22.12.2006 | 14:18
Litlu tærnar á Stóra bróður
Það er dýrt spaug að mótmæla á Íslandi. Þetta er ekkert ný á dottið, þess má finna mörg dæmi, m.a. í nýútkominni bók Guðna Th. Jóhannessonar, Óvinum ríkisins. Það er titill við hæfi á Íslandi eru þeir Óvinir ríkisins sem leyfa sér að mótmæla.
Í gær voru 11 ungmenni dæmd í sektir fyrir að mótmæla virkjunarframkvæmdum austur við Kárahnjúka. Sektarupphæð mun hafa verið kr. 50.000 fyrir hvert brot en mér þykir trúlegt að ákæruvaldið muni hafa skipt hverri mótmælaaðgerð í nokkur sundurliðuð afbrot gegn lögregluvaldinu.
Þetta er skemmtileg jólakveðja frá Ríkinu til þeirra ungmenna sem vilja standa vörð um móðurarfinn sinn, náttúru landsins, að vera dæmd í fésektir og jafnvel varðhald fyrir meinlaus mótmæli. Nú munu eflaust einhverjir segja að þarna hafi mest verið um útlendinga að ræða, krakka sem stunda það að ferðast á milli landa og mótmæla.
Það er rétt að útlendingar voru margir að mótmæla virkjun við Kárahnjúka og þeir eru líka í fullum rétti að gera það. Það er ekkert einkamál Íslendinga hvernig þeir fara með stærstu óspilltu víðerni Evrópu. Ekki frekar en það er einkamál annarra landa að brenna skóga, einkamál Talibana að sprengja í loft upp þúsunda ára gamlar menningarminjar eða einkamál einstakra landa að leyfa undir þjóðfána sínum rányrkju fiskistofna og eyðileggingu kóralla hafsbotnsins.
Á Íslandi hefur Ríkinu hins vegar iðulega staðið stuggur af útlendingum sem hingað koma til að mótmæla. Skammt er að minnast þegar Falun Gong voru álitnir slíkir óvinir Ríkisins að þeim var smalað eins og fénaði inn í skóla á Suðurnesjum og lokaðir inni þar til hættan á að þeir hefðu uppi friðsamleg mótmæli var liðin hjá. Þá skömmuðust sín margir fyrir að vera Íslendingar.
Það gerðu líka margir ofurvenjulegir Íslendingar sem lögðu leið sína um svæðið norðan Vatnajökuls í sumar og fyrrasumar. Ferðafólk á svæðinu var yfirheyrt af lögreglu og krafið skýringa á ferðum sínum. Þráspurt spurninga sem lögregla í venjulegu ríki á ekkert með að spyrja um. Nema í Ríki Stóra bróður á Íslandi. Í Ríki Stóra bróður sem hlerar frekar en að hlusta. Í Ríki Stóra bróður sem lemur niður mótmæli frekar en að taka tillit til þeirra sjónarmiða sem þau endurspegla.
Lærdómurinn sem Ríkið ætlar að kenna okkur smælingjunum með úrskurði Héraðsdóms Austurlands er að það er dýrt að stíga á litlu tærnar á Stóra bróður. Haldið ykkur á mottunni! Keep away!Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:42 | Facebook
Athugasemdir
Sæll
Það var vissulega mótmælt í upphafi en vandinn við það var að þá var mjög erfitt að vekja athygli á málinu. Það voru fáir sem vissu í hverju framkvæmdirnar fólust í raun og ferlinu var flýtt eins og hægt var til að koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu.
Þetta segi ég ekki bara til að vera leiðinlegur við stóriðjuflokkana en það er staðreynd að Skipulagsstofnun lagðist eindregið gegn framkvæmdinni og var snupruð fyrir. Svo voru hannaðar mótvægisaðgerðir til málamynda og 20. desember, um þetta leyti þegar jólin eru í algleymingi, laumaðist svo skósveinn ríkisstjórnarinnar í líki umhverfisráðherra til að snúa úrskurði Skipulagsstofnunar við.
Það má líka bæta því við að gögnum eins og athugasemdum Gríms Björnssonar, sem að öllum líkindum hefðu orðið til að fresta ákvörðun, var haldið leyndum fyrir Alþingismönnum þar til þeir voru búnir að samþykkja heimildarlög fyrir virkjuninni.
Þessu var erfitt að mótmæla með áberandi hætti en þó minni ég á að haldnir voru nokkrir afar fjölmennir fundir og göngur þar sem þúsundir manna sýndu andstöðu við Kárahnjúkavirkjun.
Varðandi öryggisþáttinn þá held ég að flestum hafi nú þótt í því holur hljómur þegar Alcoa og Impregilo þóttust aðallega hafa áhyggjur af fólkinu heilsu þeirra vegna. Þessi fyrirtæki hafa verið með ríkið í vasanum frá upphafi og hafa t.d. fengið afnot af lögreglu ríkisins eins og einkarekinni öryggisþjónustu og jafnvel leynilögreglu. Það sannaðist t.d. þegar lögreglan var fengin til að elta mótmælendur hálfan hringveginn eins og í lélegri löggumynd. Einnig á yfirheyrslum eins og getið er um hér að ofan. Að ekki sé minnst á þá staðreynd að Alcoa er farið að "styrkja" lögregluna á staðnum áður en það er svo mikið sem tekið til starfa.
Ég held að það muni sannast að Alcoa er ekki á Reyðarfirði heldur öfugt.
Dofri (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 00:59
Hvað með stóru tærnar á litla bróður???
Það sem er athyglisvert í máli ósakhæfs manns sem að nýlega var sendur í ótímabundið leyfi frá Sogni réttargeðdeild er eftirfarandi:
A: Sá ósakhæfi réðist á prófessor sem að vinnur á Landsspítalanum.
B: Sá sem að tekur geðmatið af þeim ósakhæfa (Tómas Zoega) er geðlæknir sem að vinnur á Landsspítalanum og er einnig kennari við HÍ læknaskor líkt og prófessorinn sem að ráðist var á.
C: Annar þeirra geðlækna (sigurður Örn Hektorsson) sem að staðfestir geðmatið á þeim ósakhæfa ÁN ÞESS AÐ TALA VIÐ HANN starfar á sömu stofu og geðlæknirinn sem að framkvæmdi upphaflega geðmatið (Tómas Zoega) og ræddi við hinn ósakhæfa í u.þ.b 1,20 klst á Litla Hrauni, kom þrisvar sniðgekk lögmann hins ósakhæfa í öll skiptin og ræddi einungis við hann um feril málsins auk nokkurra spurninga sem að voru persónu hins ósakhæfa óviðkomandi.
D: Þriðji geðlæknirinn (Helgi Garðar Garðarsson) staðfestir einnig geðmatið án þess að ræða við hinn ósakhæfa.
E: C.a 2 mán eftir að maðurinn er kominn á Sogn gefur yfirlæknir á Sogni þá yfirlýsingu fyrir dómi að maðurinn sé sakhæfur, þrátt fyrir það er hann dæmdur til að vistast á réttargeðdeild um ófyrirséðan tíma.
F: Mál hins ósakhæfa til losunar frá réttargeðdeild kom fyrir dóm núna í desember. Samkv geðmati lagt fyrir dóminn af yfirlækni Sogns er maðurinn greinilega sakhæfur og telur yfirlæknirinn að lengri vist á hæli getað skaðað manninn andlega.
G: Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að maðurinn sé laus af Sogni til bráðabirgða með þröngum skilyrðum þó og að réttað skuli yfir manninum að nýju að ári þegar að tveir aðrir dómkvaddir matsmenn hafi lagt mat á manninn að nýju þar sem að geðmat yfirlæknis á Sogni sé ekki marktækt sem fullnaðargeðmat,
H: Lögmaður hins ósakhæfa (Sveinn Andri Sveinsson) leggur það mat á dóminn að hann eigi sér ekki stoð í lögum.
I: Einn af meðdómendum í málinu í fjölskipuðum dómi er Kristinn Tómasson geðlæknir sem að svo undarlega vill til að hefur verið náinn samstarfsmaður Tómasar Zoega (sameiginlegar vísindaritgerðir, fyrirlestrar o.þ.h) sem að upphaflega kom manninum á Sogn.
Tómasson, K., & Zoega, T. (1993). Sjálfsvíg og önnur voveifleg mannslát á Íslandi. (Suicides and other violent deaths in Iceland) Læknablaðið, (The Icelandic Medical Journal), 79: 71-76
Helgason, T. Björnsson, J.K., Tómasson, K., Grétarsdóttir, E. Jónsson H. Zoega, T. Harðarson, Þ. Einarsson, G.V. (2000). Heilsutengd lífsgæði sjúklinga fyrir og eftir meðferð. (Health-related quality of life of patients before and after treatment) Læknablaðið (The Icelandic Medical Journal) 86: 422-428. http://www.laeknabladid.is/media/skjol/2000-10/2000-10-f06.pdf
Helgason T, Tómasson K, Zoega T. Algengi notkunar geðdeyfðar-, kvíða- og svefnlyfja 2001og aðstæður notenda. (Prevalence and distribution of antidepressant,anxiolytic and hypnotic use in 2001) Læknablaðið (The Icelandic Medical Journal) (2003) 89: 15-22. http://www.laeknabladid.is/media/skjol/200http://3-1/2003-01-f01.pdf
Helgason T, Tómasson K, Sigfússon E, Zoega T Skimun fyrir algengi geðraskana 1984 og 2002 og ávísanir geðlyfja 1984 og 2001. Læknablaðið 2004;90:553-9 http://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1291/PDF/2004-7-f02.pdf
136. Tómasson, K. Helgason T, Zoega T: Prevalence and distribution of antidepressant, anxiolytic and hypnotic use in 2001. NAPE annual meeting OSLO 16- 17 nóvember. 2002 D:\Fyrirlestrar\Prevalence and distribution of antidepressant anxiolytic and.ppt
Tómasson, K, Zoega T. Helgason, T. Epidemiology of Antidepressant, Anxiolytic and hypnotic use in Iceland. American Psychiatric Association 2003 Annual Meeting San Francisco, May 17-22,2003 NR 736 275 D:\Fyrirlestrar\Epidemiology of antideppressant use in Iceland NPC.ppt
Tómasson, K. Tómasson, H. Zoega, T. Sigfússon E. Comparison of sales, prescriptions and survey data in Iceland submitted november 2005.
Helgi Garðar Garðarsson helgigg@landspitali.ishelgigg@landspitali.is
Tómas Zoega 5532254 tomasz@landspitali.istomasz@landspitali.is
46 Læknadeild læknaskor Gunnlaugur Geirssonprófessor réttarlæknisfræði
81 Læknadeild - læknaskorTómas Zoega lektor slysa- og áfallageðlækningum
Og svona mætti áfram telja.
Guðmundur (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.