Kominn tími til að skipta?

Hér gefur að líta myndband Ungra jafnaðarmanna - skemmtileg upprifjun á ýmsu því helsta frá síðustu 12 árum 

 

Fyrir þá sem eru í þörf fyrir eitthvert mótvægi getur verið nauðsynlegt að skoða þetta myndband sem er kallað Rauða hættan og mér virðist ættað frá ungum frjálshyggjumönnum. Músikin er skemmtileg og myndbandið vakti mér líka kátínu - góða skemmtun!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei það þarf ekkert að "debatta" um það.. fyrra myndbandið stóð algjörlega uppi, enda voru þar bara staðreyndir á borði meðan það seinna var bara þessi týpiski hræðsluáróður sem allir vita að eru hreinar ímyndaðar djöflaborgir Íhaldsins..  Glæsilegt myndband hjá ungu Samfylkingunni!

Björg F (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 18:32

2 identicon

Ruglaðirðu ekki einhverju saman Skúli? Mér sýndist fyrra myndbandið að mestu leyti vera upprifjun, fréttir og bein viðtöl. Hitt flokkast að sjálfsögðu undir hræðsluáráður. Þeir ætla... þeir munu... Virkar svolítið örvæntingarfullt og ég skil ekki hvernig hækkun lágmarkslauna eykur atvinnuleysi ungs fólks.

Eydís Hörn (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 19:52

3 Smámynd: Páll Einarsson

gaman að íhaldið api eftir...

Hvaða hræðsla er þetta svo í fólki að það meigi ekki hefja viðræður við Esb! næ þessu ekki, við erum ekkert skuldbundin að semja við þá.  

kveðja,

Páll Einarsson, 9.5.2007 kl. 00:37

4 Smámynd: Ingólfur

Það varpar ákveðnu ljósi á Skúla að hann skuli taka undir myndbandi sem er fullt af óstuddum fullyrðingu á borð við "Félagshyggjan mun drepa íslenskt atvinnulíf" og "Vinstristjórn mun hefta tjáningafrelsi einstaklinga enn frekar". Reyndar er þessi seinni ágæt því hún minnir okkur á gerðir stjórnar sem bannar mótmæli og leggur niður stofnanir sem benda á óþægilegar staðryndir.

Ingólfur, 9.5.2007 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband