Tveir valkostir

Það er ljóst af könnunum að meirihluti kjósenda hefur ákveðið að hafna Sjálfstæðisflokknum og treysta stjórn Samfykingar og Vinstri græna til að byggja landið upp að nýju eftir hrunið. Þessir flokkar hafa á síðustu 80 dögum sýnt það með afgerandi hætti að þeim er full alvara með að byggja atvinnulífið upp að nýju, standa vörð um velferðarþjónustuna og að gera upp við fortíðina.

Flokkarnir hafa þó ólíkar áherslur í einu veigamiklu máli - afstöðu til Evrópusambandsins. Því miður hefur þetta mikilvæga mál orðið fórnarlamb skotgrafahernaðar þeirra sem hafa beina hagsmuni af því að málinu sé stöðugt skotið á frest. Af þeim sökum stöndum við núna uppi með gjaldmiðilskreppu ofan í alþjóðlega efnahagskreppu.

Með vali sínu á morgun munu kjósendur að senda þessum flokkum mikilvæg skilaboð um það hver á að leiða ríkisstjórn þessara flokka og hvert sú ríkisstjórn á að stefna í Evrópumálum. Á morgun ræðst hvort þjóðin hefur valið:

  1. Tafarlausar aðildarviðræður við ESB
    Evru sem framtíðargjaldmiðil þjóðarinnar
    Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra
  2. Óbreitt ástand í Evrópumálum
    Verðtryggða íslenska krónu áfram
    Steingrím J Sigfússon sem forsætisráðherra

Skilaboðin frá fyrirtækjum í landinu eru skýr - þau stefna í þrot ef ekki verður hægt að koma á jafnvægi í gjaldeyrismálum, aflétta höftum og lækka vexti. Við verðum að snúa þeirri þróun við.


mbl.is Stjórnin heldur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg ljóst að Samfylkingin og Vinstri-Grænir munu vinna stórsigur í komandi kosningum. Það er alveg ljóst að þeirra flokka bíður mjög erfitt verkefni í ríkisstjórn, við að vinna úr öllu sukkinu og svínaríinu sem Sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig. Það er líka nokkuð ljóst að það er bara ódýrt kosningatal hjá Sjálfstæðisflokknum, að þeir ætli að endurgreiða 60 milljónirnar illa fengnu.

Stefán (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:18

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll frændi!

Varðandi þessa evruumræðu þá vil ég benda mönnum á að 1985-1990 voru tveir bræður í London sem gáfu út blað sem hét Europe. Þar var farið í saumana á styrkjakerfi EB og ýmsum hlutum sem sáu lítið sólarljós. Ekki veit ég hvort þetta er gefið út enn þann dag í dag en tilgangur útgáfunar var að upplýsa almenning. Einn punkt man ég og get haft eftir, en þar var sagt að í Portúgal séu 600 þúsund bændur og að meðalkúabúið sé 4,5 kýr.

Í þessu samhengi er holt að benda á að grænir styrkir VG eru að sama stofni og landbúnaðurinn í EB, ekki þarf að eyða tíma í hugmyndafræði xS þar sem hún er EB.

Það sem aftur á móti er aldrei sagt í þessu er að hvert býli fékk í grunnstyrk, þá sjáið til, fjórar milljónir ísk. Síðan kom til, að auki, ákveðin upphæð fyrir hvern grip.

Ef þetta er ekki tilefni til að staldra við og spá, þá veit ég ekki hvað...

Sindri Karl Sigurðsson, 24.4.2009 kl. 12:19

3 identicon

Evrópusambandið kallar það vitleysu að vilja taka upp evru án undangenginni aðild að ESB.

Sú fullyrðing er bull. Evran er á ábyrgð Seðlabanka Evrópu, en þeir sem hafa hana undir höndum geta notað hana til að greiða skuldbindingar og geyma verðmæti eins og þeim hentar, bæði alþjóðlega og innanlands. Ísland þarf ekki leyfi frá ESB til að taka upp evru. Því fyrr sem Ísland gerir það þeim mun betra.

Höfundur er er ráðgjafi hjá AGS og fyrrverandi fjármálaráðherra El Salvador þar sem hann framkvæmdi einhliða upptöku dollars.

Óskar (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 15:16

4 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll. Það er alltaf gaman að lesa góðar greinar eftir andstæðinga sína en hvers vegna heldur þú að 700 hafi lesið síðuna þína en ekki nema 13 mína?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 24.4.2009 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband