Í kafi!

"Hvað geturðu verið lengi í kafi?" spyrja krakkar hver annan í sundi. Það er skemmtilegur leikur að reyna að keppa um það hver getur verið lengst án þess að nota súrefni.

Þetta er ekki skemmtilegur leikur þegar út í alvöruna er komið. Staðreyndin er sú að gjaldmiðilskreppan er að drekkja heimilunum, fyrirtækjunum og sveitarfélögum. Sú staðreynd að enginn veit í raun hvort evran kostar 150, 250, 350 eða 450 krónur slær allar áætlanir út af borðinu.

Þess vegna er það langbrýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar að ná stöðugleika í gjaldeyrismálum. Það má ekki taka lengri tíma en fyrirtækin, heimilin og sveitarfélögin geta "verið í kafi".

Um síðustu mánaðarmót áttu sum stór sveitarfélög varla fyrir útborgun launa. Mörg skuldlaus fyrirtæki í góðum rekstri sjá fram á hrun af því viðskipti með gjaldmiðilinn eru í molum. Um heimilin þarf ekki að fjölyrða.

Því miður virðist IMF planið ekki vera að smella. Flestir virðast sammála um að þótt nauðsynleg lán fengjust muni krónan falla mikið a.m.k. til að byrja með. Það er skuggalegt. Nú þarf að hugsa út fyrir kassann. Hratt.


mbl.is Mörg fyrirtæki eru tæknilega gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það sem er í gangi er að Íslendingar skrifuðu undir EES samninginn. Með honum fengum við sömu aðstöðu og ESBlöndin að mestu leyti. Það vissu stjórnmálamenn´og þeir sem notuðu þann samning. (ÞEIR ÁTTU AÐ VITA ÞAÐ, ENDA NOTAÐI “ÚTRÁSIN” ÞAÐ).

Með undirskriftinni gengust íslendingar undir það að íslendingum (...og íslenskum bönkum) væri ekki mismunað ( VEGNA ÞJÓÐERNIS).

Nú vilja ÍSLENSK STJÓRNVÖLD MISMUNA ÍSLENSKUM OG ERLENDUM SPARISJÓÐSEIGENDUM HJÁ SAMA FYRIRTÆKI!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:14

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kære modtager,

Jeg er en Islanding. Jeg har været kunde i Roskilde bank i mange aar, naar jeg
boede i Danmark. Nu er jeg flyttet tilbage til Island og har boet her siden
2004.

Jeg vil gærne spörge om jeg kan igen have en konto i DK, hos jer?

Situasjonen her í Island er forfærdelig med denne værdilöse krone som vi har!

Et halvt aar siden var ein Dkr 11 isl.kroner, nu er den næsten 23!

Ingen her vil længere have denne toiletpapir for en valuta, saa jeg haaber jeg
kan have en konto hos jer?

Kærlig hilsen,
Anna Benkovic Mikaelsdóttir

PS; Mit CPR-numer i DK er 181163-2364

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:46

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það er bara takmarkað hvað hægt er að halda höfðinu lengi í kafi, það er rétt!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.11.2008 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband