Tilkynning

Það er víst ekki nóg að hrópa bara af hliðarlínunni ef maður vill sjá breytingar. Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér til starfa á Alþingi í komandi kosningum.

Þetta tilkynnti ég í Grafarvogsblaðinu sem kom út núna í morgun með þessari fréttatilkynningu:

Ég, Dofri Hermannsson, býð mig fram í 5.-6. sæti í Reykjavík fyrir Samfylkinguna í komandi Alþingiskosningum. Mikið hefur verið rætt um þörf á endurnýjun á Alþingi eftir bankahrunið og með framboði mínu vil ég leggja mitt af mörkum til að svo megi verða.

Ég hef undanfarin ár beitt mér fyrir umhverfisvernd og nýsköpun í atvinnumálum með áherslu á hátækni- og sprotafyrirtæki, ferðaþjónustu, menningar- og listastarf.

Á vettvangi borgarmála hef ég talað fyrir nýrri hugsun í samgöngum borgarinnar. Að auðvelda umferð gangandi og hjólandi í styttri ferðum og gera strætó að raunhæfum valkosti við bílinn í stað þess að reisa tröllauknar slaufur og láta hraðbrautir skera í sundur gróin hverfi. Með því má auka hagkvæmni í samgöngum og stuðla að auknum lífsgæðum í hverfum borgarinnar.

Svo er bara að sjá hvað verður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þetta. Gangi þér vel.

Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 11:33

2 identicon

Stórkostlegt hr. Dofri þú sem einn af lykilsmiðum í náttúruverndar- og sprotastefnu Samfylkinginarinnar átt að vera í forystusveit flokks þíns. Það er vonandi að þú fáir flokksfélaga Samfylkingarinnar til að vera samstíga í þessum málum.

Gangi þér vel vinur

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 11:46

3 identicon

Gott hjá þér þó þú sért ekki í uppáhaldsflokknum mínum;o)

Góður drengur sem munt án efa reynast samfélaginu vel.

Gangi þér vel í slagnum.

kv

stv

Sigurður T. Valgeirsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 12:21

4 identicon

Frábært Dofri! Vonandi heldur þú umhverfisstefnu flokksins hátt á lofti - vonandi er auðvitað bull því ég veit að þú munt gera það.

Flott Dofri!

Helga Vala (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 12:27

5 identicon

Græningjann á þing!  :) gangi þér vel kæri félagi!

Bryndís Ísfold (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 12:39

6 Smámynd: Morten Lange

Gott hjá þér, Dofri !  Þínar áherslur eru þörf á Alþingi.

Morten Lange, 12.2.2009 kl. 12:43

7 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Flott hjá þér. Þín er þörf í framtíðarþjóðfélaginu. Gangi þér vel.

Úrsúla Jünemann, 12.2.2009 kl. 12:48

8 identicon

Hvaða metnaðarleysi er þetta kæri vinur, þú ferð ekki inn á þing í 5-6 sæti, þetta er svona eins og að lenda í öðru sæti á ólympíuleikunum, 1-3 sæti Dofri og ekkert helvítis fokk, ef það á að breyta einhverju verðið þið Samfylkingarfólk að henda þessu liði sem fer fyrir flokknum og hefur setið í kjöltu sjáldstæðisflokksins á þingi, ný andlit. Gangi þér vel, alltaf sárt að sjá á eftir góðu fólki inn á þing samt. Sjáumst í hvalnum í sumar!!!!

halldór (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 12:50

9 Smámynd: TómasHa

Gangi þér bara vel, það er gott að vita af Grafarvogsbúa á þingi í hvaða flokki sem hann er í.

TómasHa, 12.2.2009 kl. 12:56

10 Smámynd: Dofri Hermannsson

Takk fyrir traustið Dóri. Ég reikna með að Reykjavík verði áfram tvö kjördæmi svo ég er í raun að biðja um stuðning í 3ja sæti í öðru hvoru kjördæminu.

Dofri Hermannsson, 12.2.2009 kl. 13:15

11 identicon

þetta líst mér vel á.  :) 

 Ég efa ekki að þú munir ná góðum árangri.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:33

12 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gott mál Dofri. Samfylkingin þarf á mikilli endurnýjun að halda. Þú færð minn stuðning og náttúruverndarsinnar fá öflugan talsmann sem þú ert.

Sigurður Hrellir, 12.2.2009 kl. 14:25

13 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Hóværð þín er ákveðin vonbrigði.. Átt vel heima ofar en 5-6 sæti.. En ég heit þér stuðningi til góðra verka..

Ingi Björn Sigurðsson, 12.2.2009 kl. 15:33

14 identicon

Sæll Dofri. Við höfum ekkert við fleiri græningja að gera á þingi. Þú ert finn á kaffihúsunum og vertu bara áfram þar á kostnað samfylkingar að stunda þitt blogg.

hh (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 16:12

15 identicon

Gangi þér vel. Alltaf þörf á grænum þingmönnum!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 16:57

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gangi þér vel Dofri, ég mundi kjósa þig í einstaklingskosningum en er í vafa með flokkinn sem ég kaus síðast ;) og þú ert í í dag.

Óskar Þorkelsson, 12.2.2009 kl. 17:36

17 identicon

Til hamingju með framboðið Dofri og gangi þér vel. Verst að vera ekki í réttu kjördæmi.

Sigrún P (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 19:40

18 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Svo er bara að sjá hvað verður! Segir Dofri.

Það verður bara, segir Þorsteinn.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.2.2009 kl. 19:46

19 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hamingjuóskir til þín Dofri, hliðarlínan er ágæt en betra að vera í framvarðasveitinni. Gangi þér allt í haginn, æði í þessu sem öðru.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.2.2009 kl. 21:08

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Er virkilega þörf á fleiri vinstriöfgagræningjum á þingi - held ekki.

Óðinn Þórisson, 12.2.2009 kl. 22:02

21 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Glæsilegt! Við þurfum á góðu fólki að halda!

Valgerður Halldórsdóttir, 12.2.2009 kl. 22:24

22 Smámynd: Vilberg Helgason

Ánægður með þig Dofri...

Að hugsa sér að þú gætir orðið fyrsti þingmaðurinn í sögunni með "alvöru" samgönguvitund.

HVarflar að mér að skrá mig í samfylkinguna til að koma þér í sæti.... Jafnvel gerast smali.

Til hamingju með þetta.... færð góðan stuðning frá mér á blogginu mínu þegar prófkjör kemur.

Vilberg Helgason, 12.2.2009 kl. 23:36

23 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Til lukku með ákvörðunina að gefa kost á þér. En styður þú ekki persónukjör - að stilla upp óröðuðum lista? Síðan geta menn gefið þá yfirlýsingu að þeir óski eftir stuðningi í eitt af efstu sætunum. Það er ekki búið að ákveða tilhögun við val á fólki?

Setti færslu þar sem ég hvet til þess að Samfylking sýni djörfung við að innleiða persónukjör. Ég fékk reyndar nokkuð af athugasemdum frá fólki sem að er ekki mjög umhugað um velferð samfylkingarinnar.

Það væri gaman að sjá Samfylkingarfólk tjá sig hér hjá Dofra eða hjá mér um hvernig er best að ná fram fersklegri endurnýjun í flokknum. Prófkjör eru ekki góð leið, en uppstillingarnefndir enn verra.

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.2.2009 kl. 23:27

24 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Til hamingju með það Dofri!

Anna Karlsdóttir, 14.2.2009 kl. 00:10

25 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Gangi þér vel - ekki veitir af.

Ég sé fyrir mér að það verði nokkuð erfitt líf fyrir græningja á komandi kjörtímabili. Ég leyfi mér að útskýra smá. Stórvægilegt hrun og kreppa bætist ofan á landsbyggðarflótta. Á kjörtímabilinu verður því mikill þungi í kröfunni um atvinnuuppbyggingu hvers kyns. Hætt er við að þá muni kröfur um minnkandi losun og höfnun á alls kyns verksmiðjum sem losa eiga erfitt uppdráttar (og auðvitað alls óvíst að núverandi starfsstjórn haldi áfram). Atvinnuleysi eykst hröðum skrefum og flótti eykst ekki bara af landsbyggðinni heldur af landinu öllu. Ég fer ekkert nánar út í þetta Dofri, en þú mátt búast við hörðum slag næstu 3-4 árin - sem sagt allt næsta kjörtímabil.

Friðrik Þór Guðmundsson, 14.2.2009 kl. 00:26

26 Smámynd: Ingólfur

Lýst þel á þetta. Nú er einmitt þörf á því að byggja upp verðmætari atvinnuvegi og það án þess að ganga freklega á lífsgæði komandi kynslóða.

Ingólfur, 14.2.2009 kl. 13:10

27 identicon

  Væri hægt að samnýta strætó og hjólreiðar betur en gert er? T.d. stækka sætalausa svæðið aftast í vögnunum þannig að hjól +strætó verði  vinsælla  (muniði gömlu volvo strætisvagnana?)   .Við þurfum ekkert fleiri mislæg gatnamót alveg á næstunni .Bílaeign fer minnkandi svo og atvinnuþáttaka fólks(því miður).

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 08:21

28 Smámynd: Benedikt Karl Gröndal

Frábært! Þú færð minn stuðning!

Benedikt Karl Gröndal, 16.2.2009 kl. 14:14

29 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Gangi þér allt í haginn, Dofri. Það eru reyndar engar líkur á ég muni kjósa þig en mér þætti ekki verra þó þú kæmist á þing. Bæði veitir okkur úthverfabúum, sérstaklega þó Grafarvogsbúum, ekki af fleiri fulltrúum auk þess sem ég hef reynt þig að því að vera málefnalegur og ofstopalaus í pólitísku samstarfi.

Emil Örn Kristjánsson, 16.2.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband