Borga helming til baka

Í umræðu um endurgreiðslu ofurstyrkjanna gleymist aðalatriðið, að styrkirnir voru 1) langtum hærri en nokkur dæmi eru um og 2) tímasetning styrkjanna vakti alvarlegar grunsemdir um að með þeim væri verið að liðka til fyrir möguleikum einkaaðila á að fjárfesta í orkuauðlindum í almannaeigu.

Formaðurinn lofaði fyrir kosningar að þessir ósæmilegu styrkir yrðu endurgreiddir. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að endurgreiða aðeins helminginn. Með verðbótum væru 55 milljónirnar þegar orðnar að 75 milljónum. Ef við reiknum með 4,5% verðbólgu, 6,4% vöxtum og að lánið yrði greitt upp á 7 árum yrði heildarfjárhæð á endanum um 110 milljónir.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sumsé að gefa sér helmings afslátt af syndaaflausninni.


mbl.is Styrkir borgaðir til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Miðað við að Samfylkingin ætlar ekki að greiða neitt af sínum milljónatugum aftur færi þér kannski betra að kasta aðeins minni steinum úr glerhúsinu þínu!

Héðinn Björnsson, 2.6.2009 kl. 15:46

2 identicon

Það er munur á steinvölum og björgum!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 15:48

3 identicon

Þó það sé munur á stærðum margumræddra steina eða "bjarga" eins og þú kemst að orði skal þess getið að glerhús er og verður glerhús...

margt smátt gerir eitt stórt...

skömm (já, skömm) af því að menn og konur skuli fyrir kosningar kalla Sjálfstæðisflokkinn spilltan vegna fjárframlaga 2006... og birta síðan þessar upplýsingar eftir kosningar... verð að segja að virðing við kjósendur á borð við mig og mína er engin... (já, engin)

...og skiptir þá engu máli um tímasetningar og stærðir einstakra styrkja þegar að því kemur... einfaldlega léleg afsökun Samfylkingamanns sem er of upptekinn og blindast af því að verja "flokkinn" sinn og ráðast á aðra fremur en að horfa á málið eins og það er og "játast"...

Pétur Thor Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 16:20

4 identicon

Jæja þú minnist á styrki á þessu bloggi - er enn að bíða eftir viðbrögðum á Eyjunni.

Hvað segiru um rúmlega 100 milljónir sem Samfylkingin fékk á árinu 2006 ? 

Barði (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband