20.3.2007 | 23:17
Landsvirkjun og OR auglýsa undir dulnefni
Samorka auglýsir núna grimmt hreina íslenska orku. Auglýsingaherferðin hlýtur að kosta nokkur hundruð þúsund.
Það er gott og blessað að við kyndum ekki húsin okkar eða lýsum upp skammdegið með kolum. Ég hef hins vegar á tilfinningunni að það sé ekki það sem stendur á bak við auglýsingarherferð Samorku núna.
Samorka er í eigu Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suðurnesja og nokkurra annarra orkufyrirtækja. Nú er rúm vika þangað til verður kosið um stækkun álversins í Straumsvík.
Auglýsingaherferð Samorku hefur þann tilgang að innprenta okkur að stóriðja sem krefst virkjana í Þjórsá, í Hverahlíð og á Ölkelduhálsi (einstaklega fjölbreyttu hverasvæði í bakgarði borgarinnar) sé frábært mál.
Væri ekki hreinlegra að OR og LV auglýstu bara undir eigin nafni? "Kjósið með stækkun álversins í Straumsvík - Ölkelduháls og Þjórsá eru lítil fórn fyrir hreina orku til álbræðslu!"
Alcan gæti slegist í lið með þeim og hert á hræðsluáróðrinum: "Ef þið kjósið ekki með stækkun þá förum við ekki bara eitthvert annað með störfin ykkar - við förum eitthvert þangað sem við verðum að nota kolaorku! Viljið þið það?"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
-----------------------------
Framtíðarlandið auglýsir núna grimmt sáttmála um framtíð Íslands. Auglýsingaherferðin hlýtur að kosta nokkrar milljónir.
Það er einmitt mjög gott og blessað að við kyndum ekki húsin okkar eða lýsum upp skammdegið með kolum. Ég hef það á tilfinningunni að það sé ekki það sem stendur á bak við auglýsingarherferð Framtíðarlandsins núna.
Framtíðarlandið eru samtök sem stjórnuð eru m.a. af nýjustu stjörnu Samfylkingarinnar (Reyni Harðarsyni), Andra Snæ rithöfundi, Þóru grasafræðingi og Ósk fjallaleiðsögukonu. Nú er rúm vika þangað til verður kosið um stækkun álversins í Straumsvík og stutt til þingkosninga.
Auglýsingaherferð Framtíðarlandsins hefur þann tilgang að innprenta okkur að ekki megi snerta við landinu og alltaf eigi að skila því eins og við tókum við því. Ef það hefði verið gert frá landnámi værum við líklega ennþá í torfkofum. Ekki er hinsvegar minnst á hvað það sé " frábært mál" að nýta ekki auðlindir landsins
Væri ekki hreinlegra fyrir Samfylkinguna og þessa aðila að auglýsa bara undir eigin nafni? "Kjósið á móti stækkun álversins í Straumsvík - það má ekki snerta landið, aldrei!"
Vg gæti slegist í lið með þeim og hert á hræðsluáróðrinum: "Ef þið kjósið með stækkun þá rekum við ykkur úr landi! Viljið þið það?"
----------------------------
Sorry Dofri, þetta var bara einum of gott tækifæri fyrir stíl/staðfærðum ritstuldi.
Hvernig getur annars Samorka sem er samtök orku- og veitufyrirtækja og telur yfir 40 aðildarfélög verið dulnefni fyrir OR og LV? ertu að meina að fólk fatti ekki að Samorka hafi eitthvað með orkuframleiðendur að gera?
Ég er umhverfisverndarsinni og er ekkert sérstalega hlynntur virkjunum út um allt eða álverum en það er ekkert sérlega snjallt að nýta ekki auðlindir landsins, amk hóflega. Prófaðu bara að biðja Norðmenn um að hætta að dæla upp olíu enda er brennsla hennar helsti umhverfisvandi heimsins í dag. Norðmenn munu taka vel í þetta erindi þitt og sjá örugglega hvað það er vitlaust að nýta þessa auðlind.
Ekki var R-listinn á móti Hellisheiðarvirkjun sem ég get nú ekki sagt að sé mikil prýði. Af hverju eru þá fólkið sem stóð að R-listanum á móti því að Orkuveita Húsavíkur og fleiri í Samorku komi upp jarðvarmavirkjun á Þeystarreykjum, afskekktu svæði sem innan við 0,1% landsmanna heimsækja árlega ? Svona rugl er einfaldlega kallað hræsni.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 01:51
Það er athyglisvert Dharma að þú vitnir í skýrslu Hagfræðistofu Háskóla Íslands sem unnin var að beiðni Hafnarfjarðarbæjar, sem "mjög góða rannsókn sem sýndi hvernig stækkun álversins mun koma sér vel við buddu Hafnfirðinga".
Reyndar vitnar Alcan ekkert í þessa skýrslu og Samtök Atvinnulífsins gagnrýna hana nokkuð harðlega og kannski gæti ástæðan verið einmitt sú að skýrslan sýnir á mjög sláandi hátt hvernig stækkunin kemur við buddu Hafnfirðinga sbr. bls. 4:
"Á ári hverju yrði tekjuauki bæjarbúa þá samtals 110 milljónir króna, eða um 4 þúsund krónur á mann"
Ómar Hilmarsson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 12:19
Alveg eins og skýrsluhöfundar benda á, þá er ekki tekinn inn umhverfisskaðinn sem verður af völdum stækkunarinnar.
Ég veit ekki hversu vel fólk er að sér í hagfræði, en umhverfisskaði þýðir kostnaður fyrir samfélagið. Út úr þessum hagtölum eru því einungis búið að reikna út hagnaðinn af álverinu, það vantar inn í jöfnuna kostnaðinn af álverinu.
Það er alveg rosalega mikilvægt að menn átti sig á þessu, þetta er svokallað kostnaðar-hagnaðarfall (cost-benefits analysis). Þannig að 4000 kall á mann í hagnað, svo vantar mínustöluna (sem ég myndi óhræddur giska á að væri svona helmingurinn af þessu eða 2000 kall).
Þannig 4000-2000 = 2000kr.
Þetta dæmi er bara til að minna lesendur á það að þessar skýrslur eru í hagfræðilegum skilningi aðeins hálfklárað verk, enda taka skýrsluhöfundar það sérstaklega fram: ÞAÐ ER EKKI MÆLDUR UMHVERFISSKAÐINN AF VERKEFNINU Í STRAUMSVÍK.
Hlynur (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 13:42
Hmm, þannig að skv. þér Dharma þá er 4.000 kall á kjaft á ári fyrir að hafa álver af þessari stærðargráðu inn á svæði sem verður líklega nánast miðja Hafnarfjarðar eftir 15-20 ár "hreint ekkert svo slæmt".
Ég verð nú eiginlega að vera ósammála þér. Mér finnst þetta eiginlega algjör tittlingaskítur miðað við áhrifin.
Svo má benda á að Alcan og Samtök Atvinnulífsins hafa nú ekki verið hlutlaus í þessari umræðu þannig að ætla má að meira mark sé takandi á skýrslu Hagfræðistofu.
Það þýðir að það sem þú kallar "worst case" er frekar "most likely case".
Ómar Hilmarsson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:10
Fyndin rök hjá þér Dharma
Ef álverið fer þá gerist það kannski eftir 17 eða 25 ár og þeir sem vinna þar fara að vinna einhversstaðar annarsstaðar.
Svo skil ég reyndar ekki hvað VG koma þessum þræði við.
Ómar Hilmarsson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.