Þörf umræða á pólitískum villigötum

Umræða um svifryk og aðra mengun í borginni er afar þörf. Ég hef á þessari síðu og síðum dagblaðanna skrifað um þessi mál, nýlega um hreint loft og nagladekk, um að þeir eiga að borga sem menga og að það sé ekki skref í rétta átt að hækka strætófargjöldin.

Umhverfismál koma öllum við, hvar í flokki sem þeir eru, og eðlilegt að við sem stjórnmálamenn tökumst á um leiðir að settu marki. Það vekur hins vegar nokkra furðu að ritstjóri Morgunblaðsins skuli vilja gera þetta að pólitísku máli en hann skattyrðist að ástæðulausu út í fyrrverandi meirihluta í borginni um leið og hann brýnir núverandi meirihluta til dáða. Hvað er þar í gangi veit ég ekki.

Staðreyndin er sú að fyrrverandi meirihluti stóð sig býsna vel í baráttu gegn mengun í borginni. Fyrrverandi minnihluti hafði, allt fram til þessa dags, mun meiri áhyggjur af einkabílnum en af leikskólabörnum svo ég held að ritstjórinn geri þeim nú engan sérstakan greiða með því að rifja þá fortíð upp. Mér finndist hins vegar miklu göfugra að ræða um þá þverpólitísku sátt sem minnihluti og meirihluti hafa náð um þessi mál í Umhverfsráði Reykjavíkurborgar.

Á heimasíðu Umhverfissviðs er gerð grein fyrir ýmsu því helsta sem gert hefur verið í mengunarmálum í borginni undanfarin ár og þar er líka örstutt viðtal við ágætan formann Umhverfisráðs, Gísla Martein Baldursson, sem hefur sýnt framsýni í þessum málum - nokkuð sem maður þorði ekki endilega að vona miðað við áherslur Sjálfstæðisflokksins á forgang einkabílsins undanfarin ár. Á heimasíðu Umhverfissviðs segir formaðurinn:

„Ég held að fullyrða megi að Reykjavíkurborg hafi verið í fararbroddi á Íslandi í umræðum og aðgerðum varðandi umhverfis- og loftlagsmál... Umræðan um svifryk er tiltölulega ný af nálinni og stutt síðan að yfirvöld t.d. í Svíþjóð og Noregi hafa gripið til sérstakra ráðstafana hennar vegna."

Á síðasta fundi Umhverfsráðs lögðum við fulltrúar Samfylkingarinnar fram tvær tillögur sem báðar miða að því að minnka svifryk í borginni. Önnur er sú að þegar í stað verði ráðist í átak til að draga úr svifryksmengun í borginni en í hinni er hugsað til lengri tíma og lagt til að gerð verði heildarúttekt á þeim kostnaði sem fellur á samfélagið vegna nagladekkjanotkunar.

Ég er ekki í nokkrum vafa um að meirihlutinn í Umhverfisráði mun taka þessum tillögum Samfylkingarinnar vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vantar alveg orðið Frábært í síðustu tveimur færslum, ertu nokkuð að verða svartsýnn með hækkandi sól?

Einn bjartsýnn um betri tíð (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 13:19

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Já ég hef víst alveg gleymt gleðipillunum. Takk fyrir að minna mig á það

Dofri Hermannsson, 15.2.2007 kl. 14:00

3 identicon

Sæll Dofri,

þetta er alveg hárrétt hjá þér. Svifryksmengun er alltof mikil og við verðum að bregðast við.  Gamli málshátturinn um að það sé of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann er enn í fullu gildi. Við eigum ekki að bíða eftir því að svifryksmengun verði svo mikil að hún spilli heilsu sjúkra sem heilbrigðra Íslendinga.

Gísli Kr. Björnsson kemur inná nokkuð sem ég hef mælt mikið fyrir undanfarin ár, það er að hætta að aka um á nagladekkjum. Ég hef ekki keypt nagladekk undir bílinn minn í a.m.k. 8 ár og því hætti ég reyndar fyrir orð núverandi borgarstjóra, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Ég er þeirrar skoðunar að það sé sama hvaðan gott kemur, ef í því felst ávinningur fyrir almenning, bættari lífskjör og sanngjarnari skipting.

Borgarstjórn Reykjavíkur þarf að einhenda sér í það að útrýma nagladekkjum af götum borgarinnar en það verður þó ekki gert nema í náinni og góðri samvinnu við nágrannasveitarfélögin. Það snjóar ekki mikið meira í Kórahverfi í Kópavogi en í Grafarholti eða í Ásahverfi í Hafnarfirði. Hins vegar ferðast menn innan þessara svæða á degi hverjum svo það skiptir máli að menn standi saman um þetta mikla þjóðþrifamál.

Burt með nagladekkin, aurarnir sem sparast við endurnýjun gatna má nota í meiri snjómokstur þá sjaldan það snjóar hér á svæðinu.

ps. ég veit að það verður erfitt að láta þetta yfir alla ganga og sumir sækja vinnu t.a.m. yfir Hellisheiði til Reykjavíkur þar sem getur snjóað mun meira en hér í höfuðborginni og þá þarf að finna leiðir til að leysa það. Nefni sem dæmi að menn kaupi sér heimild, gegn vægu gjaldi, til að aka um á nagladekkjum!

Ingibjörg

Ingibjörg (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 20:31

4 Smámynd: Morten Lange

Ekki bara fækka nagladekkjum : minnka svifryk úr púströrum !

Það er nokkuð ljóst að við breytum ekki þessu með nagladekkin yfir nóttu. Ég hef lesið mér aðeins til um svifryk og mengun og hefur lesturinn sannfært mig um að rykið úr púströrunum sé jafn stórt vandamál ef ekki stærri en nagladekksrykið.  Það eru litlu agnirnar sem eru hættulegust, minna en 2,5 mikrometer, eða enn verra minna en 1 mikrometer.  En þessir kornastærðir eru ekki mældar hér.  Hollenskt fyrirtæki hefur þróað tæki sem mælir þessu á staðnum.  Þar að auki vitum við að svifrykið sé mikið heilsufarsmál líka á stöðum þar sem engin nagaldekk eru. 

Leiðin að fara hlytur að vera hagrænir hvatar til að fækka nagladekkjum, og minnka útblástur.    

Ein besta aðferðin hlytur að vera að auka jafnræði milli ferðamáta.  Afnemum kílómetrastyrk sem launauppbót, eða gefum jafn mikið á kílómeter "innanbæjar"  fyrir ferðir á reiðhjóli - eins og Óslóarborg of fleiri Norsk sveitafélög gera.  Hættum að mismuna þeim sem ganga eða hjóla daglega til vinnu og leyfum þeim að nota í þróttastyrkurinn í að kaupa varahluti og viðeigandi fatnaður.   Ekki er minni heilbrigt og síður til þess falið að draga úr veikindafjarvistir að ganga eða hjóla daglega en að kaupa kort í sund eða likamsrækt.  Afnemum eða lækkum tolla og vsk á  varahlutum á reiðhjólum og jafnvel á gæðahjólum. 

Erlendis hefur yfirvöld grípið til þess ráðs að banna alla með númerskilti sem enda á t.d oddatölu  að aka ef ástandið í borginni sé verulega slæmt.  Hvernig metum við heilsuspillandi ahrif umferðar og gildi heilsu hér á landi ? 

Mesta rykið verður þegar kallt og þurrt er og þá er einmitt auðveldast að ganga að hjóla. Í dag tók Gísli Marteinn Baldursson undir með sérfræðinefndinni um svifryksmengun um að hjólreiðar og notkun strætó í stað einkabíls væri leið til þess að draga úr svifryksmengun.  Umhverfisráðherra hefur líka talað um þetta, og hrósað Akureyri fyrir að gefa frítt í strætó. Hér á höfuborgarsvæðinu sjá menn greinilega ekki hag samfélagsins af ódýrum almenningssamgöngum.  Gefum frítt í strætó eða því sem næst . Kannski mætti rukka  1000 kall fyrir græna kortið eða álíka ?   En svo er líka nauðsýn að skylda  strætó til að nota sótsíur og stunda vistakstur. 

Og eins og flestir ættu að vita þá mundi auknar hjólreiðar, göngu og notkun almenningssamgangna á móti fækkun bílferða, hafa margvísleg jákvæð áhrif.  Nefnum nokkur vandamál og gáum hvort áhrifin ætti ekki að vera jákvæð :

Losun gróðurhúsalofttegunda ( já ),  Hreyfingarleysi, offita, geðtruflanir og vaxandi útgjöld heilbrigðiskerfisins (já), fjölgandi veikindaleyfisdögum (já), Umferðarteppur og umferðaróörygi (já), þensla þéttbýlissvæða (já),  , svifryk, NOx, SOx, VOC, hávaðamengun (já), kjörbúðum að fækka (já), borgarbragur / deyjandi miðborg (já), meint misskipting innanlands og á heimsvísu (já),  Flott hárgreiðsla, góður ilmur, auðvelt að kaupa inn hundruðum  kílo í senn (nei ?)

Ef þetta kemur einhverjum spánskt fyrir sjónir, varðandi öll þessu jákvæði áhrif, þá endilega athugið málið. Ég er eitthvað búinn að vísa í heimildir á bloggi mínu, en hef ekkert á móti því að ræða málin  :-) 

Morten Lange, 16.2.2007 kl. 17:03

5 Smámynd: Dofri Hermannsson

Takk fyrir þetta Morten.

Veistu eitthvað meira um þessar smáagnasíur sem er verið að lögleiða í Evrópu? Hvað ætli þær kosti, er ekki einfaldlega hægt að setja reglugerð um að þetta sé standardbúnaður í bílum?

Kv. Dofri.

Dofri Hermannsson, 16.2.2007 kl. 20:47

6 Smámynd: Morten Lange

Fyrirgefðu seinkunina með að svara.  Hef skrifað nokkrar línur hér

Morten Lange, 18.2.2007 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband