Réttarkerfi á villigötum

Maður hlýtur að spyrja sig hvort mannafla og fjármunum réttarkerfisins sé rétt varið eftir að hafa horft á Kompás og rifjað upp alltof mörg önnur sambærileg dæmi síðustu ára. Maður spyr sig líka hvað liggur til grundvallar þegar fólk er dæmt í langt fangelsi fyrir smáþjófnað og skemmdarverk á meðan barnaníðingar og aðrir kynferðisofbeldismenn sleppa með stuttan dóm fyrir níðingsverk sín.

Það sýnir áherslunar að mannafli og fjármagn saksóknara skuli vinna dag og nótt í því að fletta risnunótum viðskiptamógúla í leit að einhverju misjöfnu á meðan rannsókn óhugnarlegustu kynferðisofbeldismála eru látin sitja á hakanum og jafnvel fyrnast.

Það sýnir líka verðmætamatið í dómskerfinu að nú á að sekta þá sem nota litaða olíu án tilskilinna leyfa. Það er gott og blessað að þarna skuli eiga að taka fast á málunum - allt að 1.5 milljón í sekt. Hins vegar sleppa menn frá vítaverðum ofsaakstri með smásektir. Af hverju er ekki harðar tekið á því? Er einhver munur á því að aka yfir á rauðu og að skjóta af riffli inni í borg? Yrði slíkum manni ekki stungið inn?

Hvar er lógíkin í þessu kerfi?


mbl.is Spurði um hugsanleg framhaldsúrræði fyrir barnaníðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband