Jákvætt framtak - rímar við tillögur Samfylkingarinnar

Það er margt að gerast í sambandi við sumarstarf ungs fólks. Í gær var kynnt verkefnið "Samfélagið frumkvæði" www.frumkvaedi.is, í dag var svo samþykkt tillaga Svandísar Svavarsdóttur sem getið er um í þessari frétt mbl.is.

Á fundi borgarstjórnar var líka ákveðið að vísa tillögu Samfylkingarinnar um átak í sumarstarfi ungs fólks til ÍTR sem fundar um málið á morgun. Allar þessar tillögur passa vel saman og styðja hver aðra.


mbl.is Stofnuð miðstöð fyrir ungt fólk í atvinnuleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að lýðræðið er að virka í borgarstjórn, en það sem ég óttast mest þessa dagana er að Samfylkingin sé búin að klúðra ESB málinu. Þeir fara saman með flokki sem talar á tillidögum um lýðræðisást og að fólkið í landinu eigi að fá að ráða, en svo þegar til alvörunnar er komið, koma manneskjur eins og Guðfríður Lilja og tala eins og hægri öfgamanneskjur, með heimóttarskap og hræðslu við allt sem útlent er. Ég get alveg staðfest það að ég er ekki eini Samfylkingarmaðurinn sem er óánægður í dag með samstarfsflokkinn, ég held að við hefðum getað gert betur með því að fara í sjórn með Framsókn og Borgarahreyfingunni, VG er flokkur sem er best geymdur í stjórnarandstöðu, Það er greinilegt. Þó ég sé yfirleitt sammála VG þá er bara fólk þar inan um sem er svo algjörlega á skjön og ekkert hægt að tjónka við það. má þar nefna Atla, Jón Bjarnason og fleiri.

Samfylkingin átti aldrei að sætta sig við að fara í stjórn með VG nema með loforði um að þeir myndu í það minnsta sitja hjá þegar ESB færi í gegn, en núna ætla öfgamenn innan flokksins að koma í veg fyrir að almenningur geti fengið að segja sitt um þann samning sem við myndum landa í viðræðum við ESB. Mér er skapi næst að segja mig úr Samfylkingunni vegna þess að fólk þar í forsvari gat ekki gert betur en þetta varðandi ESB og virðist láta VG valta yfir sig. Þetta er óþolandi!

Valsól (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 23:15

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þetta er gott framtak og gleðileg merki þess að ákveðinnar viðhorfsbreytingar sé farið að gæta og fólk farið að reyna að sjá tækifærin í þeim tíma sem við höfum í dag. Ef við virkum fjöldan til verkagetum við búið til frábært samfélag hérna þó einkaneyslan verði kannski eitthvað minni en 2007.

@Valsól: Það ber vitni um soldla þráhyggju að þvinga ESB-umræðu inn í alls óskild mál. Þið samþykktuð að láta frekar Alþingi en þjóðina ákveða hvort ætti að sækja um aðild (vegna þess að þið vissuð jafn vel og við hin að þjóðin myndi hafna aðildarumsókn) og verðið að lifa við niðurstöðuna hver sem hún verður. Stundum verða skoðanir mans undir í lýðræði. Þeir sem ekki geta lifað við það verða álitsgjafar án áhrifa eða einræðisherrar.

Héðinn Björnsson, 25.5.2009 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband