LeyniHvalur

Á fundi sem Græna netið stóð fyrir um hvalveiðar mættu Kristján og félagar annars vegar og hvalaskoðunarfyrirtækið Elding hins vegar. Kristján óskaði af landsþekktri hógværð og auðmýkt eftir tölum um afkomu hvalaskoðunarfyrirtækisins og fékk þær. Allt uppi á borðum þar.

Undirritaður óskaði eftir að hann gerði fundinum ljóst hver hagnaður hans af hvalveiðibröltinu væri. Hver hefði borið kostnaðinn af utanlandsferðum langreiða til Japans þar sem þar ku vera enn í frysti af því það er enginn markaður fyrir kjötið af þeim.

Kristján hélt nú síður, hann ætlaði sko ekki að fara upplýsa einn eða neinn um það enda kæmi það engum við nema honum. Ég er á öðru máli. Mig grunar að hvalveiðibrölt Kristjáns hafi af stóru leyti verið kostað af opinberu fé. Leyndarhyggja hans styrkir mig í þeirri trú. Það er þó líklega hjóm eitt miðað við þann fjárhagslega skaða sem þessi gufuskipaútgerð veldur einkaaðilum t.d. í hvalaskoðun og tengdri ferðaþjónustu.

Það er merkilegt út af fyrir sig að það skuli vera hægt að svipta fyrirtæki grundvelli starfsemi sinnar sem það hefur varið 15 árum í að byggja upp. Að gamlir karlar í nostalgíukasti skuli fá leyfi til að drepa sömu dýr og blómleg starfsemi hvalaskoðunarfyrirtækja grundvallast á - bara aðeins utar í flóanum.

Það er eins og á Íslandi hafi sá ævinlega ríkari rétt sem ætlar að nýta með því að drepa en sá sem vill nýta með því að sýna.


mbl.is Hvalur 9 á leið til lands með tvær langreyðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég held að þetta sé allt alveg rétt hjá þér. Því miður.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.6.2009 kl. 00:09

2 identicon

Please......It is nothing but pride...... Whale meat does not sell anymore... Your pride is costing you a fortune.......... It is becoming pitiful......

Fair play (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 01:01

3 identicon

Að hafa getu til að drepa og gera það ekki er miklu göfugara heldur að hafa það og drepa.

 Er það sem skil greinir okkur sem þjóð, að geta vaðið upp í olboga í blóði, drekkandi brennivín og étandi

hrátt spik, öskrandi „I am the Icelandic Viking !“ guð minn góður, ef svo er þá mun ég eilíflega skammast mín

að vera Íslendingur.  Hvenær ætlar þessi þjóð að þroskast ?  Við erum eins og glysgjarnir hrafnar, eltumst altaf

glyngrið sem veifað er fyrir framan okkur.  Við erum alltaf að tala um hvað það er sérstakt að vera Íslendingur, sér

Íslenskar aðstæður og bla bla Íslendingar éta SS pylsur.  Ég held við þjáumst af eyjaríkissýki á háu stígi, og ég

þakka guði fyrir að við skulum ekki vera margra milljóna þjóð.

Ragnar (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 01:05

4 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

En hvað sem þessu líður þá er þetta mjög atvinnuvænt, bæði beint og óbeint.

Eitthvað þykir mér það nú svoldið langsótt að ríkisvaldið sé að kosta veiðar, vinnslu, og flutning kjötsins til Japan. Ekki ertu að halda því fram að flokksfélagar þínir séu með þetta undir borðum, bara til að þjóna hagsmunum þess ágæta manns Kristjáns Loftssonar. HAAAA?

Sigurbrandur Jakobsson, 19.6.2009 kl. 01:48

5 identicon

Dofri, loksins skrifar einhver af VITI um hvalveiðar!

Tek undir allt sem Ragnar segir, hættum þessu viðbjóðslega blóðbaði !!!

Og Fair lay!! SVOOOO sammála!!

Disa (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 12:48

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Góður pistill hjá þér Dofri. Var svo ekki síðasta hvalaætan í Japan að safnast til feðra sinna ? Tosiki Tomamota, 113 ára, elsti maður í heimi samkvæmt Heimsmetabók Guinness. Orðinn langeygur eftir langreiðinni frá Kristjáni, karlgreyið...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 19.6.2009 kl. 13:12

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir þennan fína pistil Dofri. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 19.6.2009 kl. 13:26

8 identicon

"Það er merkilegt út af fyrir sig að það skuli vera hægt að svipta fyrirtæki grundvelli starfsemi sinnar sem það hefur varið 15 árum í að byggja upp."  Var ekki Hvalur hf sviptur grundvallar starfsemi sinni þegar hvalveiðar voru bannaðar? Fyrirtæki sem var þá búið að vera til í rúm 40 ár.  í kringum 1980 höfðu u.þ.b. 250 manns störf tengdum hvalveiðum, við hvalveiði bannið var lífsviðurværi þessara manna tekið af þeim. 

BG (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 14:15

9 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ágæti Benjamín Gíslason (BG = benjamin.gislason@hotmail.com | IP-tala: 213.167.129.134).

Vissulega voru hvalveiðar voru lagðar af upp úr 1980 vegna gríðarlegs alþjóðlegs þrýstings og við það töpuðust störf. En finnst þér það réttlæta að eyðileggja grundvöll hvalaskoðunarfyrirtækjanna nú 30 árum síðar?

Snýst málið í þínum huga um að hefna fyrir Kristján og Konna með því að spilla hagsmunum Eldingar? Áttarðu þig á því hvað svona hugarfar kostar okkur? Finnst þér við Íslendingar hafa efni á að láta svona?

Dofri Hermannsson, 19.6.2009 kl. 15:19

10 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Umræðan um hvalveiðar eins og virkjanir og álver verða alltaf tilfinningatengdar. Hér áður fyrr veiddi ég gæs og rjúpu en get ekki í dag. Og hugsa að ég gæti ekki drepið hval þó að ég hafi skorið mörg hundruð þúsund fiska á háls. En burtséð frá túristahagsmunum okkar þá hefur Ísland byggst á veiðum og landbúnaði. Þám. veiðum á hval. Það hefur engin önnur þjóð rétt á að reyna að neyða okkur til að hætta sjálfbærum veiðum. Við hins vegar þurfum að ákveða hvort hentar okkur að fara aftur út í veiðar á hval, hvað þjóðarbúið hagnast eða tapar á því og svo hvort yfirhöfuð sé einhver markaður fyrir þessar afurðir.

Það sem Einar K. Guðfinnsson gerði síðasta dag í embætti voru skemmdarverk gagnvart næstu ríkisstjórn. EN Peta og Greenpeace hvað þá heldur Paul Watson eiga ekki að stjórna hvernig  við nýtum auðlindir okkar.

Ævar Rafn Kjartansson, 19.6.2009 kl. 21:48

11 identicon

Það er nú ekki óalgengt að ferðamenn fari að skoða hvali og síðan á veitingastað að borða þá, enda smakkast kjötið frábærlega ef meðhöndlað af kunnáttu.

steina (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 21:50

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Heldur þú Dofri að fjárlögin séu sama leyniplaggið og Icesave samningurinn?

Heldur þú virkilega að ríkisstjórnin sé með einhverja leynisjóði til að styrkja vissar atvinnugreinar? 

Það er grátbroslegt að sjá stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar koma hér hver á fætur öðrum og hæla þessum sérkennilega pistli þinum og samsæriskenningum í hásterkt. Nú veit ég að sum ykkar eruð málkunnug þeim Jóhönnu og Steingrími og gætuð stytt ykkur leið með að hringja í þau og upplýsa málið en það er bara miklu skemmtilegra að vera með dylgjur og getsakir svo það er ekki vert að eyðileggja þennan samkvæmisleik ykkar.

Sigurður Þórðarson, 19.6.2009 kl. 22:25

13 Smámynd: Dofri Hermannsson

Það er enginn að tala um leyniplögg. Það hefur komið fram í svörum við fyrirspurnum á Alþingi að sú upphæð sem stjórnvöld hafa á síðustu árum sett í hvalveiðibröltið er komin nálægt milljarði. Hluti af því hefur farið í lögfræðiálit, hluti í vísindaveiðarnar og hluti í beina styrki til hvalveiðimanna.

Það er því engin ástæða til að reisa burstir þótt þetta sé ítrekað. Það væri hins vegar ástæða fyrir Kristján Loftsson og Hval hf að upplýsa hvað hann hefur fengið mikið úr opinberum sjóðum til hvalveiðibaráttu sinnar.

Ekki væri síður gaman að vita hvað Sjálfstæðisflokkurinn, og ekki síður einstakir þingmenn s.s. Jón Gunnarsson og Einar Kr. Guðfinnsson hafa fengið í sína prívat kosningasjóði frá Hval hf.

Dofri Hermannsson, 19.6.2009 kl. 23:23

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það var mikið óheillaverk þegar löggjafasamkundan lét ginna sig til að banna hvalveiðar á sínum tíma menn töldu að þetta væri tímabundið en það var öðru nær. Það átti eftir að reynast Íslendingum þrautinni þyngra að hefja veiðar á nýjan leik. Fyrst urðum við að ganga í Alþjóða hvalveiðiráðið með fyrirvara um hvalveiðibann og síðan leið langur tími. En þetta er víst það sem menn fá fyrir að sýna ofstækismönnum tilslakanir. Erlendis hefur komist í tísku að ættleiða hvali og þessir straumar hafa svo sem borist hingað en stuðningur við hvalveiðar hefur alltaf verið yfirgnæfandi hérlendis og farið vaxandi. Minnihlutinn hefur komið sínum sjónarmiðum á framfæri og meirihlutinn sem styður hvalveiðar hefur tekið mikið tillit til minnihlutans svo sem að takmarka veiðar við tiltekin svæði. Þó hefur ekki verið að ýtrustu kröfum öfgafyllstu sjónarmiða eins og að stöðva vísindaveiðar. Væntanlega er verið að gagnrýna það hér Dofri? 

Þá finnst mér nokkur þversögn í því að láta að því liggja að Kristján Loftsson sé bónbjargarmaður á opinberu framfæri annars vegar og hins vegar að hann fjármagni stjórnmálabaráttuna. Og jafnvel enn meiri þversögn að þeir sem eru á móti atvinnugreininni skuli þykjast hafa áhyggjur af því að kjötið seljist ekki í Japan.  Þetta er líklega alveg nógu erfitt fyrir þig í kvöld Dofri.

Sigurður Þórðarson, 20.6.2009 kl. 00:28

15 identicon

Það er hvimleitt að sjá alltaf sömu verðbólgnu orðanotkunina hjá alfriðunarsinnum....

Það er talað hér um ,,fjárhagslegan skaða" og ,,kippa grundvellinum undan" hvalaskoðunarfyrirtækjum. Það eru hinsvegar engar rannsóknir til sem styðja þessar fullyrðingar. Þvert á móti hefur ferðamönnum sem fara í hvalaskoðun fjölgað síðan vísindaveiðarnar hófust og rannsóknir í Noregi benda ekki til þess að hvalveiðar þeirra hafi skaðað ferðamannaiðnaðinn.

Dofra ,,grunar" að hvalveiðibröltið sé kostað af opinberu fé. Í athugasemd við eigin færslu telur hann síðan til milljarð í  allskonar styrki án þess að geta heimilda auk þess sem með sömu rökum væri allt eins hægt að telja til milljarða til styrkja til hvalaskoðunarfyrirtækja. Eru rannsóknir á hvölum ekki allt eins styrkur til hvalaskoðunar eins og hvalveiða?

Ef hitt er rétt að kjötið selst ekki þá er veiðunum sjálfhætt. Það hlýtur að vera friðunarsinnum fagnaðarefni, það er ekki einsog við þörfnumst gjaldeyrisins. Hinsvegar kom mér soldið á óvart að sjá í mogganum í morgun mynd af japönum fylgjast með hvalskurði og talað um fulltrúa kaupenda í því sambandi. Hver hefur rétt fyrir sér um meinta sölutregðu?

Við íslendingar verðum að taka slaginn um rétt okkar til sjálfbærrar nýtingar sjávarauðlinda fyrr eða síðar. Við getum allt eins tekið slaginn um hvalinn núna og þannig undirbúið okkur þegar kemur að loðnunni, ýsunni, karfanum, markrílnum osfrv. osfrv......

Svo ég tali nú ekki um þorskinn. Sú  barátta er einmitt að hefjast. Aðferðirnar eru þær sömu og gegn hvalveiðum. Lesið þessa frétt úr Daily Telegraph frá 16. júní síðastliðnum. Greta Scacchi hefur ljáð baráttunni um ,,verndun fiskistofna" krafta sína. Hún pósar nakin á mynd og það eina sem hylur dónó partana er ,,gigantic icelandic cod". Hversu margir bretar standa nú í þeirra trú eftir lestur þessarar ,,fréttar" að íslenskur þorskur sé í útrýmingarhættu? Þó er það nokkuð samdóma álit vísindamanna að þetta sé sá þorkstofn sem kannski er í einna bestu ástandi í heiminum og að veiðar íslendinga séu sjálfbærar.

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 10:39

16 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef hvalveiðarnar geta ekki rekið sig sjálfar, þá mun hvalur ehf fara á hausinn. þá munu hvalveiðar á stórhvölum leggjast af. mjög einfalt. við hvað eru hvalfriðunar sinnar hræddir? ef þær borga sig ekki þá leggjast þær af. þannig að spurningin liggur hjá hvalfriðunnar sinnum. ef þið hafið rétt fyrir ykkur þá hætta hvalveiðar af sjálfum sér. ef ekki, þá er allur ykkar málflutningur tóm steypa.

Fannar frá Rifi, 20.6.2009 kl. 13:33

17 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér segir svo hugur um að hvalveiðarnar verði ekki stundaðar nema í ár. Það væri með ólíkindum ef haldið yrði áfram að láta eftir duttlungum Kristjáns Loftsonar í þessu. Það er heldur ekki fræðilegur möguleiki að þessar veiðar borgi sig. Fyrir nú utan neikvæðann orðstýr og hugsanlega glataða viðskiptahagsmuni í ferðaþjónustu og fiskútfluttningi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.6.2009 kl. 03:32

18 identicon

Sæll Dofri

Var að ræða þessi mál við kunningja í gær. Þar var fullyrt við mig að ríkið hefði ekki komið að með ríkisstyrkjum til Hvals hf. þann tíma sem hvalveiðar hafa verið bannaðar. Hér að ofan talar þú um milljarða greiðslur vegna hvalveiðanna, m.a. sem styrki til hvalveiðimanna. Hvar er hægt að finna upplýsingar um þessi mál og um hvaða upphæðir ræðir? Hvernig hefur Hvalur hf. getað starfað og borgað m.a. hafnargjöld í þau ár sem hvalveiðar hafa verið bannaðar? Mér var tjáð að Hvalur hf. hefði borgað hafnargjöld úr eigin vasa og án ríkisstyrkja, 1 milljón á mánuði samkvæmt sögunni. 

Sveinn (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 18:47

19 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sæll Sveinn. Til að halda öllu til haga þá er hér í pistlinum talað um að kostnaður ríkisins af hvalveiðibrölti undanfarinna ára sé að nálgast milljarð. Þótt það sé ærið þá var hvergi í pistlinum talað um milljarða greiðslur vegna hvalveiðanna.

Hins vegar hefur nokkur hundruð milljónum verið varið í stuðning við hvalveiðarnar sjálfar og það hefur m.a. farið til félags hrefnuveiðimanna sem fyrir vikið hefur efni á að reka auglýsingaherferðir fyrir margmilljónir eins og gert var í vor.

Erfitt er að trúa því að ekkert af þessum fjármunum hafi ratað í vasa Hvals hf sem virðist hafa efni á að reka sig með halla árum saman og setja stórfé í að senda hvali þvert yfir hnöttinn til þess eins að láta þá dúsa þar í frysti.

Hvalur hf (Kristján Loftsson) harðneitar að opna bækur sínar um þetta mál sem kyndir undir grun um að almannafé hafi verið sett í fyrirtæki hans. Það vekur svo aftur grun um að með sama fé hafi Hvalur svo launað vel völdum stjórnmálamönnum stuðninginn við Hval hf og stutt þá í prófkjörum þeirra.

Dofri Hermannsson, 22.6.2009 kl. 14:29

20 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Takk, Dofri fyrir þetta. Mér er með öllu óskiljanlegt að jafn vitlaus maður eins og þessi gösslari Kristján Loftsson fær enn að valsa um og veldur ómældan skaða í ferðaþjónustunni.

Úrsúla Jünemann, 22.6.2009 kl. 22:53

21 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Auðvitað er megnið af Samspillingar fólki á móti hvalveiðum,þar á bæ þykir afleitt að skapa útflutningstekjur og atvinnu,fólk á að sitja á kaffihúsum og lifa á ríkinu svo það sé gjald gengt í þeim flokk.

Ragnar Gunnlaugsson, 24.6.2009 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband