Tvær tillögur teknar fyrir á fundi Umhverfisráðs í dag

mengunTvær tillögur Samfylkingarinnar um aðgerðir til að draga úr svifryksmengun verða teknar fyrir á fundi Umhverfisráðs í dag. Ég á fastlega von á að þeim verði vel tekið af meirihlutanum enda er svifryk jafn skaðlegt öllum hvað sem þeir kjósa.

  • Umhverfisráð samþykkir að ráðast nú þegar í sérstakt kynningarátak á skaðsemi svifryks og leiðum til að minnka það.

Fyrri tillagan gengur út á aðgerðir strax sem geta komið til viðbótar því sem verið er að gera s.s. að þvo götur o.s.frv. Þær aðgerðir sem geta skipt máli eru t.d. að tölur um svifryk verði lesnar upp í veðurfréttum ljósvakamiðlanna, verði hluti af veðurfréttum á netmiðlum og í blöðum. Það eykur meðvitund almennings um skaðsemi svifryks og er um leið áminning til hvers og eins um að hann/hún er hluti af vandamálinu - og lausninni!

  • Umhverfisráð samþykkir að gerð verði víðtæk úttekt á þeim kostnaði sem fellur á samfélagið vegna notkunar nagladekkja í Reykjavíkurborg/höfðuborgarsvæðinu.

Síðari tillagan er hugsuð til lengri tíma og miðar að því að taka allan aukakostnaðinn af notkun nagladekkja sem fellur á samfélagið með í reikninginn þegar verið er að ræða nagladekkjanotkun og svifryksmengun.

Rökin fyrir notkun nagladekkja eru nefnilega hverfandi og flestir nota þau fremur af tilfinningalegum ástæðum en að þau séu betri kostur í raun. Það er von mín að þegar fólk sér hvað hver bíll á nagladekkjum kostar í raun þá skapist samfélagslegur þrýstingur á að hætta notkun þeirra. Það væri skref í rétta átt að setja mengunarskatt á nagladekk og til að hægt sé að rökstyðja slíkan skatt þarf að reikna út og verðmeta kostnað samfélagsins af nagladekkjanotkun.

Vonast til að þetta verði samþykkt því núna í lok febrúar og fram í lok mars er sá tími sem svifryk eykst verulega í borginni.


mbl.is Ljóst að svifryksmengun fer yfir hættumörk í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Sæll frændi 

En hvað með að hafa frítt í strætó, gera hjólaleiðir auðveldari allan ársins hring og fjölga hjólaleiðum? Væri það ekki meiri framtíðarlausn heldur en að þvo göturnar?

Jóhanna Fríða Dalkvist, 26.2.2007 kl. 14:49

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Á tólf ára ferli R-listans hættuð þið að sópa götur ásamt ýmsu öðru sem þið gerðuð okkur borgarbúum til miska.

Strætisvagnastjórar finna mjög fyrir svifrykinu og eiga ykkur að gjalda.

En batnandi fólki er best að lifa.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.2.2007 kl. 16:01

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Dharma. Rautt er litur ástarinnar - vertu glaður og jákvæður.
Heimir. Þetta er nú ekki málefnalegt. Eins og þú hlýtur að vita voru götur ekki síður sópaðar í tíð R-listans en núna. Enginn nema þú og Mogginn myndu reyna að halda öðru fram. M.a.s. sjálfstæðismeirihlutinn í borginni er hneykslaður á slíkum málflutningi og þarf nú nokkuð til. Vertu batnandi maður Heimir, þá er gott að lifa!
Ágæta Hanna frænka. Það þarf BÆÐI að þvo göturnar og hvetja fólk til hjólreiða og notkunar strætisvagna. Og það höfum við í Samfylkingunni gert og munum halda áfram að gera.

Dofri Hermannsson, 26.2.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband