16.9.2009 | 09:15
Sinalco takk
Ef ég man rétt merkir forskeytið "sin" án og þessi drykkur mun því hafa merkinguna án alco sem hefur eflaust hefur verið stytting fyrir alcohol. Þegar Sinalco var upphaflega sett á markað hefur væntanlega verið talin svo mikil eftirspurn eftir góðum óáfengum drykk að framleiðendur hafa ákveðið að benda á þann eiginleika drykkjarins í nafni hans.
Alco getur hins vegar allt eins verið stytting fyrir álfyrirtæki og þar sem Íslendingar virðast vera í sérstökum áhættuhópi gagnvart álfylleríi legg ég til að þegar í stað verði hafist handa við að móta íslenska orkustefu sem gengur út á að laða hingað iðnað sem er umhverfisvænn, skilar fleiri störfum en álver og skapar meiri virðisauka í landinu. Slík stefna mætti gjarna heita Sinalco.
Stærsti álframleiðandi Kína spáir í Þeistareyki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 491071
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Heyr!
Ómar Ragnarsson, 16.9.2009 kl. 09:29
í dag yrði Sinalco væntanlega sett á markað í áldós
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 14:42
Dofri er ekki upplagt að þú farir í það að finna þetta sem þið kallið annað en ál og koma því til landsins. Maður er alltaf að bíða eftir þessu sem þið kallið annað en ál en það bólar bara ekkert á þessu.
Sveinn Þór Þorsteinsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 16:07
Sveinn minn, ég er alltaf að benda á allt mögulegt annað en það er eins og það festist ekki í hausnum á álsköllum.
Sólarkísilframleiðsla, netþjónabú, garðyrkjubú, pappaverksmiðjur, aflþynnuverksmiðjur, koltrefjaverksmiðjur og ótalmargt fleira sem væri hægt að laða hingað til landsins ef við myndum nú marka okkur stefnu um að þetta sé það sem við viljum.
En af því ekkert er ákveðið rekur allt stjórnlaust og þeir sem fyrstir koma taka allt sem þeir geta.
Þess vegna er t.d. orkfrekjan í Helguvík búin að panta alla jarðvarmaorku sem hægt er að ná út úr Reykjanesskaganum og talsvert umfram það. Það skilur lítið eftir sig, hvert starf kostar gríðarlega fjárfestingu en skilar færri störfum en nokkuð annað sem hægt væri að velja í staðinn.
Dofri Hermannsson, 16.9.2009 kl. 18:50
Chinalco og Alcoa eru fóstbræður í bransanum og sameinuðust um að kaupa stóran hlut í Rio Tinto á sínum tíma. Alcoa og Chinalco er sami grautur í sömu skál, með mikla samvvinnu sín á milli. Raunar eru venslin einnig sterk við Rio Tinto líka og að ógleymdu Magma Energy. Hefur einhver á tilfinningunni að einn og sami hagsmunaaðilinn sé í raun að reyna að sölsa undir sig orkuna hér? Það rísa allavega hárin á hnakkanum á mér.
Sveinn Þór er að vonum ákafur, því að ef okkur tækist að virkja allar sprænur landsins og meira til og tengja það allt við erlend álver, þá myndu skapast störf hér fyrir um 2% vinnuaflsins í landinu. Það er því til mikils að vinna er það ekki?
Jón Steinar Ragnarsson, 17.9.2009 kl. 08:02
Dofri minn, þú bendir á allt mögulegt milli himins og jarðar og enginn hlustar á þig. Heyr á endemi. Hér liggur kannski hundurinn þinn grafinn. Hugmyndabanki hefur verið notaður á vinnustöðum og annarstaða sem snuð, snuð sem virkar til að byrja með, ekki ólíkt og það gerir á börnin, svo vaxa menn úr grasi og gera sér grein fyrir því að það er engin mjólk í snuðinu.
Dofri minn, ef þú vilt láta taka þig alvarlega, og komast upp með að skrifa jafn yfirlætislega og þú gerir til Sveins þíns, þá verður þú eða þínir menn að koma upp með pela en ekki snuð, eitthvað sem einhverju skilar. Verkefni, ekki hugmyndir, ekki segja sólarrafhlöðuverksmiðja, bara af því að það hljómar vel. Það er ég viss um að allt þetta góða fólk sem þú vinnur með er búið að hafa samband við fyrirtæki í þessum greinum sem þú nefnir, þau hafa bara ekki áhuga á að koma hingað.
Fyrirgefðu að ég skuli skrifa til þín eins og mamma þín, við ættum kannski báðir að hætta að skrifa svona, það fer hvorugum okkar vel.
Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 08:26
Björn minn, ekki taka því sem yfirlæti þótt eignarfornafni sé bætt aftan við nafnið þitt eða Sveins. Það er gamall siður að vestan og bara af væntumþykju gert.
Afstaða þín til góðra hugmynda veldur mér hins vegar áhyggjum. Ekki síst af því ég veit að þú ert alls ekki einn um hana. Hann er oft óþarflega hávær kórinn sem kyrjar sönginn um að allt sé vonlaust nema það sem þeir þekkja fyrir.
Og af því þú talar sólarrafhlöðu og annað sem er nýtt fyrir þér niður með þeim orðum að það sé örugglega búið að hafa samband við alla þessa aðila en þeir vilji bara ekki koma hingað - þá er það ekki rétt.
Orkufyrirtækin hafa ekki litið á það sem sitt hlutverk að leita eftir slíkum viðskiptavinum. Þau hafa átt kurteislega fundi með þeim sem til þeirra hafa leitað. Þar hafa þau yfirleitt sagt þeim eins og er að sú orka sem stendur til að virkja á næstu misserum er þegar bundin álverum með viljayfirlýsingum og því ekki mikil von til þess að önnur fyrirtæki fái neitt á næstunni.
Þannig er það nú bara - og þess vegna finnst mér ekki seinna vænna að stjórnvöld setji fram orkustefnu sem hvetur orkufyrirtækin til að velja sér viðskiptavini sem menga minna, skapa fleiri störf á hvert MW og skilja eftir meiri virðisauka í landinu. Sinalco takk.
Dofri Hermannsson, 17.9.2009 kl. 09:32
Nú er ég partur af háværum kór sem þekkir fátt og óttast nýjungar. Yfirgengileg væntumþykja í minn garð, þakka þér fyrir að hugsa svona fallega til mín.
Nú er nefnilega stund síðan þið komust að borðinu, og enn talið þið eins og að þið hafið ekkert um neitt að segja, ekki ólíkt verkstjóra í frystihúsi fyrir vestan sem lætur hafa það eftir sér að að starfsfólkið geri ekkert af því sem hann biður þær um að gera. Þessi maður er ekki verkstjóri, hann er maður sem spjallar við kerlingarnar, og í raun óþarfur. Er ekki kominn tími til að hætta að tala um hlutina, og gera þá þess í stað. Umræðustjórnmál! Í stjórn með VG ætti nú að vera hægt að framfylgja hugðarefnunum, nú er vestfirski verksjórinn nefnilega komin með hóp starfsmanna sem eru tilbúin að breyta til, en samt breytist ekkert hjá honum. Annaðhvort eru hugmyndirnar ekki raunhæfar, eða að hann er ekki rétti maðurinn í starfið, sérð þú einhvern annan vinkil á málinu.
Enn og aftur, ég og kórinn höfum ekkert á móti lögunum, við höfum oft orðið spennt yfir þessum nýju lögum sem okkur langaði til að æfa okkur á, en enn eina ferðina mætir kórstjórinn án nýju söngbókanna en heldur áfram að tala um öll þessi skemmtilegu nýu lög frá útlandinu. Það er ljúft að láta sig dreyma! Er von þó kórinn hætti að lokum að láta sig dreyma um nýju söngbækurnar sem aldrei koma, hversu mikið sem þau langar að syngja þessi nýmóðins lög og einbeiti sér þess í stað að sálmunum hans Hallgríms. Kórstjórinn heldur svo áfram að skamma kórinn fyrir skort á víðsýni og greind, því hann nennir ekki að fabúlera lengur með honum.
Þið eruð við stýrið núna, eins og sagt er í útlandinu, "Shit, or get off the potty".
Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.