Deilur innan Framsóknarflokksins

Björn Ingi Hrafnsson og Eygló Harðardóttir deila hart á bloggsíðum sínum. Nóttin var ekki liðin þegar Björn Ingi var af einlægum stjónrmálaáhuga farinn að leita að Suðurnesjamanni í þriðja sætið í stað Hjálmars Árnasonar. Þetta fer eðlilega fyrir brjóstið á Eygló sem fékk góða kosningu en hún bendir réttilega á að þúfupólitíkin heyri fortíðinni til.
mbl.is Segir menn í öðrum kjördæmum ekki eiga að skipta sér af uppstillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Mér fannst skrítið þegar Hjálmar sóttist eftir fyrsta sætinu.  Spurning hvort hann hafi vitað að hann ætti ekki möguleika og gert þetta svona til þess eins að hætta í pólitík.  Mér datt þetta svona í hug. 

Og þetta með Björn Inga, veit ekki hvar maður hefur hann.  Hef tekið eftir því að hann er farinn að haga sér líkt og Davíð Oddson gerði þegar hann var í viðtölum.  Kann sennilega ekki að vera hann sjálfur. 

Áslaug Sigurjónsdóttir, 22.1.2007 kl. 13:55

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Björn Ingi hefur fengið stuðning frá spunavini sínum Denna við þá hugmynd sína að ýta Eygló neðar á listann í Suðurkjördæmi. Nú er að sjá hvort Pétur Gunnarsson bætist ekki í hópinn. Hvað hafa strákarnir á móti Eygló?

Dofri Hermannsson, 22.1.2007 kl. 15:58

3 Smámynd: Guðmundur Gunnarsson

Þeir lifa í eigin veröld og hafa nú komið víða við spunadrengirnir með sínar kostulegu uppstillingar. Eygló hefur staðið sig vel og hún er greinilega eitthvað fyrir strákagenginu

Guðmundur Gunnarsson, 22.1.2007 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband