Umhverfissamtök fjölmenna í Teigsskóg í Þorskafirði

TeigsskógurGræna netið, Landvernd, Fuglaverndarfélag Íslands, Náttúruverndarsamtök Íslands og heimamenn í Reykhólasveit efna til gönguferðar um Teigsskóg í Reykhólasveit í Barðastrandarsýslu laugardaginn kemur.

Lagt verður upp frá Gröf í Þorskafirði klukkan 13.00 þar sem Gunnlaugur Pétursson býður göngufólk velkomið og segir frá áformum Vegagerðarinnar um veglagningu um landnámsskóginn og umhverfisáhrifum hennar. Á áningarstöðum sýna Einar Þorleifsson frá Fuglavernd og Gunnlaugur Pétursson ferðalöngum fugla, blóm og jurtir m.a. ferlaufunginn og krossjurtina sem fundist hafa í skóginum. Ferðin endar í hlaðvarpanum á Hallsteinsnesi þar sem sagt verður frá lifnaðarháttum arnarins sem og einu gjöfulasta arnarhreiðri á landinu sem er að finna í Djúpafirði. Gönguferð um skóginn tekur um þrjár klukkustundir.

Leiðsögn um skóginn er göngufólki að kostnaðarlausu. Skráning í ferðina er hjá Sigrúnu í síma 866 9376 eða sigrunpals@landvernd.is

Upplýsingar um svæðið með kortum: www.westfjords.is/index.php/services/listings/C11
Sjá einnig: www.gisting.is/?gid=274

Þeir sem vilja prjóna við ferðina og gista er bent á að mikið er af gististöðum í Reykhólasveit og bendum við áhugasömum á eftirtalda möguleika:

Gisting:

Hótel Bjarkalundur
Uppábúið rúm fyrir tvo er á kr. 8500 með morgunverði. Svefnpokapláss með morgunverði kr. 3000.
http://www.bjarkalundur.is/
Sími 434-7762
Gistiheimilið Álftaland
http://www.alftaland.is/
Sími 434-7878
Miðjanes, ferðaþjónusta bænda
Sími 434-7787, 893-7787

Við hvetjum fólk til að sameinast um bifreiðar.  Ef einhvern vantar pláss hafið samband við Sigrúnu í síma 866 9376

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Baráttukveðjur til Teigsskógarfara

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.7.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband