9.3.2007 | 09:57
Hver er metnaður Íslands?
Samfylkingin vill ábyrga umræðu um loftslagsmál, um markmið þjóðarinnar, metnað og sýn. Til að hvetja til umræðu um málið bauð flokkurinn í sunnudagsbíó á mynd Al Gores "An Inconvenient Truth" í Háskólabíói um daginn. Þangað mættu um 300 manns og ljóst af samtölum við fólk eftir sýninguna að því finnst stjórnvöld draga lappirnar í þessu máli.
Eini metnaður okkar í þessum málum virðist vera að virkja allar sprænur svo það sé hægt að framleiða hér meira af áli, sem annars væri framleitt með kolaorku annars staðar. Þetta er hins vegar grundvallar misskilningur. Það hefur ekki einni einustu kolakyntu álbræðslu verið lokað úti í heimi til að reisa álver á Íslandi.
Við erum hins vegar ódýr og þess vegna loka álbræðslur glaðar erlendis, endurselja raforkusamninga sína ytra og koma hingað í ókeypis landið. Það minnkar ekki mengun. Það hjálpar til við að halda áli lágu í verði sem dregur úr kröfu á endurvinnslu. Það er framlag náttúru Íslands til að bæta heiminn - að fresta kröfum um endurvinnslu áls.
Ríkisstjórnin kynnti áætlun sína um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda um daginn. Umhverfisráðherra sagði að 2050 ætluðu Íslendingar að vera búnir að draga saman losun um 50-70% miðað við 1990. Það er eftir næstum hálfa öld! Þetta er ekki áætlun, þetta er í skásta falli spádómur!
Aðrar þjóðir eru að setja sér tölu- og tímasett markmið til næstu ára. ESB núna til 2020. Ætlum við bara að vera skussar í þessu?
Heimurinn er að færast í átt til grænnar orku sem við eigum enn dálítið til af og getum eflaust nýtt miklu betur í framtíðinni án þess að ganga á náttúru landsins. Ættum við ekki frekar að flýta okkur hægt, kanna hvernig er hægt að nýta orkuna til að skapa hér sjálfbært orkusamfélag heldur en að hugsa um það eitt að lækka raforkureikninginn hjá álbræðslum?
Blair segir gríðarlegar breytingar í vændum í loftslagsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Sjálfbært orkusamfélag er hugmynd sem vert er að skoða mjög vel.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.3.2007 kl. 12:03
Sæll Dofri.
Hvaða bull er þetta í þér? Þú virðist ekkert hafa kynnt þér það sem umhverfisráðherra er að gera og ætlar að gera! Til að hjálpa þér að skilja þetta þá skaltu lesa þetta hér; http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1002
Íslands er með mikið sóknarfæri í loftlagsmálum og núverndi ríkisstjórn hefur gert margt til að bæta þau mál og vill gera enn meira. Það er því miður allt of algengt hjá ykkur í Samfylkingunni, og þér sem ,,erindreka" þeirra, að sjá það neikvæða og þið stingið hausinn í sandinn og neitið að horfa á það sem ríkisstjórnin er að gera, það góða!
kíktu á þessa frétt og skrifaðu jákvætt...ekki plata!
Sveinn Hjörtur , 9.3.2007 kl. 12:11
Sveinn Hjörtur. Sparaðu stóru orðin og skoðaðu samhengi hlutanna. "Fréttin" sem þú vísar í er ekki frá óháðum aðila heldur Umhverfisráðuneytinu. Ef þú heldur því fram þá ert þú kæri bloggvinur sjálfur að plata.
Auðvitað hefur umhverfisráðherra ESB lýst yfir ánægju með að búið væri að gera eitthvað, annað hvort væri nú, það er sjálfsögð kurteisi í milliríkjasamskiptum. Þetta er ekki lögga!
Það er rétt hjá þér að við eigum mikil sóknarfæri í loftslagsmálum en rangt að núverandi ríkisstjórn hafi gert nokkuð til að nýta sér þau tækifæri. Fram á þessa stund hafa sjálfstæðismenn ekki einu sinni viljað viðurkenna að loftslagsbreytingar væru af manna völdum og hafa ítrekað gert lítið úr Kyoto bókuninni.
Framsókn hefur ítrekað rætt í fullri alvöru hugmyndir um að snúa út úr meðaltalsákvæði Kyoto bókunarinnar til að geta dregið hingað meiri stóriðju.
Þetta ágæta stjórnmálafólk er með hausinn í sandinum í þessu máli - eins og reyndar mörgum öðrum.
Dofri Hermannsson, 9.3.2007 kl. 12:34
Dharma. Ég hlustaði einmitt á Lúðvík. Það er reyndar svo, eða ég er búinn að sjá það í gegnum tíðina. Í Hafnarfirði er allt annar Samfylkingarflokkur! Það er bara staðreynd. Þar er hópur fólk sem er að gera góða hluti fyrir bæjarbúa (samkvæmt heimildum frá nokkrum sem ég þekki), og þeir vilja ekkert skipta sér af þessu valdabrölfi sem er að gerast í flokknum. Þeir vilja bara fá að vera í friði.
Hvernig er það Dofri. Er ekkert samband milli ykkar í Hafnarfirði?
Ég tek ofan fyrir Lúðvík, sem komin er í óþægilega klemmu sökum Dofra, og fl. aðila í Samfylkingunni. Tal um ,,álæði" virðist ekki skipta máli í Hafnarfirði! Svo á að taka orð þín Dofri og ykkar í Samfylkingunni trúanleg, útaf einni bíósýningu! Var boðið upp á popp?
Suss og svei... Vertu með betri skrif Dofri!
Sveinn Hjörtur , 9.3.2007 kl. 12:36
Það er hárrétt hjá þér að Samfylkingin í Hafnarfirði er að gera góða hluti fyrir bæjarbúa - t.d. að leyfa þeim að kjósa um mjög umdeilt innanbæjarmál - að ákveða hvort þeir vilja hafa stærsta álver Evrópu innanbæjar.
Samfylkingin hefur hins vegar í mörg ár látið sig loftslagsmál miklu skipta og hefur flutt um það ýmis þingmál, sótt alþjóðlegar ráðstefnur osfrv.
Stækkun í Straumsvík kemur ekki Hafnfirðingum einum við og dæmi um það sem kemur fleirum við eru losunarheimildir sem núverandi stjórnvöld virðast tilbúin að gefa þeim sem fyrstur kemur. Það er afar óábyrgt, ekki síst þegar ljóst er að stækkunin í Straumsvík rúmast ekki innan Kyoto.
Auk þess má nefna þá staðreynd að það þarf að kæla hagkerfið. Samgöngubótum hefur verið frestað og nýjum vaxtargreinum með mikla möguleika hefur verið haldið niðri vegna ofþenslu.
Ég rengi samt ekki ef þú ert Sjálfstæðis- eða Framsóknarmaður Hjörtur að þú hafir fyrst heyrt minnst á loftslagsmálin í tengslum við sýningu Samfylkingarinnar á mynd Al Gores. Loftslagsmál hafa ekki verið vinsælt umræðuefni hjá þessum flokkum - nema sem spaug.
Dofri Hermannsson, 9.3.2007 kl. 13:06
Ég sem Framsóknarmaður horfi ekki á loftlagsmál sem spaug! Ég hef skoðað og haft skoðun á loftlagsmálum. Hvað varðar mynd Al Gores þá var það ágæt bloggvinkona mín í VG sem hvatti mig til að kíkja á þessa mynd. Mér fannst hún áhugaverð og margt þar sem kom fram erum við að bæta hjá okkur.
Mér finnst reyndar umræða um loftlagsmál vera á margan hátt á villugötum. Miklir öfgar og það á að gera allt STRAX! Við þurfum að byrja á okkur sjálfum sem þjóð og vinna markvist af því að byggja enn frekar upp umhverfisvitund þjóðarinnar, og þá á öfgalausan hátt! það er það sem ríkisstjórnin er t.d. að gera.
Sveinn Hjörtur , 9.3.2007 kl. 13:12
Það sem mér finnst vera nokkuð áberandi í þessari umhverfisumræðu undanfarið er þessi gífurlega áhersla á öfgarnar í sitt hvora áttina.
Vinstri græn segja: Algjört stopp.
Sjálfstæðiflokkur segir: Ekkert í fyrirstöðu þess að hefja framkvæmdir.
Á þessu plani er umræðan, nema að mér finnst hjá samfylkingu og áherslum þeirra með fagra ísland. Þar finnst mér umræðan vera á stigi heilbrigðar skynsemi fjarri öllum öfgum. Þetta finnst mér að fólk þurfi að átta sig á. Það þýðir ekki að segja bara algjört stopp og koma ekki með neina skynsamlega lausn, það þýðir heldur ekki að segja framkvæmum allt og koma ekki til móts við umhverfið. Hin heilbrigða skynsemi er kristaltær í fagra ísland, þar er algjörlega viðurkennt að ekki sé bara hægt að segja stopp heldur er ákveðið að fara í það þarfa verkefni að leggja fram áætlun um hvað skuli nýta og hvað skuli vernda.
Í fagra íslandi koma saman sjónarmið þeirra sem vilja vernda (vinstri grænna), og þeirra sem vilja nýta (sjálfstæðisflokksins, framsóknarflokksins). Fagra Ísland sameinar áherslu þessara ólíku hópa með heilbrigði skynsemi. Þetta er besta lausnin í umhverfismálum hér á íslandi, vandamálið er bara eins og alltaf að: "besta lausnin er lausnin þar sem fólk öfgana eru öll óánægð"
Þess vegna finnst mér það afar ánægjulegt að í einum flokki (samfylkingu) geti saman komið fólk sem vill nýta (Lúðvík og fleirri) og þeir sem vilja vernda (Dofri og fleirri) og sameinast um stefnu hins fagra Íslands. Þannig að í hvert skipti sem fólk bendir á mismunandi skoðanir samfylkingarmanna hugsa ég. "já þar er fólk sem hefur heilbrigða skynsemi og getur talað saman og unnið að sameiginlegum niðustöðum sem allir geta verið sammála um. Svoleiðis fólk er mér mun meira heillandi og atkvæðisvænna heldur en hinir öfgafullu skotgrafarhermenn"
Maður af götunni (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 13:23
Sæll Dofri
þú spyrð hver er metnaður Íslendinga?
Svo ég vísi í ummæli forseta lýðveldisins þá á orkuforði okkar að vera hluti af heildarlausninni í baráttu heimsins við loftlagsbreytingar.
og til að það komi fram þá er ekki önnur Samfylking í Hafnarfirði því innan flokksins eru skiptar skoðanir á þessum málum undirritaður er t.d. fylgismaður stækkunar í Hfj.
Tjörvi Dýrfjörð formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi
Tjörvi Dýrfjörð (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 13:35
Sveinn ef þér finnst það öfgar að gera eitthvað strax þegar eitthvað er komið í óefni hvað er það þá kallað þegar maður dregur lappirnar í málinu. Það er staðreynd að það er ekki hægt að bíða með aðgerðir varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Og það er hægt að gera fjölmarga hluti strax.
Varðandi Samfylkinguna þá er alveg hvellskírt að afstaða stóriðjusinna innan hennar í Hafnarfirði og víðar hefur skaðað hana mikið og flæmt fjölda fólks til vinstri grænna. Það er líka ljóst að þegar hægra grænt framboð kemur fram á næstunni þá munu fleirri yfirgefa skútuna. Það er miður fyrir einlæga umhverfissinna eins og Dofra og fleirri innan Samfylkingarinnar sem hafa reynt árangurslaust að gera flokkinn trúverðugan í umhverfismálum.
Lárus Vilhjálmsson, 9.3.2007 kl. 14:14
Mér er efst í huga hið ódýra verð á rafmagni til álvera hérlendis.Fjölmargir álrisar vilja koma hingað og reisa stærstu gerðir af álverum.Ástæðan er augljós,verðið hér er lægra en nokkurs staðar í víðri veröld.Mér hefur funndist löngu tímabært að fá hingað til lands óháða sérfræðinga til að meta á faglegan hátt verðákvarðanir á rafmagni til álvera.Ég hef verulegar grunsemdir um að viðskiptalegir einkahagsmunir séu meðspilandi í verðákvörðunum á rafmagnsverði.Mér er ekki kunnugt um neitt raunhæft opinbert eftirlit hérlendis með viðskiptavildum við álver hérlendis ,sem þekkt er að skipti stórum fjárupphæðum í svona viðskiptum og getur reyndar ráðið því hvort samningar takist milli aðila.Vitanlega þarf að rannsaka hvort þetta getur verið einn angi af hinu lága rafmagsverði.
Kristján Pétursson, 10.3.2007 kl. 00:45
Sæll Dofri
ESB stefnir á að árið 2020 verði 20% orku aflað með vistvænni orku. Í dag er þetta hlutfall yfir 70% á Íslandi. Ef aðrar þjóðir gætu státað af slíkum árangri væri ekkert gróðurhúsavandamál og Al Gore hugsanlega þulur í myndinni How to play better golf. Vistvæn orkuvinnsla er hluti af lausn gróðurhúsavandans en ekki hluti vandans. Berðu höfuðið hátt því við erum engir skussar. Kveðja Tryggvi L. SkjaldarsonStarfsmaður Alcan
Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 13:39
Sæll Dofri!!!
Mikið er ég ánægð með hvað þú ert málefnalegur og duglegur að halda Umhverfismálunum í umræðunni, ekki veitir af!!!
Neysluhyggjan er algerlega að gera út af við vistkerfi jarðar eins og þú hefur svo réttilega bent á....
Takk fyrir að bjóða upp á myndina hans Al Gore, ég fór að sjá hana að sjálfsögðu og hann er náttúrulega búinn að fylgjast með þessum breytingum frá því hann var í námi í Háskólanum og fylgdist með rannsóknum prófessorsins síns, þetta er algert meistaraverk enda fékk hann Óskarsverðlaun fyrir myndina sem bestu heimildarmynd ársins og ef hún hristir ekki upp í fólki og hvetur til aðgerða þá eru þeir hinir sömu algerir steingervingar!!!
Ég vil vekja athygli á hve Akureyrarbær er að gera stórkostlega hluti til að minnka gróðurhúsaáhrifin, en það er þeirra ákvörðun að gefa frítt í strætó, og viti menn aukningin hefur ekki staðið á sér og um leið minnkar einkabílisminn og minnkar mengun!!!
Þetta þarf einnig að gera hér í Reykjavík frítt í Strætó og auka þjónustuna og minnka þar með álagið á gatnakerfið, minnka svifryk og minnka gróðurhúsaáhrifin !!!!!!!!
Það er svo skrítið þegar fólk heldur því fram að stjórnvöld séu að gera heilmikið, en svo er enginn rökstuðningur eða dæmi nefnd, mjög ótrúverðugt. Það þýðir ekki að koma með slíkar fullyrðingar öðruvísi en nefna dæmi, marmið og leiðir að þeim markmiðum, annars eru það orðin tóm og algerlega marklaust......
Haltu áfram Dofri,
þú ert frábær,
kv.Bergljót
Bergljót Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.