Takk

Vil þakka öllum lesendum þessarar síðu og þeim sem hafa lagt á sig að skrifa athugsemdir við færslur fyrir skemmtilegar vikur í aðdraganda kosninganna.

Þetta hafa verið áhugaverðar vikur og ekki síst þessir síðustu dagar. Fólk hefur streymt inn á kosningaskrifstofur Samfylkingarinnar til að kryfja málin til mergjar og fá svör við ýmsum spurningum.

Það er áberandi fyrir þessar kosningar að fólk hefur almennt sett sig mjög vel inn í helstu mál og er tilbúið að bregða út af vana sínum ef málefnaleg ástæða er til. Það bæði krefjandi og skemmtilegt fyrir stjórnmálamenn því það er aðeins þegar almenningur er vel upplýstur sem lýðræðið gengur almennilega upp.

Gleðilegan kjördag!


mbl.is Kjörsókn áfram góð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Sömuleiðis Dofri minn,og njóttu kvöldsins,vonandi verður þú ánægjur með kosningar-útslitin.HA HJA HA.gleðilegt sumar. 

Jóhannes Guðnason, 25.4.2009 kl. 21:22

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Til hamingju með úrslitin...vonandi fáum við íslendingar nú að kjósa um ESB?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.4.2009 kl. 00:35

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Til hamingju með sigurinn Dofri. Vonandi finnum við friðsama og lýðræðislega lendingu í þessu ESB máli svo við vinstrisinnar getum haldið áfram með stóru málin í íslensku samfélagi.

Héðinn Björnsson, 27.4.2009 kl. 12:07

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hamingjuóskir með þær merkilegu niðurstöður sem kosningarnar skiluðu. Hlutur kvenna á þjóðþingi sá fjórði hæsti í heimi. Kjósendur vilja ESB og vinstrisinnað velferðarstjórn sem kemur hér á velferðarsamfélagi eftir norðræna módelinu. Að lenda í kreppunni er vel þess virði, miðað við þessa niðurstöðu. Stundum þarf að berja fólki utan í vegg til að vekja það til vitundar um sína eigin velferð. Ég fékk heilablæðingu 1997 sem gjörbreytti mínu lífsmunstri. Það er það besta sem mig hefur hent, ef svo má að orði kost

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.4.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband