Meira svona

Það var lengi vel lenskan að senda börnin ekki í framhaldsskóla af því að þá flytja þau auðvitað bara burt úr héraðinu. Að mörgu leyti skiljanleg en kannski dálítið skammsýn og eigingjörn afstaða.

Sama heyrist stundum frá fyrirtækjum sem þegar talið berst að sí- og endurmenntun.

Internetið gerir allar veglendir jafnar er stundum sagt. Þetta gildir auðvitað ekki um fiskútflutning eða aðra efnislega flutninga en gerir býsna mörgum kleift að stunda vinnu sína að mestu eða öllu leyti óháð staðsetningu - svo framarlega sem góð nettenging er fyrir hendi.

Á Höfn hefur tekist að koma upp stemningu í kringum Nýheima, þekkingarmiðstöð svæðisins. Þar vinna um 40 manns við ólík störf sem skapar skemmtilega fjölbreytni og deiglu hugmynda þegar fólkið hittist yfir kaffibollanum.

Meira svona. 


mbl.is Ný hugsun í byggðamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband