Háspenna í Vesturbænum?

spilakassarSteinunn Valdís segir á heimasíðu sinni frá vægast sagt vafasömum hrossakaupum borgarstjóra við Háspennu (fjárhættuspil HÍ). Borgarstjórinn sem skar upp herör gegn fjárhættuspili í Mjóddinni við velþóknun margra er nú, að því er virðist að planta sömu starfsemi niður á besta stað í Vesturbænum. Að auki virðist borgarstjórinn vera full eftirgefanlegur í samningum við Háspennu eins og sjá má á pistli Steinunnar Valdísar:

Í dag kom Borgarstjóri í hádegisfréttum RÚV og sagði að búið væri að ná samstöðu um að spilakassar væru ekki starfræktir í Mjóddinni. Í hverfinu hefur verið almenn samstaða um að spilakassar væru ekki í Mjódd og það er ánægjulegt að samningar hafi tekist við Háspennu um að starfrækja ekki spilasal í Mjóddinni. Hann sagði ennfremur að þetta samkomulag myndi kosta Borgina um 25 til 30 milljónir.

Það sem Borgarstjóri sagði er hins vegar ekki rétt. Það rétta er að það stendur til að Borgin kaupi húsnæðið í Mjódd á 92 milljónir og leigi húsnæðið út - og að auki að Háspenna fái eina bestu lóð í bænum, án þess að borga fyrir. Hér er ég að tala um lóð á Starhaganum sem er líklega metin á að lágmarki 30 milljónir. Við erum því að tala um samtals 120 milljónir og ég hefði talið eðlilegra að Háspennu væru þá bara greiddar skaðabætur í stað þess að fara í svona vafasöm lóðaviðskipti.

Hvað Háspenna ætlar að gera við lóð á besta stað í Vesturbænum verður að koma í ljós?

Eitt er öruggt að samkvæmt skipulagi má eingöngu byggja þarna íbúðarhús.

Finnst mönnum þetta eðlileg vinnubrögð?

Maður hlýtur að taka undir spurningu Steinunnar Valdísar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband