Þeir eiga að borga sem menga

Ég hef áður skrifað um strætó og svifryksmengun á þessari síðu. 

Það er gott að umhverfisráðherra skuli loksins ætla að gefa eftir vsk á strætó. Fyrr mátti vera! Það er líka gott að fólk á Akureyri fær ókeypis í strætó. Ég var farinn að óttast að sá fallegi bær myndi verða einkabílavæðingunni að bráð en nú sé ég að þarna getur hæglega myndast fallegur þéttbyggður kjarni þar sem allt er í raun innan göngu og strætófæris.

Við í Reykjavík ættum að taka okkur þetta til fyrirmyndar. Því miður virðist það ekki endilega vera í kortunum því það er nýbúið að hækka strætógjöldin í Reykjavík og nágrenni. Formaður Umhverfisráðs sagði reyndar að það hefði engin áhrif á farþegafjölda sem er einhver ný útfærsla á lögmálinu um framboð og eftirspurn. Ég er ekki viss um að samflokksfólk hans sem stýrir Akureyri ásamt Samfylkingunni sé sammála honum.

Við eigum að hverfa frá þessum ægilega einkabílisma. Það er ekkert sjálfsagt að þróa borgina út frá einkabílnum í stað þess að miða við öflugar almenningssamgöngur og góða reiðhjóla- og göngustíga. Ég hef yfirleitt ferðast á hjóli til og frá vinnu undanfarin 15 ár og 360 daga ársins er það ekkert mál. Þvert á móti þá er það eiginlega lúxus.

Í stað þess að vera útúrstressaður á leið í vinnu köldum bíl fær maður korters hóflega áreynslu, súrefni í kroppinn og mætir hress. Í stað þess að rjúka úttaugaður úr vinnunni í lok dags út í umferð þar sem allir eru að reyna að koma sér heim í einu, þá stígur maður á hjólið og uppgötvar eftir nokkur hundruð metra að allt sem maður var að stressa sig á í vinnunni skiptir í raun engu máli. Maður kemur sæll og glaður heim.

Ég held að ef borgin ætti að sjá um heilbrigðisþjónustu íbúanna að fullu þá myndum við sjá hagkvæmnina í að draga úr notkun einkabílsins. Hann er eins og flest annað - óhollur í óhófi.


mbl.is Vilja lækka gjöld á ónegldum hjólbörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er þér sammála. Ég var að blogga um sama efni á bloggi mínu www.blog.centra.is/ire. Ingi Rúnar

Ingi Rúnar (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 17:37

2 Smámynd: Einar Sigurjón Oddsson

Af hverju viltu neyða fólk til þess að fara að vilja þínum frekar en að biðla til þess og sannfæra það um ágæti þess að hjóla í vinnuna. Þú gætir byrjað á þinni nánustu fjölskyldu, fengið alla til þess að leggja bílnum. Því næst gætirðu fengið flokksfélaga þína til þess að gera slíkt hið sama. Svona gætirðu náð árangri án þess að setja reglur og ákveða refsingar.

Einar Sigurjón Oddsson, 1.2.2007 kl. 22:13

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

´Mér finnst að það eigi að vera ókeypis í strætó. Bendi á róttækar tillögur um rýmisgjald og nýja tegund smábíla á bloggsíðu minni sem gætu sparað stórfé í samgöngumannvirkjum og minnkað útblástur og eldsneytiseyðslu.

Í Japan eru minni opinber gjöld á bílum sem eru styttri en 3,40 og mjórri en 1,48 en á öðrum bílum. Þess vegna er svo mikið af slíkum bílum þar. Hér á landi mætti byrja á rýmisgjaldi sem lengdargjaldi þar sem borgað væri fyrir hvern sentimetra yfir 2,50. 

Ómar Ragnarsson, 1.2.2007 kl. 23:48

4 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Þetta er frábær breyting hér á Akureyri, allt í einu er maður farinn að sjá fólk í strætó og menn ræða orðið áætlanir vagnanna og hvernig þeir geti nýtt sér þessa breytingu. Ég er viss um að þetta verður til þess að ferðir verða örari og þjónustan betri þannig að notkunin mun enn aukast og þjónustan batna. Kannski verður þetta til þess að Akureyri "slow city" verður bílalaus eins og Zermatt í Sviss sem mér fannst ótrúlegur, þurfa að skilja bílinn eftir í næsta bæ og vera síðan í vellystingum í algerri fjallakyrrð og dást að Matterhorn er ógleymanlegt. Kannski náum við þessu í Hrísey;-)

Lára Stefánsdóttir, 1.2.2007 kl. 23:53

5 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Hjartanlega sammála.  Bendi á tvo pistla á bloggi mínu um þetta mál:  http://sigfus.blog.is/blog/sigfus/

Sigfús Þ. Sigmundsson, 2.2.2007 kl. 00:21

6 identicon

Dofri....þú ferð mikinn á bloggsíðu Jóninu Ben og annarra sem fjalla um aðkomu Ingibjargar að Baugsmálinu eftir að Jónina upplýsir um ósk Ingibjargar að hitta sig og kynna sér gögn hennar gegn Baug...og svo þá staðreynd að Ingibjörg segir Jónínu að ráða sér lögfræðing og fara gegn þessum hættulegu mönnum eins og hún kallar Baugsmenn...

það er að mörgu leyti aðdáunarvert að sjá þig fara inná hverja bloggsíðuna á fætur annarri sem frkv.stjóri samfylkingar og verja hana Ingibjörgu og þessa endalausu seinheppni hennar að í hvert sinn sem greyið konan opnar kjaftinn fellur fylgið......

það er nú afrek að missa nánast 40-50% af kjósendum sínum á ekki lengri tíma.......samfylkingin virðist því standa undir nafni að fólk fylkist saman um að KJÓSA EKKI Samfylkinguna ?

 Hvers vegna Dofri minn ?   Er það stefnuleysið ?  Málflutningurinn ?  Trúverðugleikinn ?  Málefnaleysið ?

er ekki betra að tuða aðeins yfir Ingibjörgu sem svo eftirminnilega gekk á bak orða sinna þegar hún bauð sig fram til alþingis og reyna að skapa henni örlítið "credibility" eins og þeir segja erlendis í stað þess að hakka aðila eins og Jóninu Ben sem er aðeins að segja frá staðreyndum um aðkomu Ingibjargar að Baugsmálinu sem hún núna - eins og vindhani - eftir niðurstöðu Hæstaréttar - reynir að klína á Sjálfstæðisflokkinn ?

Að lokum - þessi lokaorð þín á heimasíðu Jóninu Ben langar mig að nota líka með smá breytingum þó:

Ég held að þú ættir bara að slaka í þessu. Ekki vera STRÁKURINN með puttann í sprungunni á stífluveggnum þegar allir "KJÓSENDUR SAMFYLKINGARINNAR" eru löngu farnir á helRAUÐUM handahlaupum í burtu".

PS:  Minni en vinstri grænir ?     múaaaaaaaaaaa...........sorrí stóðst ekki mátið !

Sigga (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 08:12

7 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sæl Sigga (ef þú heitir það). Þú skrifar skemmtilegan stíl og ert örugglega hin besta stelpa (strákur)?

Það er hins vegar dálítið langt seilst hjá Sjálfstæðismönnum eftir smjörinu að telja Ingibjörgu Sólrúnu pottinn og pönnuna í aðför að Baugi. Ég er ekki að segja að maður þurfi að vera seinfær til að trúa slíkri firru en maður þarf sennilega að vera Sjálfstæðismaður til þess. Það þarf ekki annað en að rifja upp hverjir voru hvar, innmúruðu vinirnir og ónefndi maðurinn - sem ég á erfitt með að sjá fyrir mér plotta með Ingibjörgu Sólrúnu um að ráðast á Baug.

Það er hins vegar skiljanlegt að Sjálfstæðismenn, sem eiga heiðurinn að aðförinni að Baugi, rétt eins og heiðurinn af því að hundelta hugsanlega náttúruverndara og mótmælendur, heiðurinn af því að loka Falun Gong inni í skóla á Reykjanesi, heiðurinn af afar umdeildum ráðningum í Hæstarétt og ýmis önnur embætti - það er skiljanlegt að Sjálfstæðismenn vilji ekki ræða það en beini athyglinni frekar að gróusögum sem þó við nánari skoðun standast engan veginn.

Varðandi þessa lummu um svik við kjósendur - af hverju er enginn brjálaður út í Kristján Þór sem hoppar úr bæjarstjórastóli eins og ekkert sé? Eða út í Björn Bjarnason sem var leiðtogi Sjálfstæðismanna í borginni fyrir 5 árum en hoppaði auðvitað úr því eins og ekkert væri og hafði ekki einu sinni rænu á að gefa sæti sitt eftir til einhvers sem hefði tíma til að sinna því? Fannst bara sjálfsagt að vera um leið þingmaður og ráðherra. Sigga mín líttu þér nær.

Ég held líka að þú ættir ekki að tala mikið um stefnuleysi - þinn ágæti flokkur hefur t.d. ekki nokkra stefnu í einu stærsta máli samtímans - umhverfismálum. Ekki aðra en að grafa höfuðið í sandinn. Vesalings Erla Ósk, formaður Heimdallar, hafði ekki hugmynd um stefnuna en taldi að ein grein frá Illuga Gunnars með fyrirsögninni Hægri grænt, væri nóg! Varst þú að tala um credability! Kommon!

Að lokum þetta: Skemmtu þér vel yfir fylgistölum okkar í skoðanakönnunum núna en mundu að það eru atkvæðin sem telja. Að mælast í 37% núna hlýtur að valda sjálfstæðismönnum miklum ugg því venjan er að 1) sjálfstæðismenn sigi niður í skoðanakönnunum eftir því sem nálgast kosningar og 2) að á kjördag fá Sjálfstæðismenn yfirleitt um 5% færri atkvæði en skoðanakannanir bentu til. Við skulum því sjá til hver munurinn á flokkunum verður þegar upp er staðið.

Kv. Dofri.

Dofri Hermannsson, 2.2.2007 kl. 08:51

8 identicon

Bleeesaður aftur Dofri,

Fyrst langar mig að spyrja hvað í skrifum mínum gefur til kynna að ég heiti ekki Sigga og sé í raun strákur ?  Að vísu nota ég laptop tölvu stráks til að bauna af og til þar sem ekki á ég tölvu sjálf....kann lítið á netið - er Samfylkingin með leyniþjónustu sem getur séð hver er eigandi tölvunnar ?    hmmm.....scary shit this is.

Mér dettur ekki í hug að verja sjallana þótt ég hafi verið skráður sjalli frá fæðingu nánast.....mér finnst oft ansi magnað að það virðist vera náttúrulögmál að sjallarnir haldi velli hvað sem gerist.....og auðvitað er það ansi magnað og bara fyndið að þrátt fyrir að hafa ekki skýra stefnu í umhverfismálum eins og þú réttilega bendir á og já viðtalið í morgunþætti stöðvar 2 var pínlegt - virðist það ekki koma niður á fylginu.......

Allt sem þú telur upp þarna - falun gon, hæstiréttur osvfrv....er þeim ekki til sóma - but again, kjósendur virðast fyrirgefa allt slíkt og fylgið er svipað as usual....

ekki dettur mér í hug að halda því fram að Ingibjörg beri ábyrgð á Baugsmálinu - hún hafði bara býsna aðrar og sterkari skoðanir á þessu máli ÁÐUR en Hæstiréttur byrjaði að tæta þetta mál sundur og saman og það er nú afrek að gefa út 40 ákærur og fá ekki einu sinni sakfellingu á innflutningi á sláttuvél eða tollasvikum uppá þúsundkalla eftir 5 ára rannsókn og nokkur hundruð milljónir......og það þrátt fyrir að réttir menn voru settir af og til í hæstarétt eins og þú réttilega bendir á....

og já, það er alveg rétt að aðkoma ýmissa manna þarna eru óþægilegar staðreyndir fyrir sjallana...but again, kjósendur virðast ekki láta það bitna á D listanum.

Ingibjörg hinsvegar var fljót að breyta um skoðun þegar Hæstiréttur fór að taka þetta mál í gegn...alveg eins og hún var fljót að skipta um skoðun um árið að bjóða sig fram þrátt fyrir afdráttarlausar yfirlýsingar um hið gagnstæða.

Kjarninn er nefnilega sá - if u ask my humble opinion - að D listinn er svona eins og afi gamli með gleraugun sem af og til gerir tóma vitleysu en menn vita samt alveg hvar þú hefur hann...samfylkingin hinsvegar flýgur út og suður með flugmann sem eltir sólina hingað og þangað en farþegar komast aldrei á leiðarenda....það er alltaf verið að reyna að finna meiri sól og hita....og svo endalausar yfirlýsingar um "við erum alveg að lenda"...og eðlilega pirrast farþegar og öskra innan í sér "aldrei aftur með þessu flugfélagi"

Það er afrek eins og ég sagði að tapa svona fylgi og svona háttsettir menn eins og frkv.stjóri samfylkingar ætti að bauna á eigin menn í stað fólks eins og Jóninu sem bara segir hlutina hreint út....Ingibjörg hafði SAMBAND við Jóninu og bað um að kynna sér gögn þessara HÆTTULEGU manna eins og Ingibjörg orðaði það.....taldi þá skaðlega íslensku samfélagi....fólk bara sér þetta svo oft í hegðun þessarar annars ágætu konu að hún sveiflast eins og vindhani.

og að lokum - heyrði magnaða setningu um daginn: "Politicians are like diapers - u must change them regulary - and for the same reasons".  

Spurning hvort tími sé kominn að skipta um í brúnni ?   Það var líka magnað að sjá allt hreinsað úr valhöll og Kóngurinn farinn og viti menn - fylgið hélst nánast.

Ég yrði brjálaður satt að segja ef ég væri í öðrum flokkum og sæi þetta árum og áratugum saman....spurning hvort það sé ekki eins og ég bendi á að ofan:  fólk veit hvað það hefur með D listann við völd.....

það vill ekki vindhana....

Bestu kveðjur og bloggaðu meir....þú ert góður penni,

Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 11:14

9 identicon

Það var bara til að benda á að sá sem skrifar undir sem Sigga getur verið hver sem er og hvers kyns sem er. "Ég yrði brjálaður..." er nú reyndar sterk vísbending án þess að kyn þitt skipti yfir höfuð nokkru máli.

Hafðu það sem best,

Dofri.

Digga;-) (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 12:01

10 identicon

 eg skal fuslega viðurkenna að strákur kom aðeins að þessum pistli....það er kaldhæðnistónninn....en sigga heiti ég og er bara venjuleg kella....og sagði mína meininu en hann pikkaði þetta svo inn fyrir mig...og virðist hafa sett eigið kyn þarna inn líka :-)

Digga er cool nafn...spurning hvort hún eigi að bjóða sig fram til forystu samfylkingar ?

en ertu ekki sammála því sem að ofan greinir samt ? 

Sigga og Siggi (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 12:30

11 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Ég er svo hjartanlega sammála þér.  Reyndar yrði það frekar erfitt fyrir mig að hjóla í vinnuna, þar sem hún er í 3 metra fjarlægð frá svefnherbergi mínu...

Brosveitan - Pétur Reynisson, 2.2.2007 kl. 13:20

12 identicon

jjjj

sigga (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 17:52

13 identicon

Sæll Dofri

" Vildi ekki eyðileggja jákvæða umfjöllun um nýja leiðarkerfið með neikvæðri umræðu um fjárhagsstöðu fyrirtækisins "
Björk Vihelmsdóttir fyrv. stjórnarformaður strætó.

Einkennilegt viðhorf en sem betur fer mun hún ekki fá að koma nálægt þessum reksri aftur.
Fólkið hefur valið einkabílinn og þú getur ekki neitt fólk til að taka strætó.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 18:17

14 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Sammála þér Dofri, það er að segja blogginu þínu, ekki öllum athugasemdunum þar sem þú ert að svara Siggu .

Mengun sem kemur frá útblæstri bíla er ekki einkamál þeirra sem eiga bílinn, hvað þá öll önnur mengun sem kemur frá umferðinni og tel ég skilyrðislaust að stjórnvöld verði að taka í taumana.

Mætti t.d. athuga leiðina sem Ómar nefnir hér.

Ágúst Dalkvist, 3.2.2007 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband