Á hátíđ hćkkandi sólar

Á ţessari fornu upprisuhátíđ sólarinnar er viđ hćfi ađ deila međ bloggvinum ljóđinu Kyssti mig sól eftir Guđmund Böđvarsson. Ljóđiđ semur Guđmundur ţegar ástir hafa tekist međ honum og Ingibjörgu Sigurđardóttur í Hvammi í Hvítársíđu sem svo varđ eiginkona hans.

Hann var ţá 25 ára en hún 18 ára og ef marka má ljóđiđ hefur honum ţótt útlitiđ svart og hann ekki hafa nógu bjarta framtíđ ađ bjóđa stúlkunni sem hann unni. Slíkar áhyggjur eru víst ekki nýjar af nálinni. Bođskapurinn er ţó sá ađ vonin, ástin og kossar sólarinnar geta flestu breytt til betri vegar. Nokkuđ sem alltaf er gott ađ hafa í huga, kannski ekki síst nú.


Kyssti mig sól

Kyssti mig sól og sagđi:
Sérđu ekki hvađ ég skín?
Gleymdu nú vetrargaddinum sára,
gleymdu honum, ástin mín.
Nú er ég átján ára.

Ţá dunađi haustsins harpa
í hug mínum ţungan slátt.
Ţví spurđi ég: Geturđu gleymt ţessum rómi
sem glymur hér dag og nátt
og býr yfir dauđadómi?

Ţví blađmjúkra birkiskóga
bíđur lauffall og sorg,
og vorhuga ţíns bíđa vökunćtur
í vetrarins hljóđu borg
viđ gluggana frosna ţú grćtur:

Ţá hló hún inn í mitt hjarta
hár mitt strauk hún og kvađ:
Horfđu í augu mín, ef ţú getur,
ástin mín, gerđu ţađ -
og segđu svo: Ţađ er vetur.

Ţá sviku mig rökin og síđan
syngur í huga mér
hinn hjúfrandi blćr og hin hrynjandi bára,
hvar, ó, hvar sem ég fer:
Nú er ég átján ára.


Gleđileg jól, kćru bloggvinir, og óskir um marga sólarkossa á nýju ári.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ţakka ţér fyrir ađ sýna okkur ţetta hugljúfa ástarljóđ meistarans.

Guđmundur Böđvarsson var röddin sem Ísland notađi til ađ tala viđ sín heimsku börn. En okkur gleymdist flestum ađ hlusta og svo yfirgnćfđi skarkali grćđginnar ţessa rödd.

Gleđileg jól!

Árni Gunnarsson, 25.12.2008 kl. 14:12

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Takk fyrir ţetta fallega ljóđ.

Úrsúla Jünemann, 26.12.2008 kl. 14:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband