Skref aftur á bak

Það er skref aftur á bak að hækka strætófargjöldin. Kerfisbreytingarnar á Strætó sem fyrri meirihluti stóð að voru farnar að skila árangri á síðasta ári og það var athyglisvert að sjá að þegar olía og bensín hækkaði í sumar og haust fjölgaði farþegum í Strætó talsvert. Þetta sýnir að peningar skipta máli. Það sýnir líka reynsla Akureyringa af því að hafa ókeypis í Strætó.

Það þarf hugarfarsbreytingu á meðal almennings gagnvart samgöngum í borginni. Eins og staðan er í dag er fjöldi fólks að eyða allt of miklu af sínum peningum í einkabílinn, af skattpeningum okkar í tóma strætisvagna, of miklu af landrými borgarinnar í mislæg gatnamót, tvöföldun gatna, bílastæði og síðast en ekki síst lífi og limum borgaranna.

Við ættum frekar að lækka í strætó, jafnvel hafa hann ókeypis.


mbl.is Mótmæla fargjaldahækkun Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fjölgun farþega hafði ekkert með eldsneytisverð að gera að mínu mati. Við leiðakerfisbreytinguna varð hrun í aðsókninni og eftir að búið vara að vinna að endurbótum á leiðakerfinu á ný og taka verstu agnúana af fóru farþegar að skila sér aftur .

Aukningin sýndi svo ekki er um villst að leiðakerfisbreytingin var mikil mistök, því miður verð ég að segja því ég tel að rétta heitið á breytingunni miklu 2005 sé skemmdarverk.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.1.2007 kl. 19:57

2 identicon

Ég veit hvaða upplýsingar þið hafið, en strætó kerfið var að komast í gang aftur eftir breytingar, þá slátraði Sjálfstæðisflokkurinn Strætó Bs með að nota nýja kerfið sem vopn í kosningarbaráttunni.

Eftir það Gísli Marteinn er búin að hringla með Strætó Bs er nú mun dýrara og seinfarnara að ferðast með strætó.  Þannig við hjónin hálfpartinn neyddumst til að kaupa annan bíl.

Ég veit ekki afhverju sjálfstæðisflokknum er svona illa við Strætó, mig grunar svona að þeir séu á höttunum eftir því að skilja eftir sig minnisvarða einsog mislæg gatnmót við kringlu/miklu.

Jónas Oddsson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 09:30

3 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Sammála þér með nauðsyn á hugafarsbreytingu. Hún verður bara að eiga sér stað vegna allra hluta, alls þess sem þú nefndir og svo má nefna líka mengunina og örugglega margt fleira.

Ágúst Dalkvist, 23.1.2007 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband