum og fékk skúffuköku fyrir!
Kristinn Rúnar Karlsson, 23.4.2009 kl. 17:05
Eins og ástandið er núna þá verða ekki til nein ný atvinnutækifæri á næstu árum, og tekjur rikis og bæja munu dragast saman um tugi prósenta.Svokölluðum menningarstofnunum á vegum ríkisins mun þurfa að loka og menn eins og Dofri verða settir á atvinnuleysisbætur í stað pólitiskra bitlinga.Ástandið mun ekki lagast fyrr en ruslaralýður Samfylkingarinnar sem hangir betlandi í kringum Fúlapytt. Tjörnina, verða komnir úr landi, eða settir pólitískt af.
Sigurgeir Jónsson, 23.4.2009 kl. 17:06
Kannski er allur sá kostnaður sem nú liggur í undirbúningsvinnu í Helguvík gleggsta dæmið um ábyrgðarlausar fjárfestingar. Hverjum öðrum en örgustu glópum kæmi til hugar að ráðstafa slíkum fjármunum áður en búið er að tryggja alla samninga og áður en öll leyfi lægju fyrir?.
Kannski þurfið þið Kristinn og Ragnar eitthvað að skoða í þessu samhengi annað en bara atvinnusköpunina eina. Það er hafið yfir allan vafa að stórar álverksmiðjur skapa atvinnu svo það er engin opinberun fyrir okkur sem leggjumst gegn öllum árásum á náttúru Íslands og auðlindir. Það er deginum ljósara að það er mikil orka fólgin í Gullfossi og Dettifossi og það er nokkuð ljóst að þar mætti finna leiðir til að skapa störf. En í boðskap stóriðjusinna þá er blátt áfram aðeins ein skoðun leyfð og hún er sú að til þess að skapa atvinnu eigum við bara að virkja meira og svo virkja ennþá meira.
Klasasprengjuverksmiðjur skapa störf. Og Napalmsprengjuverksmiðjur skapa störf. Og olíuhreinsistöðvar hringinn í kring um landið gætu skapað svo mörg störf að draumur Ágústs rektors á Bifröst um 3 milljónir innflytjenda til að skapa hagvöxt eru bara í sjónmáli ef við látum ekki helv. fíflin úr Vesturbænum trufla umræðuna.
En eruð þið búnir að semja um mengunarkvóta fyrir álverið í Helguvík? Og eruð þið búnir að semja um mengunarkvóta fyrir brennisteinsógeðið sem vindurinn blæs yfir okkur Reykvíkinga frá borholunum á Hellisheiðinni? Og eru þið búnir að semja um orkuverðið eða er bara meiningin að gefa orkuna?
Óskynsamlegum búsetuúrræðum fólks á Suðunesjum og offjárfestingu í nýbyggingum húsnæðis á ekki að mæta með ennþá óskynsamlegri fjárfestingum í framleiðslu á óseljanlegum málmi. Og óskynsamlegum sölusamningum á vistvænni orku.
Fyrsta og einfaldasta lausnin á sjálbærri atvinnuuppbyggingu með vistvænni orku er stórlækkun á orkuverði til gróðurhúsabænda. Ásamt stórauknum veiðiheimildum fyrir íbúa strandhéraða sem liggja næst gjöfulum fiskimiðum. Og þar sem nægur bátafloti er til staðar svo engra nýrra fjárfestinga er þörf.
Þarna bíða þúsundir starfa eftir ákvörðunum stjórnvalda sem þyrftu ekki að búa yfir nema svona tæpri meðalgreind. Og þarna er um að tefla umtalsverðar upphæðir jafnt í útflutningstekjum sem gjaldeyrissparnaði.
Árni Gunnarsson, 23.4.2009 kl. 17:06
Sæll Árni! Það er mjög athyglisvert að lesa pistla þína, og þ.m.t. innlegg þitt hér að ofan. Nú er ég búinn að 'blása út' í bili, ég verð að fara að drífa mig um borð í skip mitt, þar sem ég er háseti/matsveinn; á eftir að taka til Kostinn og verður farið út á miðnætti að draga netin í Faxaflóa. En ég hlakka til að kannski spjalla við þig síðar; þú ert mjög málefnalegur og eiginlega gerir mig kjaftstopp, í það minnsta þarf ég dálítinn tíma til að koma með málefnaleg mótrök og góða ræðu mót þessum vel orðaða pistli er þú ritaðir. Þannig að 'I rest my case'!! Það er þó gott til þess að vita að þrátt fyrir allt eru til menn þarna úti sem (þó maður þurfi ekki endilega að vera sammála í öllu) geta verið röklegir og málefnalegir! Gleðilegt Sumar (kannski dálítið þversagnakennt í augnablikinu!!)
Kristinn Rúnar Karlsson, 23.4.2009 kl. 17:56
Takk fyrir þetta Kristinn , ég er af Arnardalsættinni innan úr Djúpi..
Það sem ég vil gera til atvinnuuppbyggingar á landinu er fyrst og fremst að gefa krókaleifin frjáls.. vera með náttúruvænar veiðar sem stýrast af veðri en ekki excelskjölum í Hafr, sem bte hafa ekki skilað jackshit síðan þeir byrjuðu með sínar "faglegu" ráðleggingar.. ég vil gefa ungu fólki séns á að hefja eigin rekstur í sjávarútvegi, líkt og var hægt þegar ég var ungur maður fyrir vestan. Eitt starf á krókabát skapar 3 í landi.. Þetta mundi minnka atvinnuleysið töluvert og gefa ungu fólki um land allt von um lífvænlegt líf.. eins og staðn er í dag þá er búið að drepa niður mína heimabyggð og mun hún vart rísa aftur til fyrri metorða án þess að krókaleifið verður gefið frjálst..
Kvótinn á að einskorðast við togveiðiskip og loðnuflotann.. og einungis gilda frá ari til árs og er alls ekki til eignar...
Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 17:59
Kannski er þörf viðbót hér: Það þarf um 172.000 bíla sem eyða 9,5 l/100 km. til að losa sama magn af CO2 á hverju ári og Fjarðaál gerir. Þetta eru álíka margir bílar og allir fólksbílar á Íslandi.
Að byggja fleiri álver væri glæpur gegn börnunum okkar og barnabörnum.
Stærsta ástæða þess að útlendingar heimsækja landið er ómenguð náttúran - hve mörg afleidd störf haldið þið að það skapi?
Sigríður (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:04
Takk fyrir hressileg komment Kristinn. Það er alltaf virðingarvert þegar menn æsa sig yfir sannfæringu sinni en eru jafnframt tilbúnir að ræða málin með rökum. Það er samt ekki kurteislegt að uppnefna fólk og hallmæla því fyrir búsetu sína og ef ég væri ekki ættaður úr Breiðarfjarðareyjum eins og þú og alinn upp fyrir vestan hefði mér kannski sárnað við þig.
Við Árni erum marg búnir að taka okkar hlið á þessari rökræðu talsvert oft hér á blogginu og þótt ég skilji vel að þér og öðrum suðurfrá sé mikið niðri fyrir yfir atvinnuástandinu þá tel ég að punktarnir þrír séu allir í fullu gildi.
Það að framkvæmdir eru hafnar er engin trygging fyrir því að af henni verði. Það hefur áður verið byrjað á framkvæmdum þar suður frá af meira kappi en forsjá. Nú er rétt að staldra við og kanna aðra möguleika. Ég er sannfærður um að suðurnesjamenn geta fengið mun meira út úr orkunni með öðrum leiðum og að slík tækifæri séu handan við hornið.
Dofri Hermannsson, 23.4.2009 kl. 22:38
Við Breiðfirðingar erum þekkir af bóklestri og að vera kurteist rólyndisfólk, ertu viss um að ættfræðin hjá þér hafi ekki skolast eitthvað til eins og svo margt annað.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 02:01
Hér koma tölur frá Vinnumálastofnun sem,hrekja bullið í þér um atvinnuleysi á Suðurnesjum. Karlar 1087 án vinnu konur 791. Og gerðu þér grein fyrir því að hér eru ekki börn án fyrirvinnu meðtalin.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 02:51
Kæri Guðmundur. Ef það er rétt að Breiðfirðingar séu kurteisari en annað fólk finnst mér það nú benda til þess að í ættboga þínum einhvers staðar á milli þín og Breiðafjarðar hafi orðið til eitthvert hurðarbaksgaman. Ekki er þinni kurteisi við brugðið, það eitt er víst.
Atvinnuleysi hefur verið meira á Suðurnesjum en víðast hvar annars staðar á landinu og fram á síðustu mánuði hefur það verið mun meira á meðal kvenna en karla, eins og glöggt má sjá á tölum frá Vinnumálastofnun. Nú allra síðustu mánuði hefur þetta verið að breytast og fleiri karlar en konur misst vinnuna.
Aðalatriðið er þó að það er ekki hægt að búa til störf með því að halda áfram með vonlausar og vondar áætlanir fram í rauðan dauðann. Við eigum að játa það strax að álver í Helguvík verður ekki að veruleika og nota tímann til að huga að öðrum möguleikum. Þetta er líkt og að standa á stoppistöð og bíða eftir strætó sem er búið að leggja niður.
Dofri Hermannsson, 24.4.2009 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.