Fyrirtækjum frjálst að flytja hvert sem er

túkallÞað er merkilegt að heyra fjármálaráðherra svara Björgólfi Thor með þessum hætti þegar Björgólfur spyr af hverju Ísland sé eina ríkið sem reynir að setja gjaldeyrishöft á fyrirtæki.

Fari þau bara ef þau vilja - bara ekki móðga krónuna!

Mikið erum við nú lánsöm að hafa slíka stjórnvitringa í ríkisstjórn, jafn hæfileikaríkan Seðlabankastjóra og jafn stöndugan gjaldmiðil!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Árni vinur minn hefur nú aldrei verið sá orðheppnasti

Ágúst Dalkvist, 8.3.2007 kl. 22:33

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þessi ríkisstjórn er nákvæmlega jafn vitlaus og hún lítur út fyrir að vera. Hér

Tómas Þóroddsson, 9.3.2007 kl. 00:59

3 identicon

Sælir piltar !

Hvers lags roluháttur er þetta, hjá ykkur ? Er ekki í lagi, að lækka aðeins risið á kapítalistunum ? Tómas !, hélt; að væri meiri döngun í þér, en þetta frændi. Hversu langt er Samfylkingin, og hennar meðlimir tilbúin í, að láta frjálshyggju og einkavæðingarfarganið ganga, yfir þjóðina ? Galdrameistarinn er dæmigerður fyrir þá pukrara, hverjir ei hafa manndóm í, að koma fram undir fullu nafni. Sjálfur er ég enginn fylgjandi Árna, i hinum allmörgu misheppnuðu verkum hans; og ríkisstjórnarinnar allrar, en............ uppnefnið er óþarft, '' ''Galdrameistari'' góður.   

Dofri ! Ég hefi margsinnis hvatt uppburðarlitla landa okkar, hverjir líta til Evru; sem og Evrópusambands sem einhvers jarðnesks hjálpræðis, sem öllu muni bjarga í mannlífinu, að fara niður til Belgíu, hazla sér völl á Brussel reitnum, og láta okkur hin, hver Íslendingar viljum vera, í friði vera hér á Fróni.

Óska öllu Samfylkingarfólki, hvert á meginlandi Evrópu vill dvelja, til hamingju með; að vera komin í þá óskastöðu, að krjúpa við fótskör gömlu nýlenduveldanna, jah... hvílkt stolt, hvílík hugsjón.

 Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum

(p.s. Enginn vandi, að skrifa undir fullu nafni, ''Galdrameistari'' 

         

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 21:58

4 identicon

Sælir aftur !

Sást yfir. Verð, að láta ''Galdrameistara'' njóta sannmælis. ''Dharma'' nokkur þyrfti einnig að laga sína undirskrift, hvað fulla nafngift varðar. Andskoti þreytandi, að eiga orðræður við dulnefnafólk. !

Mbk. / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 22:17

5 identicon

Sælir !

Dofri !

Djöfullinn sjálfur..... verð að biðja Kela margfaldlega afsökunar. Hrynji himnarnir frekar yfir mig, áður ég fer að hnýta í hann. Áttaði mig ekki á dulnefninu, og átta mig víst aldrei, en............. Keli minn, reyndu að fyrirgefa íhaldssömum Árnesingi, með Borgafjarðarívafi. Dofri ! Þessi drengur (á grænleitu myndinni) er slíkt gersemi, að ei má henda, að nokkur hafi hnjóðsyrði; af nokkru tagi, í hans garð.

Mbk. / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband