Andstreymi frjálshyggjunnar í Andríki

Nú gæti farið að hitna undir frjálshyggjukrökkunum á www.andriki.is . Línan sem Davíð át upp eftir Bush og frjálshyggjukrakkarnir átu upp eftir Davíð um að loftslagsbreytingar væru ýkjur, ekki vandamál og alls ekki af manna völdum virðist vera að tapa vinsældum sínum, jafnvel í upprunalandinu.

Æ fleiri taka undir með þeim sem líta ekki aðeins á þetta sem ógn við vistkerfi jarðar, heldur einnig við efnahag heilu heimssvæðanna, ógn við líf og limi hundruða milljóna manna, ógn við heimsfriðinn. Nú síðast framkvæmdastjórar 9 af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna sem skora á Bush að taka á þessu gríðarlega hnattræna vandamáli í stað þess að stinga hausnum í sandinn. Sumir telja að hann muni tilkynna um slíkar aðgerðir í ræðu til þjóðarinnar í nótt. Þá er nú fokið í flest skjól fyrir frjálshyggjukrakkana. Andstreymið algjört.

Samfylkingin hefur lengi lagt mikla áherslu á að beitt verði hagrænum hvötum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, sett verði markmið um samdrátt í losun og að staðið verði við Kyoto. Þetta má sjá í landsfundasamþykktum flokksins og tillögum þingflokksins, Fagra Ísland, þar sem er að finna metnaðarfullan kafla um loftslagsmál.

Það er töluvert annar bragur en hjá núverandi ríkisstjórn sem enn hefur ekki sett sér nein markmið og engar reglur t.d. varðandi losunarheimildir stóriðju en reynir að svindla sér út úr samkomulaginu með lágkúrulegum reiknibrellum.

Innrætingameistari þeirra Illuga Gunnarssonar og Sigríðar Andersen í þessum efnum hefur skililð sakleysingjanna eftir niðri á láglendinu, á tröppum gamla steinhússins við Austurvöll, með innprentaðar afneitunarræður, þýddar beint úr munni stórvinar hans Bush. Davíð hafði hins vegar vit á að forða sér upp á efstu hæð í Seðlabankanum áður en yfirborð sjávar færi að hækka.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það voru líka afar margir vísindamenn með ólíkan bakrgrunn og nálgun á viðfangsefnið sem komust að því að Kommúnisminn væri besta lausn allra vandamála!!

 Þannig að vitleysan er ekkert betri fyrir það þótt margir tali fyrir henni?

Byggingaverkamaður (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 13:58

2 identicon

Já stundum eiga menn að hugsa áður en þeir tala Dorfi minn: http://blogg.frjalshyggja.is/archives/2007/01/etta_me_grourhu.php#more

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 15:00

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Takk fyrir þetta Vilhjálmur. Þetta slær m.a.s. loftslagsáhrif-eru-ekki-til-pistlana á Andríki út. Hvet lesendur til að kynna sér þennan stórskemmtilega pistil sem er frá 10. janúar 2007 - glóðvolg afurð ungfrjálshyggjunnar. Þetta með gróðurhúsaáhrifin og stjórnmálaumræðuna

Dofri Hermannsson, 23.1.2007 kl. 15:19

4 Smámynd: Sjensinn Bensinn

Sæll, vandi þessara umræðu er að það er erfitt að sanna hvað er að gerast. Nú er Dorfmeister aðeins að reyna að vera vitur eftir á en það er t.d. er enn ósannað að yfirborð sjávar fari hækkandi, sumar mælingar styðja, aðrar ekki.   Það var ekki fyrr en við kjarnamælingar á Grænlandsjökli að hægt var að vera með óhyggjandi sannanir (þar til þær verða ósannaðar) um að loftslagshiti fari hækkandi. Þessar sannananir voru amk svo góðar að ég trúði þeim, þ.e. að hiti færi hækkandi, þarna var verið að gera mælingar á sama stað, á sama hátt, undir ströngu eftirliti sama aðila og lítið um önnur áhrif sem geta mengað sýnin.  Ekki jón veðurfræðingur í Gilsfirði að labba í dag kl 10 og á morgun kl 13. 

Fylgni CO2 virðist vera í sama hlutfalli og hækkun hitans en ógerlegt er að vita hvað er afleiðing og hvað er orsök.  þ.e er hækkandi hiti ástæða fyrir meiri CO2 mælinugum eða er meiri CO2 ástæða fyrir hærri hita.  

Þegar stórt er spurt.  

Sjensinn Bensinn, 23.1.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband