Reynslusaga úr Hjólað í vinnuna

Á heimasíðu "Hjólað í vinnuna" er óskað eftir reynslusögum úr átakinu. Hér er ein frá Betri helmingnum. 
Oddviti Samfylkingarinnar, Dagur B Eggertsson, átti erindi upp í Vegagerð ríkisins í morgun og fór að sjálfsögðu þangað á hjólhesti sínum. Þegar þangað kom áttaði hann sig á því að hjá Vegagerð ríkisins er engin hjólagrind! Segir það okkur eitthvað?!
Þess má geta í framhjáhlaupi að samkvæmt lögum ber samgönguyfirvöldum ekki að leggja hjólastíga meðfram stofnbrautum. Ef borgarbúar vildu gera hross að samgöngutæki sínu myndi þetta horfa öðru vísi við.
Samgönguyfirvöldum er nefnilega skylt að leggja reiðvegi meðfram þjóðbrautum!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt stykki hjólagrind í vegagerð... skilaðu því til KLM kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

....eða hestastein....

Haraldur Bjarnason, 7.5.2008 kl. 23:47

3 identicon

Ég sá ekki betur í fyrradag en að hross séu enn til brúks í borgarumferðinni og jafnvel innan veggja opinberra stofnanna.  Mér varð þá hugsað til ákvæðis í lögreglusamþykkt Reykjavíkur sem á greinilega fullan rétt á sér en því miður verið tekið þar út. þar stóð orðrétt, að mig minnir svona:  "Í þéttbýli má eigi aka eða ríða hraðar en á hægu brokki og lögreglan getur ákveðið að aðeins skuli farið fet fyrir fet."  

Snorri Sigurjónsson (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband