Þau hafa ekkert lært

Hátt í ár hefur þessi hlutur OR í HS orku verið til sölu en ekkert tilboð hefur borist annað en þetta frá Magma sem valdir einstaklingar fengu 100 milljónir fyrir að útvega. Bendir það til þess að íslenskur orkumarkaður lúti lögmálum venjulegrar samkeppni? Ætti ekki öllum að vera ljóst að samkeppnislögin eiga engan veginn við í þessu tilfelli?

Öllum er ljóst að tilboð Magma er mjög slakt. Þar tekur almenningur alla áhættu en einkaaðilinn Magma enga. Samt vill meirihlutinn ekki fara fram á lengri frest við Samkeppnisstofnun. Af hverju ekki? Telur Hannesaræskan að draumur hennar um einkavæðingu orkufyrirtækjanna sé loks að rætast?

Ekki hefur verið upplýst hver á skúffufyrirtækið sem Magma stofnaði í Svíþjóð til að kaupa hlut OR í HS orku. Þar sem er REI-kur leynist oft eldur. Sporin hræða. Hvar er Finnur?


mbl.is Sala í HS Orku samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

Vá hvað þetta er slakt blogg minn kæri, hvar er hinn sanni Samfylkingarmaður?

Áslaug Friðriksdóttir, 15.9.2009 kl. 19:34

2 identicon

Gamalt kínversk máltæki segir:

Fyrir alla muni segðu öllum hvað þú ert góður , vertu bara viss um að hafa sýnt það fyrst.

Þessvegna spyr ég hversu margir þingmenn og borgarfulltrúar aka um á metan eða rafmagnsbíl?

sæmundur (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 20:28

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Mótmælendur á pöllum borgarstjórnar eru að gera hróp að röngum aðila. Ef fólkið er á móti því að leigja orkulindirnar á Suðurnesjum þá er Orkuveitan og meirihlutinn í borgarstjórn ekki rétti aðilinn að skamma. Reykvíkingar hafa ekki umráð yfir þeim orkuréttindum. Það eru sveitarfélög á Suðurnesjum sem þegar hafa samið um nýtingu orkulindanna.

Ef fólkið er á móti því að leigja orkulindirnar í svo langan sem raunin er - það er til 65 ára - þá eiga þeir ennþá síður að gera hróp að meirihlutanum í borgarstjórn. Þeir eiga að gera hróp að ríkisstjórninni fyrir að breyta ekki lögum þannig að leigutími á auðlindum verði styttri og að sveitarfélögunum á Suðurnesjum fyrir að nýta sér að fullu þann möguleika sem lögin gefa.

Ef fólkið er á móti því að Orkuveitan selji hlut sinn þá á það að gera hróp að samkeppnisyfirvöldum sem túlka samkeppnislög á þann hátt  raun ber og skikkaði Orkuveituna að selja. Eða þá stjórnvöldum fyrir að setja ekki sérlög um að Orkuveitan geti átt hlutinn áfram.

Ef fólkið er á móti því að Orkuveitan selji Magma Energy hlut sinn í HS Orku - þá er Orkuveitan ekki sá aðili sem skamma skal. Magma Energy er eini aðilinn sem hefur gert tilboð. Fólkið á að skamma ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki inn í samninginn - eða það á að skamma ríkisstjórnina fyrir að breyta ekki löggjöf þannig að ekki megi selja hlutinn til erlends aðila.

Hvernig sem á málið er litið - þá er fólkið á pöllunum að gera hróp að löngum aðilja.

Ein ástæða þess er reyndar augljós og hefur ekkert með sölu Orkuveitunnar á HS Orku til Magma Energy. Það er nefnilega stór hluti sem er að gera hróp að meirihlutanum í borgarstjórn vegna þess að þar er um að ræða stuðningsmenn Samfylkingar, VG og Borgarahreyfingar sem eru að hefja kosningabaráttu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og vilja fella meirihlutann í borgarstjórn hvað sem það kostar og með hvaða meðulum sem er.

Tvískinnungur Samfylkingar sem er með eina stefnu í ríkisstjórn í málinu og aðra í borgarstjórn undirstrikar þetta. Einnig það að stuðningsmenn VG  beitir sitt fólk í ríkisstjórn ekki þrýstingi til að grípa inn í á þann hátt sem ríkisstjórnin getur gert.

Við eigum eftir að sjá fleiri svona flokkspólitískar uppákomur í vetur af hálfu stuðningsmanna minnihlutans í borgarstjórn.

Hallur Magnússon, 15.9.2009 kl. 21:16

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Hallur er duglegur að betra í bætifláka fyrir sinn flokk. Það breytir ekki niðurstöðunni. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur felldu tillögu minnihlutans um að fara fram á lengri frest til að selja hlutinn í HS orku en drifu þess í stað í gegn einn versta sölusamning á almenningsverðmætum sem sést hefur í langan tíma.

Sjálfstæðismenn hafa alltaf viljað selja orkuveitur í almannaeigu svo þetta er engin nýlunda þar. Það má segja að slík einkavæðing sé sérstakt sport innan flokksins eins og sjá má af verkum þeirra suður með sjó. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins segja frá trúskiptum i sambandi við sölu á OR.

Enginn veit fyrir víst hver á skúffufyrirtækið sem er formlega að kaupa þennan hlut. Meirihlutinn felldi tillögu minnihlutans um að láta fara fram áreiðanleikakönnun á skúffufyrirtækinu. Er von að fólk velti fyrir sér hvað sé raunverulega í gangi.

Dofri Hermannsson, 15.9.2009 kl. 22:38

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Dofri.

Þú hefur ekki - frekar en aðrir - getað hrakið þann sannleik sem fram kemur í athugasemd minni.

Hins vegar hafa menn hrakist undan í flæmingi og rætt allt annað.

Skrítið!

Hallur Magnússon, 15.9.2009 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband