Verndarhugur á villigötum

Orf líftækni notar erfðatækni til að láta bygg framleiða afar sjaldgæft og verðmætt prótein sem notað er í lyfjagerð. Byggplantan var sérstaklega valin af því hún víxlfrjófgast ekki og því ekki hætta á að hin erfðabreytta planta blandist villtu byggi. Andstaðan virðist mjög lituð af baráttu gegn erfðabreyttum matvælum sem er talsvert annar pakki. Það verður aldrei búið til buff eða grautur úr bygginu hjá Orf Líftækni.

Andstæðingar hafa áhyggjur af láréttum genaflutningum. Þ.e. að eitthvað að próteininu sem skilur hefðbundið bygg frá hinu erfðabreytta blandist jarðveginum, skordýr eða mýs éti það og þaðan berist það upp fæðukeðjuna.

Að mínu áliti er kenningin um genablöndun lífvera með ofangreindum hætti afar langsótt. Ég hef étið margt um ævina en aldrei hefur neitt af því blandast genum mínum. Eini lárétti genaflutningurinn sem ég kannast við er því þessi gamli góði. Í öðru lagi er þetta prótein engin nýjung heldur finnst það víðar í náttúrunni og er því engin ógnun við hana. 

Leyfið sem gefið var fyrir ræktuninni var veitt eftir að öllum skilyrðum um rannsóknir og eftirlit hafði verið fullnægt og meira að segja var úrskurði frestað til að fara aftur yfir málið en það kom sér afar illa fyrir Orf Líftækni.

Það er leiðinlegt að sjá góðan verndarhug á slíkum villigötum. Það er nóg af verðugum verkefnum.


mbl.is Skemmdarverk unnin á tilraunareit í Gunnarsholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta minnir um margt á fíflin sem eru að berjast gegn loðdýrum í búrum.. og sleppa minkunum lausum út í náttúruna...

Óskar Þorkelsson, 19.8.2009 kl. 16:55

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Þetta er góður pistill og ég tek heils hugar undir það sem þú segir þarna. Varnarverkefnin eru mörg, en það er sorglegt þegar möguleikar til gjaldeyrisöflunar eru eyðilagðir, líklega vegna misskilnings. Það eru næg verkefni á spillingarvettvangnum, þó framþróun tekjuaukningar sé látin í friði.

Guðbjörn Jónsson, 19.8.2009 kl. 17:06

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Dofri ég vísa r á blogg mitt og athugasemd við það um þetta efni þann 27. maí 2009.

 Þar segir m.a. um skyldleika byggs við melgresi og æxlun þar á mill:

„Reyndar nú þegar ég aflað mér meiri gagna bregður mér meira yfir þessu fyrirtæki ORF og aðkomu Landbúnaðarháskólans að þessum málum.

Landbúnaðarháskóla Íslands gaf út árið 2005 rit sem heitir „Rit LBHÍ nr 1“. Þetta fyrsta rit sitt helgar Landbúnaðarháskólinn málsstað og tækni ORF (sem segir okkur eitthvað um stöðu hans til að hafa eftirlit með starfsemi ORF). Þar segir strax í inngangi:

„Dreifing á erfðaefni byggs yfir í villtar tegundir er óhugsandi hér á landi, því að hér lifir engin tegund svo skyld byggi að hún geti frjóvgast af byggfrjói.“

Nokkrum árum áður eða í heil sjö ár 1992-1999 hafði þó Landgræðsla ríkisins að Hellu stundað rannsóknir á mörgum kynslóðum afkvæmis byggs og melgresis og birti um þær lærðar og ritrýndar greinar. Á net-slóð um rannsóknina sem ég vísa í hér neðar segir í abstract:

„An offspring of the hybrid Hordeum vulgare (bygg) x Leymus arenarius (melgresi)  has been produced. This offspring at various generations is studied and permitted to be stabilized after some putative introgression from L. arenarius.“

Sjá hér

Í grein í Búvísindum 1994, á blaðsíðum 41-50 er svo önnur grein eftir SIGURDUR GREIPSSON og ANTHONY J. DAVY, sem er um mögulegar kynbætur með melgresi og þar kemur strax fram að skráð dæmi séu um fundin afkvæmi byggs og melgresis frá árunum 1952, 1970 og 1973.

Þessa grein má finna hér en þar er það orðað svona: 

„Hybrids (2n=35) between L. arenarius and barley (Hordeum vulgare) have been reported (Tsitsin and Petrova, 1952; Ahokas, 1970, 1973). On the spike of the hybrid between H. vulgare and L. arenarius there were 6–7 spikelets per node, compared to only 3 on that of H. vulgare (Tsitsin and Petrova, 1952).“

Þegar þetta er veruleikinn bak við afdráttalausu staðhæfingu í inngangi fyrsta rits Landbúnaðarháskólans frá 2005 hvað er þá að marka allar aðrar staðhæfingar þeirra?

Þetta endurtaka þeir útum allt, hvarvetna og aftur og aftur:

„Dreifing á erfðaefni byggs yfir í villtar tegundir er óhugsandi hér á landi, því að hér lifir engin tegund svo skyld byggi að hún geti frjóvgast af byggfrjói.“

Á Íslandi hefur melgresi miklu meiri og almennari útbreiðslu hér á  landi en annarstaðar þar sem það yfirleitt lifir aðeins við strendur en á Íslandi þrífst það vel í sendnum jarðvegi langt inn til landsins.

Til að valda verulegum vandræðu þyrfti ekki að verða til nema ein frjó planta afkomandi melgresis og lyfja-byggsins sem eignaðist lífvænlega afkomendur. Áratugum seinna gætum við svo vaknað upp við vondan draum ef ekki hreina martröð þegar grasjurt sem framleiddi vaxtahormón manna eða eitthvað álíka spennandi t.d. insúlín hefði dreift sér um allt land. “

Helgi Jóhann Hauksson, 19.8.2009 kl. 18:21

4 identicon

 

Dofri,

 

Mögulegri víxlun á milli byggs og annarra tegunda hefur vissulega verið haldið fram sem helstu hættunni við að rækta erfðabreytt bygg utandyra. Það er hins vegar langur vegur frá því að víxla byggi við aðra tegund í stýrðu umhverfi rannsóknarstofu eða úti í náttúrunni.

 

Víxlun byggs og melgresis má mögulega fá fram á rannsóknastofu þar sem fræflar eru rifnir af annarri tegundinni og frjóvgað með frjókornum af hinni tegundinni. Það getur þurft að skera upp fræ til að einangra kímfóstrið til að bjarga því og setja það svo í vefjarækt (gjörgæslu). Blendingur af tvílitna byggi (venjulegt bygg) og melgresi er ófrjór og fjölgar sér ekki en hægt er að halda honum á lífi í rannsóknastofu, skv. upplýsingum þeirra sem hafa reynt þetta einna mest (Ahokas, 2009). Það þarf því mikið að ganga á til að blendingur venjulegs byggs og melgresis verði til, enda farið yfir tegundamörk.

 

Miðað við að melgresi vaxi í nágrenni byggakra inn til landsins og tekið sé mið af því að byggrækt hefur verið stunduð með hléum í landinu frá landnámi, ættu blendingar byggs og melgresis að vera til staðar í náttúru landsins og hefðu haft næg tækifæri til að dreifast um allt lífríkið, nema að þetta sé afskaplega sjaldgæfur atburður og/eða að blendingurinn lifi ekki af. Slíkir blendingar hafa ekki fundist í íslenskri náttúru enn.

Brynhildur Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 15:45

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er fullt af hættum af erfðabreyttu byggi með virkum mannapróteinum. Möguleiki á víxlfrjóvgun þess við melgresi er aðeins ein mikils fjölda hætta en það hvernig ORF og Landbúnaðarháskólinn afgreiðir það sem „óhugsandi“ þegar bent er á rannsóknir sem sýna fundin „offspring“ af byggi og melgresi í villtri náttúrunni og svo margar kynslóðir tilrauna með afkvæmi melgresis og byggs í rannsókn á Gunnarsholti, sýnir svo aftur hve illa grundaðar algerlega afdráttalausar og algildar yfirlýsingar ORF og fylgiliðs eru.

Þess utan eru fjölmargar fleiri hættur, ein er bara víxlfrjóvgun við risastóra byggakra í aðeins eins kílómetra fjarlægð frá  tilraunaakrinum í Gunnarsholti - og bara möguleikinn einn getur gert það að verkum að enginn vill kaupa íslenskt bygg.

Þá má reikna með að þessi ræktun flytjist til kjörræktarsvæða byggs komi í ljós að hún sé hættulaus en við sitjum uppi með afleiðingarnar reynist hún hættuleg. Ísland er alltof ótryggt byggræktarsvæði til að menn geti tekið áhættu um hvort uppskera bregðist öll ef hægt er að rækta svo verðmætt korn á kjörræktarsvæðum þar sem auk þess er miklu meiri reynsla og þekking á ræktun byggs.

Þá er genum splæst í stofnfrumur jurtarinnar með viðföstu geni sem skapar þol fyrir antibiotic lyfjum (sýklalyfjum). Það er til að sortera þær frumur sem veittu geninu viðtöku frá þeim frumum sem gerðu það ekki með því að drepa allar þær sem ekki veittu aðkomugeninu viðtöku með sýklalyfjum. Það hefur nú verið sýnt fram á að bakteríur (dreifkjörnungar) hafa tekið þetta þolgen fyrir antibiotec lyfjum upp og myndað fullkomið þol gegn sýklalyfjum.

Ef lífverur taka óvart upp óviðkomandi DNA bút  gerir lífveran jafnan ekkert með hann því gen framleiða bara prótein þegar þau eru sérstaklega pöntuð af lífverunni vegna staðsetningar frumu eða annarra þarfa lífverunnar.

Splæst gen með erfðatækni hafa hinsvegar alltaf viðbættan aukabút, prómótor eða kveikjara sem knýr lífverun til að sí-framleiða eftir uppskrift gensins hvort sem hún vill það eða ekki. Þessvegna framleiða uppteknu genin vænta próteinið og antibiotek vörnina hvar sem þau lenda og sama í hvaða lífveru þau lenda þegar hið náttúrlega ferli er hinsvegar að lífveran pantar prótein eftir uppskriftum gena þegar hún vill það og þarf það en annars ekki.

Þá vita menn nú að þvert á það sem talið var fyrir fáum árum og lengi eftir að FDA veitti leyfi fyrir  erfðabreyttri framleiðslu í USA, að hvert gen getur stýrt framleiðslu á mörgum próteinum en ekki aðeins einu þ.e. því sem vænt var. Það verða því til ýmis önnur prótein en reiknað var með auk annarrar röskunar. Nú er t.d. vitað að eitt gen í ávaxtaflugunni stýrir framleiðslu á meira en 30 þúsund próteinum, þá er nú vitað að gerðir próteina í manninum erum a.m.k. þrefalt fleiri en gerðir gena.

Óteljandi margt fleira er um þetta að segja en erfðaverkfræðin er ekkert skyld náttúrulegri æxlun, og lífveran sem verður til sem GMO hefur í raun nauðgunargen sem riðlast linnulaust á lífverunni gegn vilja hennar þar sem lífveran myndi ekki framleiða eftir genininu nema tilneydd fyrir tilstuðlan „síkveikjara“ eða prómotors.

Helgi Jóhann Hauksson, 20.8.2009 kl. 16:33

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Dofri, ert þú ekki kominn í erfðabreytta bygggildru?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.8.2009 kl. 20:43

7 identicon

Afhverju þagnar rödd umhverfisverndar í samfylkingunni þegar eitthvað raunverulegt er að fara að gerast eins og sala á HS-Orku til Magma...

Umhverfisvernd á ekki að fara eftir hentugleika. 

Sólveig (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 15:14

8 Smámynd: Dofri Hermannsson

Veit ekki hvaða þögn þú ert að tala um Sólveig. Ég hef svo sem ekkert verið að telja blogg eða greinar eða kanna flokksskírteini þeirra sem þar skrifa en eflaust eru fleiri en ég (sjá eyjublogg) sem hafa ýmislegt að athuga við það sem er að gerast suður með sjó.

Dofri Hermannsson, 21.8.2009 kl. 15:52

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bestu þakkir Dofri fyrir gott innlegg í þessa umræðu sem er mjög mikilvæg.

Oft hefur verið farið af stað í að framkvæma eitthvað sem betur hefði verið kjurt liggja. Alltaf er gott að gera sér grein fyrir afleiðingu sem leiða kunna af verkunum.

Mótmæli eru nauðsynleg þegar málstaðurinn er góður. Þessi aðgerð sem beindist gegn tilraunasatarfsemi undir ströngu eftirliti er vægast sagt mjög illa ígrunduð og er fremur til að spilla málstað þeirra sem hlut eiga að máli.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.8.2009 kl. 10:52

10 identicon

Þú hefur oft verið duglegur að fjalla um umhverfismál og oft hef ég verið sammála. En núna þegar gríðarlega stórt mál er í uppsiglingu þá segir þú ekkert.

Það er eins og þú veljir bara að fjalla um "góðu" málefni samfylkingarinnar. Það finnst mér slæmt því það er mikilvægt að umhverfisvernd sé ávalt á stefnuskránni, ekki bara í kringum kostningar. 

Sólveig (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 09:21

11 Smámynd: Morten Lange

Sæll Dofri,

Þú ert flottur stjórnmálamaður  og ég held að þú gerir góða hluti meðal annars fyrir hjólreiðar. 

En í málinu um erfðabreyttar plöntur held ég að það þurfi að fara með talsvert gát.  Það er svo mikið í húfi.  Og vísindamenn eru langt frá því að vera sammála um að það sé ráðlegt að "sleppa" erfðabreyttar plöntur (út í / eða við náttúrunni) .  Orðalagið sleppa kemur úr opinberri málnotkun á þessu sviði, bara svo það sé haldið til haga. 

Ég hvet alla sem hafa minnsta áhuga á efninu að kíkja á :

http://www.twnside.org.sg/title/gmo-cn.htm

http://www.i-sis.org.uk/FAQ.php 

http://video.google.com/videosearch?q=vandana%20shiva%20gmo

En það er sennilega þannig að upphrópanir um ORF sem miða við reynslu af meðal annars Monsanto, eiga varla við.  Menn eru að fullyrða hlutir sem virðist ganga of langt.  En það er ekki í anda leitar að sannleikanum að afskrifa stóru meginsjónarmiði vegna þess að sumir af þeim sem eru að tala mál þess, séu að standa sér illa, eða jafnvel ýkja hlutina.  Í leit að sannleika á maður að leita að bestu rökunum og mótrökunum ekki þeim lélegustu. 

Já það er nóg af verðugum verkefnum, og fræðsla um GMO / erfðabreyttar lífverur er eitt af því mikilvægara. 

Þetta er pínulítið á handahlaupum hjá mér , en hér er að lokum smá úrdráttur úr FAQ -greininni :

"The process of insertion is uncontrollable and entirely random. The genetic engineer cannot yet target the insert to a specific site in the genome, nor preserve the intended structure of the insert itself. This results in many unpredictable and unintended effects. Depending on where in the genome and in what form the foreign genetic material is inserted, the resultant GMO will have distinctly different properties. The insert could jump into a gene of the host and disrupt its function, or the strong promoter signals in the construct could lead to inappropriate over-expression of host genes."

Morten Lange, 27.8.2009 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband