Sinalco takk

Ef ég man rétt merkir forskeytið "sin" án og þessi drykkur mun því hafa merkinguna án alco sem hefur eflaust hefur verið stytting fyrir alcohol. Þegar Sinalco var upphaflega sett á markað hefur væntanlega verið talin svo mikil eftirspurn eftir góðum óáfengum drykk að framleiðendur hafa ákveðið að benda á þann eiginleika drykkjarins í nafni hans.

Alco getur hins vegar allt eins verið stytting fyrir álfyrirtæki og þar sem Íslendingar virðast vera í sérstökum áhættuhópi gagnvart álfylleríi legg ég til að þegar í stað verði hafist handa við að móta íslenska orkustefu sem gengur út á að laða hingað iðnað sem er umhverfisvænn, skilar fleiri störfum en álver og skapar meiri virðisauka í landinu. Slík stefna mætti gjarna heita Sinalco.


mbl.is Stærsti álframleiðandi Kína spáir í Þeistareyki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Heyr!

Ómar Ragnarsson, 16.9.2009 kl. 09:29

2 identicon

í dag yrði Sinalco væntanlega sett á markað í áldós

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 14:42

3 identicon

Dofri er ekki upplagt að þú farir í það að finna þetta sem þið kallið annað en ál og koma því til landsins.  Maður er alltaf að bíða eftir þessu sem þið kallið annað en ál en það bólar bara ekkert á þessu.

Sveinn Þór Þorsteinsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 16:07

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sveinn minn, ég er alltaf að benda á allt mögulegt annað en það er eins og það festist ekki í hausnum á álsköllum.

Sólarkísilframleiðsla, netþjónabú, garðyrkjubú, pappaverksmiðjur, aflþynnuverksmiðjur, koltrefjaverksmiðjur og ótalmargt fleira sem væri hægt að laða hingað til landsins ef við myndum nú marka okkur stefnu um að þetta sé það sem við viljum.
En af því ekkert er ákveðið rekur allt stjórnlaust og þeir sem fyrstir koma taka allt sem þeir geta.

Þess vegna er t.d. orkfrekjan í Helguvík búin að panta alla jarðvarmaorku sem hægt er að ná út úr Reykjanesskaganum og talsvert umfram það. Það skilur lítið eftir sig, hvert starf kostar gríðarlega fjárfestingu en skilar færri störfum en nokkuð annað sem hægt væri að velja í staðinn.

Dofri Hermannsson, 16.9.2009 kl. 18:50

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Chinalco og Alcoa eru fóstbræður í bransanum og sameinuðust um að kaupa stóran hlut í Rio Tinto á sínum tíma. Alcoa og Chinalco er sami grautur í sömu skál, með mikla samvvinnu sín á milli. Raunar eru venslin einnig sterk við Rio Tinto líka og að ógleymdu Magma Energy. Hefur einhver á tilfinningunni að einn og sami hagsmunaaðilinn sé í raun að reyna að sölsa undir sig orkuna hér?  Það rísa allavega hárin á hnakkanum á mér.

Sveinn Þór er að vonum ákafur, því að ef okkur tækist að virkja allar sprænur landsins og meira til og tengja það allt við erlend álver, þá myndu skapast störf hér fyrir um 2% vinnuaflsins í landinu. Það er því til mikils að vinna er það ekki?

Jón Steinar Ragnarsson, 17.9.2009 kl. 08:02

6 identicon

Dofri minn, þú bendir á allt mögulegt milli himins og jarðar og enginn hlustar á þig.  Heyr á endemi.  Hér liggur kannski hundurinn þinn grafinn.  Hugmyndabanki hefur verið notaður á vinnustöðum og annarstaða sem snuð, snuð sem virkar til að byrja með, ekki ólíkt og það gerir á börnin, svo vaxa menn úr grasi og gera sér grein fyrir því að það er engin mjólk í snuðinu. 

Dofri minn, ef þú vilt láta taka þig alvarlega, og komast upp með að skrifa jafn yfirlætislega og þú gerir til Sveins þíns, þá verður þú eða þínir menn að koma upp með pela en ekki snuð, eitthvað sem einhverju skilar.   Verkefni, ekki hugmyndir, ekki segja sólarrafhlöðuverksmiðja, bara af því að það hljómar vel.  Það er ég viss um að allt þetta góða fólk sem þú vinnur með er búið að hafa samband við fyrirtæki í þessum greinum sem þú nefnir, þau hafa bara ekki áhuga á að koma hingað.

Fyrirgefðu að ég skuli skrifa til þín eins og mamma þín, við ættum kannski báðir að hætta að skrifa svona, það fer hvorugum okkar vel. 

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 08:26

7 Smámynd: Dofri Hermannsson

Björn minn, ekki taka því sem yfirlæti þótt eignarfornafni sé bætt aftan við nafnið þitt eða Sveins. Það er gamall siður að vestan og bara af væntumþykju gert.

Afstaða þín til góðra hugmynda veldur mér hins vegar áhyggjum. Ekki síst af því ég veit að þú ert alls ekki einn um hana. Hann er oft óþarflega hávær kórinn sem kyrjar sönginn um að allt sé vonlaust nema það sem þeir þekkja fyrir.

Og af því þú talar sólarrafhlöðu og annað sem er nýtt fyrir þér niður með þeim orðum að það sé örugglega búið að hafa samband við alla þessa aðila en þeir vilji bara ekki koma hingað - þá er það ekki rétt.

Orkufyrirtækin hafa ekki litið á það sem sitt hlutverk að leita eftir slíkum viðskiptavinum. Þau hafa átt kurteislega fundi með þeim sem til þeirra hafa leitað. Þar hafa þau yfirleitt sagt þeim eins og er að sú orka sem stendur til að virkja á næstu misserum er þegar bundin álverum með viljayfirlýsingum og því ekki mikil von til þess að önnur fyrirtæki fái neitt á næstunni.

Þannig er það nú bara - og þess vegna finnst mér ekki seinna vænna að stjórnvöld setji fram orkustefnu sem hvetur orkufyrirtækin til að velja sér viðskiptavini sem menga minna, skapa fleiri störf á hvert MW og skilja eftir meiri virðisauka í landinu. Sinalco takk.

Dofri Hermannsson, 17.9.2009 kl. 09:32

8 identicon

Nú er ég partur af háværum kór sem þekkir fátt og óttast nýjungar.  Yfirgengileg væntumþykja í minn garð, þakka þér fyrir að hugsa svona fallega til mín. 

Nú er nefnilega stund síðan þið komust að borðinu, og enn talið þið eins og að þið hafið ekkert um neitt að segja, ekki ólíkt verkstjóra í frystihúsi fyrir vestan sem lætur hafa það eftir sér að að starfsfólkið geri ekkert af því sem hann biður þær um að gera.  Þessi maður er ekki verkstjóri, hann er maður sem spjallar við kerlingarnar, og í raun óþarfur. Er ekki kominn tími til að hætta að tala um hlutina, og gera þá þess í stað.  Umræðustjórnmál! Í stjórn með VG ætti nú að vera hægt að framfylgja hugðarefnunum, nú er vestfirski verksjórinn nefnilega komin með hóp starfsmanna sem eru tilbúin að breyta til, en samt breytist ekkert hjá honum.  Annaðhvort eru hugmyndirnar ekki raunhæfar, eða að hann er ekki rétti maðurinn í starfið, sérð þú einhvern annan vinkil á málinu.

Enn og aftur, ég og kórinn höfum ekkert á móti lögunum, við höfum oft orðið spennt yfir þessum nýju lögum sem okkur langaði til að æfa okkur á, en enn eina ferðina mætir kórstjórinn án nýju söngbókanna en heldur áfram að tala um öll þessi skemmtilegu nýu lög frá útlandinu.  Það er ljúft að láta sig dreyma!  Er von þó kórinn hætti að lokum að láta sig dreyma um nýju söngbækurnar sem aldrei koma, hversu mikið sem þau langar að syngja þessi nýmóðins lög og einbeiti sér þess í stað að sálmunum hans Hallgríms.  Kórstjórinn heldur svo áfram að skamma kórinn fyrir skort á víðsýni og greind, því hann nennir ekki að fabúlera lengur með honum.  

Þið eruð við stýrið núna, eins og sagt er í útlandinu, "Shit, or get off the potty". 

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband