Ég efast

Ég hef ekki trú á að þessi frétt sér rétt og ekki heldur fréttir úr sama ranni nýverið um að verð fasteigna sé að hækka. Fólk hefur verið að skiptast á eignum á einhverju 2007 verði og því hefur skráð verð í sölusamningum verið miklu hærra en markaðsverð.

Inn í þessa frétt um fjölgun samninga vantar upplýsingar um hvað mikið af þessum samningum eru makaskiptasamningar og hvort eitthvað af samningunum má rekja til nauðungarsamninga. Eða eru erlendir aðilar kannski farnir að sýna fasteignum hér áhuga?

Staðreyndin er sú að verð á fasteignum hefur hrunið enda var hækkunin á fasteignaverði undanfarin ár alveg glórulaus. Ástandið var orðið þannig að það gat enginn keypt sér sæmilega íbúð á höfuðborgarsvæðinu nema vera milljónamæringur eða steypa sér tugmilljóna skuldir. Það er ástand sem gengur ekki upp og engin ástæða til að stefna að þótt auðvitað sé varanleg verðlækkun fasteigna sár fyrir þá sem keyptu rétt áður en bólan sprakk.

Það sem alltaf hefur vantað hér á landi - og Samfylkingin lagði þunga áherslu á fyrir borgarstjórnarkosningar 2006 - er traustur leigumarkaður fyrir fólk eftir að skólagöngu lýkur. Hann til í öllum nágrannalöndum okkar og er algengasta val ungra fjölskyldna sem eru að hefja sinn starfsferil, eignast börn og safna sér peningum fyrir útborgun í íbúð.

Einhverra hluta vegna hafa lífeyrissjóðir á Íslandi ekki sýnt þessu mikilvæga máli áhuga. Hafa líklega talið betra fyrir launafólk að ávaxta peningana annars staðar. Dæmi hver fyrir sig.


mbl.is Fasteignamarkaðurinn loksins að taka við sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála. Blaðamennska hér á landi er á lágu plani. Það vantar alla krítíska hugsun og fleiri hliðar á málið. Nánast öllum sem ég tala við ber saman um það að fasteignaverð muni lækka meira og verða lágt lengi. Seljendur eru ennþá að setja allt of há verð á eignir. Verð á fasteignum verður að vera þannig að venjulegt fólk ráði við að kaupa. Annars virkar markaðurinn ekki.

Jóhann E. (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband