16.6.2009 | 10:08
Lýðskrum og erfiðar ákvarðanir
Það er enginn skortur á erfiðum verkefnum hjá ríkisstjórn Íslands. Þannig er staðan eftir 18 ára fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins og 12 ára þátttöku Framsóknarflokksins m.a. í einkavinavæðingu og helmingaskiptum ríkiseigna á milli þessara tveggja flokka.
Enginn slær formanni Framsóknarflokksins við í lýðskrumi. Síðasta dag fyrir kosningar dró hann fram skýrslu endurskoðenda sem forsætis- og fjármálaráðherrar höfðu sjálfir ekki séð og skammaði þá fyrir að halda henni leyndri. Veifaði plagginu eins og sönnunargagni um landráð. Öll hans upphlaup virðast vera sama eðlis.
Fréttir herma að miðstjórn Framsóknarflokksins sé ekki sérlega ánægð með formanninn og ekki einu sinni sérlega sammála honum. Fréttamenn virtust ekki gefa því mikinn gaum en í ályktun miðstjórnar er því beint til þingmanna að greiða ekki atkvæði með samningnum. Væri miðstjórnin fyllilega sammála formanni sínum hefði ályktunin væntanlega gengið út á að greiða atkvæði gegn samningi um Icesave. Ekki þykir ólíklegt að formaður Framsóknarflokksins verði skamman tíma í embætti og að Guðmundur Steingrímsson komi sterklega til greina sem eftirmaður hans á næsta flokksþingi.
Formaður Sjálfstæðisflokksins segist nú ekki vera viss um hvort hann geti stutt Icesave samninginn, hann sé miklu verri en hann hafði vonast til. Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórn voru ráðherrar hans tilbúnir að selja strax allar eignir Landsbankans erlendis upp í 75% krafna og taka lán fyrir restinni á mun hærri vöxtum en nú hefur tekist að semja um. Og nú talar formaður flokksins um vondan samning! Þetta minnir á mann sem var fylgjandi aðild að ESB daginn fyrir flokksþing en eindregið á móti tveimur dögum síðar.
Ríkið stígur fyrsta skrefið á langri ferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:09 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Merkilegt að í upptalningunni skulir þú gleyma 18 mánaða ferli Samfylkingarinnar í ríkisstjórn með Björgvin G. sem viðskiptaráðherra.
Ég er þó reyndar á því að hann hafi sofið allan tímann, en engu að síður fékk hann þó góða kosningu í prófkjörinu í vor !!! Maðurinn sem stýrði Viðskiptaráðuneytinu !!!!!!!!!
Það verður gaman þegar sagnfræðingar skoða þetta í kjölinn í framtíðinni.
Sigurður Sigurðsson, 16.6.2009 kl. 12:03
Sæll Dofri,
Vissir þú að Icesave 4 földuðust á þeim tíma sem Björgvin Sigurðsson var viðskiptaráðherra?
Og það er greinilegt að þú kannt ekki að vega saman áhættu og ávöxtun.
Og ekki kanntu að reikna vexti.. Þá er fokið í flest skjól
kv.
Jón Þór
Jonthor (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 12:51
Hvaða máli skiptir afstaða stjórnarandstöðunnar gagnvart ICESAVE-samningunum????????????????
Er ríkisstjórnin ekki með traustan þingmeirihluta???????????????????
Páll
Páll (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 12:56
Er ekki aðallýskrumarinn á blogginu enn og aftur að bulla útí eitt, Dofri að tala í séð og heyrt stíl um framsóknarflokkinn og formann hans, er þetta allt sem þú hefur??? Er þetta innihaldið í hausnum á þér?? Talandi um skoðanir íhaldsins fyrir kosningar, hugsanlega sölu, ef og ef og kannski og ekki, er þetta allt sem þið hafið uppá að bjóða?? Hverjir voru nú við stjórnartauman þegar ice save draslið blés út??? Á að reyna að blekkja fólk og afvegleiða umræðuna með því að skrifa í séð og heyrt stíl á meðan stjórnin þín hækkar og hækkar skatta??? Farðu að vakna, þið eruð við völd, það er ekki nóg að tala bara um hvað sumir sögðu og gerðu og vildu fyrir kosningar. Held að samfylkingin sé á þessum árum sem hún er búin að vera í ríkisstjórn kyrfilega búin að festa það að hún eigi pláss í orðbókinni, það verður mynd af flokknum við hliðina á "Drullað uppá bak".
Óhætt að segja að það fari hrollur um mann þegar maður sér hvað málpípur stjórnarinnar einbeita sér að þessa dagana, ESB wannabe draumar og svo hinir eins og Dofri, talandi um hvað hinir og þessir sögðu og meintu fyrir kosningar.
Hákon (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 13:33
en það er ekki fyrri ríkisstjórn að kenna að það kom heimskreppa þannig að krónan féll. einu mistök Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna var að við höfðum ofurtrú á krónunni ef það hefði verið tekinn upp annar gjaldmiðill áður en heimskreppan skall þá væri bara allt í lagi hér eða sama kreppa og annarstaðar á norðurlöndunum, hugsanlega minni. það er ekki hægt að fara fram á að rukka okkur sem tóku lán í erlendri mynd um gengismunin sem er 100 % sem sagt 20 mill verða að 40 plús vexti svona 5 mill og svo vanskila vexti ogsfrv. þetta er það sem bankarnir eru að gera undir þessari stjórn sem er stjórnað af fávitum sem hafa ekki hundsvit á fjármálum það þarf að niðurfella skuldir hjá almenningi til að komast hjá fjölda gjaldþrota heimila og fyrirtækja Punktur Þetta ætlar steingrímur og Jóhanna að kvitta undir.
Gunnar (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 14:48
Sæll Dofri
Ég var í sveit þegar ég var polli, og þar var manni kennt að lesa þegar pólitíkusar væru að ljúga. Þegar þeir þora ekki að taka á erfiðum málum ráðast þeir á mótherjana, en minnast ekki á þau verkefni sem á þarf að taka.
Gömlu Allaballarnir höfðu ekki manndóm til þess að gera upp við kommúnismann, og Samfylkingin var sannarlega í stjórn við bankahrunið en hefur ekki gert upp við sinn þátt í hruninu. Nú eftir að Göran Person ráðlagði okkur að fara ekki í kosningar, sem við virtum að vettugi, er ástandið bara orðið ískyggilegra. Aðgerðarleysið er orðið þrúgandi.
Sigurður Þorsteinsson, 16.6.2009 kl. 16:42
Hvað varð um skjaldborgina sem Samfylkingin lofaði að slá um heimilin?
Varð heilagri Jóhönnu kannski fótaskortur á tungunni?
Meinti hún kannski skjaldborg um lánastofnanirnar?
Það er eina skjaldborgin sem ég og sjálfsagt fleiri hafa séð.
Það sjá það allir sem vilja að ESB hefur ekki nokkurn áhuga á þessum 300 þús. sálum sem eru á þessu skeri en ESB hefur aftur á móti heilmikinn áhuga á allri raforkunni sem er að finna hér sem og ýmsu öðru sem er hér að finna og þeim vantar.
Kostnaðurinn við eitt stk. sæstreng til evrópu eru smáaurar við hliðina á því hvað hægt er að fá fyrir þessa raforku þar.
Þess vegna langar mig til að vita, hvað fáið þið (Samfylkingin) í ykkar hlut ef ykkur tekst að gefa ESB Ísland?
Dante, 16.6.2009 kl. 16:47
Ekki gleyma því Dofri minn að efnahagsbólan varð meðal annars til fyrir tilstilli R listans sáluga sem svelti byggingarverktaka að hungurmörkum áður en þeir skipulögðu ný hverfi. Settu þau svo í útboð sem sprengdi upp fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðalánasjóður hékk eins og hundur á roði á hámörkum og prósentum sem varð til þess að bankarnir fóru að lána fé bundið í erlendum gjaldmiðlum til að koma til móts við kaupendur.
Þetta er t.d. eitt af skítverkum samfylkingarinnar í gegnum tíðina, hlutur sem ekki hefur verið minnst á í aðdraganda og uppgjöri almennings við hrunið, enda Samfylkingin eins og þveginn hvítvoðungur í öllum málum. Alveg vita saklausir... right! Fasteignabólan var R-listanum að kenna og engum öðrum.
Alfred Styrkársson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 16:59
Ef það er ekki lýðskrum að "gleyma" því að Samfylkingin var í stjórn og stóð vaktina meðan að Icesave margfaldaðist og þandist út og kolómöguleg viðbrögð ríkisstjórnarinnar við bankahruninu voru á ábyrgð hennar, veit ég ekki hvað.
Steingrímur og Jóhanna voru sannleikanum sárreiðust þegar Sigmundur ræddi um skýrsluna, sem Fréttablaðið hafði birt innihaldið af í febrúar!
Heimildamaður þinn var greinilega ekki á miðstjórnarfundi Framsóknar. Þar var góður rómur gerður að framgöngu þingmanna allra, sérstaklega formannsins, þannig að það þarf ekki að vera neitt að spinna í kringum það.
Gestur Guðjónsson, 16.6.2009 kl. 17:58
Alfreð fer villur vegar. Fasteignabólan var í miklum blóma víða um heim en þó var R-listinn bara við völd í Reykjavík. Uppboðsaðferðin var illskársta leiðin til að tryggja jafnt aðgengi allra að takmörkuðum gæðum og til að tryggja að hagnaðurinn af lóðasölu skilaði sér til borgarbúa.
Í Kópavogi þar sem "Séð og heyrt" aðferðinni var beitt með eftirminnilegum hætti kom í ljós að tveimur árum eftir úthlutun lóða höfðu yfir 80% þeirra sem fengu lóðir á föstu verði selt þær á markaðsverði og stungið milljóna hagnaði í vasann í stað þess að hann kæmi íbúum í Kópavogi til góða.
Þeir sem skammast út í R-listann fyrir að tryggja jafnræði íbúa og að sala á sameiginlegum verðmætum skili sér til borgaranna eiga það margir sammerkt að hafa fengið eða óskað sér að fá hinn eftirsótta happdrættisvinning - lóð á undirverði sem selja má á markaðsverði. Þetta er þó liðin tíð og nú vilja flestir sem hafa fengið lóðir skila þeim aftur.
Dofri Hermannsson, 16.6.2009 kl. 20:04
Það það er að sjá eins og það hafi alveg farið fram hjá þér Dofri, að flokkurinn þinn hefur verið í ríkisstjórn Íslands í tvö ár nú. Þú hefur þó þá afsökun að lítið hefur orðið vart við hann í þeim stjórnum sem hann þó sannanlega, samkvæmt pappírum amk. hefur átt sæti í þessi tvö ár, sem eru þar að auki þrjár.
Og ekki hafa heldur verk hans í þessum stjórnum gert þér auðveldara fyrir að veita þessari staðreynd athygli. Nú sem stendur veitir hann ríkisstórninni forystu en forsætisráðherra er samt uppteknust af því að kveinka sér yfir hve erfitt starfið sé og mikið, þegar hún kemur fram og klikkir svo út með því að hún geti því miður ekki sagt meira því hún sé bundin trúnaði.
Það er því ansi mikið til í því sem þú heldur fram pistil eftir pistil; flokkurinn þinn hefur verið algjörlega stikkfrí síðustu tvö árin eða svo og mun, ef svo fer fram sem horfir, geta hvítvegið hendur sínar af öllu óþægilegu við næstu kosningar eins og stefnt virðist að.
Hann býr nú líka að langri og farsælli reynslu þegar að þessháttar leikfléttum kemur því hann hefur alla síðustu öld skipt reglulega um nafn og kennitölu og ber því enga sögulega ábyrgð að neinu sem aflaga hefur farið í stjórnmálum síðan hann var stofnaður (ööööö..... eða fyrsti forveri hans, sorry ;-))
Vel á minnst, reyndar stefnir hann að því nú að reyna að koma stjórnsýlu og forræði landsins til Evrópu og þá er alveg pottþétt að hann er endanlega laus við allt stjórnunarvesen og ábyrgð á því öllu saman.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 21:09
Mér segir svo hugur um að Samfylkingin sé búin að vera. Fortíðarjarm þitt réttlætir ekki landráð þeirra. Ég vil svo minna þig á að það er mikill greinarmunur a´Aðild að Evrópusambandinu og aðildarviðræðum. Þið Samfylkingarmenn gerið ggreinilega engan greinarmun þar á. Þesskonar málflutningur er skrumskæling staðreynda og heitir lýðskrum. Samfylkingin og spunameistarar hennar hafa algerlega vinninginn í slíku skrumi. Lygi, hálfsannleikur, þöggun og þögn ráðamanna hennar undanfarið er serkt dæmi um það. Samkvæmt öllum lagabókstaf og stjórnarskr´er þetta fólk að fremja Landráð og það er ekki skrumskæling staðreynda né lýðskrum.
Þú hefur enga sympatíu í þessum lúalegu réttlætingum þínum. Það er enginn að réttlæta gjörðir og fortíð framsóknar og Sjálfstæðis í þessu samhengi. Þú vilt bara láta líta svo út að málið snúist um það. Fólk er greindara en svo Dofri að taka mark á svona skrumi. Hér er verið að höndla með framtíð lands og margra kynslóða og jafnvel sjálfstæði landsins. Þér virðist það efni léttúðar og reynir af öllum mætti að færa þá umræðu niður á sandkassaplanið.
Það´hefur svosem lítið upp á sig að benda þér á þetta því ofsatrúarfólki verður ekki breytt. Evrópuhimnaríkið er í nánd, en fyrst þarf jörðin að farast, er það ekki? Þú ættir að skammast þín og halda þig til hlés.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.6.2009 kl. 22:06
Flokkur þinn ætlar að varpa vandanum á aðra stjórnendur, sem koma til með að ríkja eftir 7ár og er tilbúinn til að borga fyrir það 120milljónir á dag. Hryggleysið og skrumið gerist ekki verra. Gleymdu svo ekki að flokkur þinn sat í síðustu spillingastjórn og gekk fremstur í því að greiða götu kleptokratanna. Evrutrúboðið á rætur sínar að rekja þangað. Það var áhersla útrásarvíkinganna og fjármálafyrirtækjanna nr.1-2 og´þrjú, ef þú ert búinn að gleyma því. Þið svíkið ekki lit þar allavega.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.6.2009 kl. 22:16
Gleymdir þú nokkuð drengjameistaranum í skvaldri, og viðskiptáráðherra þegar fjármálakerfi Íslendinga hrundi, björgvini g. sigurðssyni? Gleymdir þú nokkuð Jóni nokkrum Sigurðssyni sem svaf þyrnirósasvefni sem einn af yfirmönnum FME? Þetta eru jú allt þinir flokksbræður, og þér "láðist" einmitt að nefna þá.
Kratarnir eru enn á skítadreifurunum, jafnvel þó þeir séu komnir í meirihluta. Svara bara gagnrýni með gagnrýni á móti á ríkisstjórnir fyrri tíma.
Hvernig ætlar Dofri Hermannsson t.d. að réttlæta lán Sigurjónar Þ. úr séreignarlífeyrissjóði, sem var í eigu 2500 annarra félaga upp á 70 milljónir VAXTALAUST þar til einhver kom óvart auga á það og Sigurður G.Guðjóns. klappstýra samfó talaði um "innsláttarvillu"? Hvað er eiginlega að ykkur samfylkingarfólki? Þið sjáið ekki eitt eða neitt sem er að eiga sér stað í þjóðfélaginu. Bendið bara og bendið á aðra. Núna eruð þið í stjórn, reyndar með pólitískt-fötluðu fólki, en látið eins og þið séuð enn í stjórnarandstöðu. Gagnrýnandi það sem stjórnarandstaðan er að segja, af því þið hafið ekkert fram að færa sjálf, nema hugsanlega að skondrast um á einkaþotum og rangtúlka hvað einhverji skandinavískir pótindátar hafa að segja um ESB.
dagar ykkar eru senn taldir. Ég tipp á að það verði skollin á október bylting í haust. Fólk sættir sig einfaldlega ekki við svona vinnubrögð, eða öllu heldur skort á vinnubrögðum.
joi (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 22:51
Það var og er mikil blessun fyrir okkur sem þjóð að Jafnaðarmenn séu komir til valda. Nú er kominn annar stíll á stjórnun þessa lands og það er vel. Þegar verið er að fylla í fjárlagagatið verður farið í þá vasa sem eitthvað er til í. Þeir þegnar sem meira bera úr býtum, leggi meira til. Eva Joly segir réttilega að lagaumhverfi víða í heiminum sé sniðið að þörfum auðmanna. Þeir komist undan ákærum og jafnvel refsingum. Þeirra framlög til samfélaga séu líka lítil.
Þegar ríkistjórn Íslands brýtur nú hin óskráðu lög þeirra sem mest hafa, að ekki megi snerta þeirra auðæfi hvað sem á gengur, þá hljóða þeirra talsmenn eins og grísir í sláturhúsi. Formaður Framsóknar hagar sér eins og ofdekraður krakki, æpir og öskrar, lemur ræðupúlt Alþingis og hefur greinilega ekki tekið eftir í tímum í Þingmannaskólanum.
Það eru líka sitthvað 18 ár eða 18 mánuðir hvort sem er í mannsævi eða stjórnarsetu. Og ætla að hanga í slíkum hártogunum lýsir ekki mikilli greind eða skynsemi. Peningamálastefna Sjálfstæðismanna undir forystu Davíðs Oddssonar og síðar Seðlabanka Ísland undir forystu sama Davíðs Oddssonar eru orsök þess sem hér gerðist. Hverjir lánuðu hverjum og jafnvel sjálfum sér er ekki orsök þeirrar stefnu, heldur skelfileg afleiðing
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.6.2009 kl. 23:30
Hólmfríður!
Dabbi er farinn úr seðlabankanum og hvorki sjálfstæðisflokkurinn né framsókn eru við völd Samt hefur ekkert breyst til hins betra fyrir fólkið í landinu. Þessi stjórn er ekki að gera nokkurn skapaðan hlut sem kemur landsmönnum til góða.
Enginn skuldabaggi (útrásarvíkingur) hefur verið sóttur til saka og frekar lítið er að gerast hvað þetta bankahrun varðar. Er það nokkuð æskilegt að sækja þá til saka, Samfylkingin gæti misst þá nokkra góða sponsöra. Það er ekki nógu gott.
Sama gagnlausa stjórnin er enn nema nú heitir hækjan Vinstri grænir en ekki sjálfstæðisflokkur.
Draumur Samfylkingarinnar er að gefa ESB landið og til að það takist alveg örugglega þá mætti halda að þau (Samfylkingin) líti svo á að besta leiðin til þess sé að láta fólk hafa það svo skítt að ESB verði sem draumi líkast.
Ef alþingismennirnir okkar verða svo vitlausir að samþykkja ICE-S(L)AVE hörmungina þá verður England, Holland ásamt restinni af ESB komið með hreðjatak á Íslandi og því taki verður ekki sleppt.
Er það þetta sem Samfylkingin vill gera fyrir landið sitt?
Ég kalla þetta landráð!
Dante, 17.6.2009 kl. 01:59
Sæll Dofri já hvað eru menn eins og Sigmundu Davíð að væla veit hann ekki að SF var í stjórn er í stjórn og verður í stjórn
Sveinbjörn (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 08:54
Landráðastjórn gamlingjanna, þótt Steigrímur sé kannski eitthvað yngri, er hið Nýja Ísland sem Samfylkingin boðaði fyrir kosningar.Og móttóið
Landráðastjórn gamlingjanna sem þau kalla Nýja Ísland er söm við sig eins og þau hafa alltaf verið.Að það sé til nóg af peningum.Nú ætla þau að taka lán upp á 650 milljarða ofan á öll önnur lán þótt fyrirsjáanlegt sé að við komum aldrei til með að geta borgað það og verðum örugglega að láta auðlndir landsins uppí.Og þar að auki á að láta gömul nýlenduveldi stjórna því hvort þingmenn fái að vita undir hvað þeir séu að skrifa.Og það nýjasta er að bjöllusauður í stól forseta Alþingis bannar þingmönnum að ræða störf forsætisráðherrans.Þetta eru landráð.
.
Sigurgeir Jónsson, 17.6.2009 kl. 10:13
Dante
Hvar hefur þú verið væni minn. Ríkisstjórnin er að raða saman brotunum og koma hinu rústaða samfélagi aftur á lappirnar. Hafi einhver haldið að það væri fljótlegt og þægilegt, þá er það mikill mikilskilningur. Samningurinn um ICESAVE er fyrsta skrefið til að koma okkur aftur inn í samfélag þjóðanna og ég fagna honum. Samfélagssáttin er komin á lokstig og verður kynnt á næstu dögum. Það tekur á að laga allt klúðrið og sukkið eftir Íhaldið og Framsókn, en það mun takast og við verðum komin í tollabandalag Evrópu - ESB innan ekki langs tíma. Þá mun hagur almennings á Íslandi batna að nýju og þjóðfélagið okkar verður fyrirmyndar samfélag jöfnuður og almennar velmegunar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.6.2009 kl. 20:47
"Ríkisstjórnin er að raða saman brotunum og koma hinu rústaða samfélagi aftur á lappirnar." með því skattpína þjóðina og þá helst þá sem minnst meiga sín? með því að skattleggja fyrirtækin með þeim hætti að þau neyðast til þess að lækka laun eins og ríkisstjórnin ætlar að gera hjá ríkisstarfsmönnum eða segja upp starfsfólki?
Hólmfríður dragðu af þér hauspokann og taktu bómulin úr eyrunum. Í ESB fáum við bara það sama og Írar og Spánverjar. hlakkar þér til að hér verður 20% atvinnuleysi eins og á spáni? hlakkar þér til að það lífeyrissjóðirnir verði þjóðnýttir og fé þeirra notað til að spandera í bankana? Hlakkar þér til að það þurfi að skera niður ríkisfjármálin um hundruði milljarða í viðbót við það sem áætlað er, bara til þess að hægt verði að borga upp Icesave samninginn?
Fannar frá Rifi, 19.6.2009 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.