Hræðsluáróður

StraumsvíkÉg gæti skrifað langt mál um baráttu Alcan og starfsmanna álversins fyrir stækkun. Ég hef gert mér far um að kynna mér málstað þeirra sem vilja stækkun vel, hef m.a. hitt innvígða starfsmenn álversins sem vinna að áróðri fyrir stækkun og hlýtt á þeirra mál.

Að mörgu leiti hefur áróðurinn verið málefnalegur en sumt er þó alveg fráleitt. Eins og t.d. að líf 1.500 Hafnfirðinga byggist á álverinu og sé í stórhættu ef ekki verður af stækkun. Kom on! Það vinna 216 Hafnfirðingar í álverinu. Með sömu margfeldisáhrifum ættu gjörvöll Suðurnesin að vera í rúst af því Kaninn fór. Það er hins vegar ekki málið eins og allir vita.

Það ljótasta í þessu er skrökvið um að álverið loki ef það fær ekki að stækka. Það er vísvitandi alið á þessu til að hræða fólk. Fólk er alltaf hrætt um að missa vinnuna, lífsviðurværi sitt. Engum finnst það góð tilhugsun og enginn óskar náunganum þess. Þess vegna hamra áróðursmeistarar Alcan á þessari skröksögu. Beita hræðsluáróðri.

Rannveig og Hrannar hafa aldrei sagt að álverið fari. Þau vita að það er ekki satt. Segja bara að fyrirtæki sem ekki þróast hætti að lokum að vera samkeppnisfært. Auðvitað. En ætli það verði eitthvað óhagkvæmara að byggja nýtt tæknivætt álver í Straumsvík þegar að því kemur heldur en að byggja nýtt álver í sömu stærð í Helguvík? Það er heil biðröð af álrisum sem er til í að gera það!

Þegar þessi falsrök um úrelta tækni hafa ekki þótt nóg hefur líka verið gripið til þess að segja að samningar séu að renna út og alveg óvíst að það náist samningar um orkuverðið eftir 7 eða 14 ár. Hvílík firra! Auðvitað verður samið upp á nýtt, svo báðum aðilum líki. Þannig eru viðskipti.

Ef ekki þá væri Alcan tæpast að hætta sér út í þá áhættu að byggja hérna risaálver og semja til um 20 ára eigandi á hættu að þurfa bara að pakka öllu saman af því Íslendingar vildu ekki framlengja samninga. Nú það má þá líka spyrja hvort þeir eru ekki hræddir um að þurfa að loka núverandi álveri þó þeir fái að byggja nýtt - samningarnir við núverandi álver eru til endurskoðunar eftir sem áður!

Þetta eru dæmi um afskaplega ómerkilegan málflutning. Ég held að þarna séu brellumeistarar Alcan ekki að vinna málstað sínum gagn. Þetta er ótrúverðugt og fólk finnur af því lyktina langar leiðir þegar er verið að plata það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verði stækkunin samþykkt fer væntanlega allt í fullan gang í Hafnarfirði við stækkunina.  Kemur þá Gunnar "ósýnilegi" Svavarsson, efsti maður í SV kjördæmi og oddviti SF í Hafnarfirði, til með að ganga með hauspoka þegar hann kynnir Fagra Ísland fyrir Alþingiskosningarnar? 

Þessi ótrúlega framkoma Samfylkingarinnar í Hafnarfirði er það næsta sem ég hef komist því að sjá nokkurn fremja pólítískt harakiri, og það rúmum mánuði fyrir kosningar.  Þetta er kannski ástæðan fyrir því hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn er ávalt stærsti flokkur landsins (ólíkt öllum öðrum hægriflokkum Norðurlanda).

Samfylkingarmaður (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 22:43

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Hjá Samfylkingunni er íbúalýðræði virt. Ég held að flestir jafnaðarmenn sætti sig við niðurstöðuna, hver sem hún verður. Samfylkingin er hófstiltur flokkur sem hlustar á fólkið og virðir skoðanir þess.

Tómas Þóroddsson, 22.3.2007 kl. 00:57

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Samfylkinginin er vinstriflokkur og því bara ángi af því meiriháttar vinstra STÓRA
STOPPI í vor EF kjósendur kjósa það!!!!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.3.2007 kl. 00:58

4 identicon

Stóriðja virðist helst koma úr því neðra hjá þeim sem tala vilja hana í kaf.  Sjálfum finnst mér í fínu lagi að stækka þau álver sem fyrir eru - þau eru jú þarna og stærra álver hefur miklu minni áhrif á umhverfið en að byggja nýtt sem kosta nýja staðsetningu, línur um landið á nýjum stöðum o.s.frv. 

Notum því tækifærið og stækkum Straumsvík - það er gott mál og góð lausn út frá umhverfissjónarmiðum. Ég segi já.

kveðja

Sveinn  

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 01:45

5 Smámynd: Dofri Hermannsson

Pálmar. Það er enginn pabbi að fara að missa vinnuna af því það verði ekki stækkað. Þess vegna væri í meira lagi ósmekklegt að láta barn segja slíka fjarstæðu. Mér kæmi það samt ekkert á óvart að það yrði reynt.

Börnin eiga hins vegar að erfa landið sem við erum núna á örfáum árum að gjörbreyta og þess vegna er vel við hæfi að hugleiða hvað við viljum varðveita fyrir börnin okkar - ósnortna náttúru eða álbræðslu.

Dofri Hermannsson, 22.3.2007 kl. 11:19

6 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sammála Pálmar. Það er vandmeðfarið. Hef ekki séð þessar auglýsingar Framtíðarlandsins en finnst ekki ótrúlegt að það megi færa góð rök fyrir því að barn tali um að varðveita landið fyrir komandi kynslóðir.

Dofri Hermannsson, 22.3.2007 kl. 12:31

7 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Hræsluáróður segir þú frændi.

Bendi á blogg hjá Jóhönnu Dalkvist. Þar er bent á hræsluáróður fyrr á tímum og er margt kunnulegt við hann.

Endilega kíkið á það.

Ágúst Dalkvist, 22.3.2007 kl. 12:32

8 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Dofri

Þú hefur semsagt aldrei lennt í því eða séð það gerast að samningar hafa ekki tekist. Vitum við í dag eitthvað um hverskonar samkeppnisumhverfi verður hér á rafmagnsmarkaði eftir 7 ár eða 14 ár? Verður hér nóg framboð og lítil eftirspurn eða lítið framboð og mikil eftirspurn. Landsvirkjun leitast væntanlega við að selja sitt rafmagn þeim sem best býður? Er það sjálfgefið að Alcan geti boðið best? Ef þú hefur hlustað á Rannveigu í viðtalinu í Kompás þá segir hún eins og satt er að Alcan hafi rafmagnssamning til 7 ára. Það er nákvæmlega það sem ég hef bent á í mínum skrifum, það að við vitum ekki hvað framhaldið verður eftir 7 ár eða 14 ár ef af framlengingu verður. Hvað ef VG verður í ríkisstjórn og lætur Landsvirkjun neita að selja Alcan rafmagn svo eitt öfgakennt dæmi sé tekið. Hvað stækkunina varðar þá hefur Alcan væntanlega verið búið að reikna það út hvað það gæti tekið langan tíma að fá arð af sinni fjárfestingu og eflaust ekki samþykkt styttri rafmagnssamning en sem því næmi. Ef við reiknum með því að Alcan hafi gengið frá sínum málum þannig þá ætti stækkunin að vera afskrifuð að fullu eftir 20 ár og Alcan gæti því, án þess að tapa, lagt niður verksmiðjuna. Auðvitað er það ekki ætlun þeirra en þarna þurfa tvö sjónarmið að mætast, annarsvegar álversins um eins langan rafmagnssamning og hægt er og hinsvegar orkufyrirtækjanna um að binda sig ekki í löngum samningum vegna þess að aðstæður breytast. Ég hef ekki verið með neinn hræðsluáróður að mér vitandi heldur hef ég bent á það sem í stöðunni liggur að framhald álframleiðslu í Straumsvík er ekki tryggt nema til 7 ára en yrði það til amk. 20 ára ef stækkunin færi í gegn ásamt því að meiri líkur væru á að stækkunin myndi keyra í allt að 40 ár.

Að lokum finnst mér það ómálefnalegt að þér sem framkvæmdastjóra Samfylkingarinar að þú og fleiri flokksmenn lýsið ítrekað yfir vantrausti á flokksfélaga ykkar í Hafnarfirði. Einn daginn eru þeir fullfærir um að sjá um þetta og hinn daginn ekki. Hvort er það? Eru þeir vanhæfir eður ei? 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 22.3.2007 kl. 12:54

9 identicon

Sæll Dofri

Það er með ólíkindum hve þér tekst að snúa út úr og rangfæra margt í ekki lengri pisli.  Ertu hissa að fylgið hrynji af flokknum okkar?

Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson

Starfsmaður Alcan

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 12:58

10 Smámynd: Dofri Hermannsson

Það væri aðeins ein möguleg ástæða fyrir því að ekki tækjust samningar eftir 7 og 14 ár þegar samningar við Alcan verða opnir. Sú eina mögulega ástæða væri að þá væri rafmagn á Íslandi orðið miklu hærra í verði en annars staðar í heiminum og að það borgaði sig að fara annað. Eins og staðan er í dag þá eru m.a.s. Kínverjar að selja sitt rafmang til stóriðju á miklu hærra verði en við svo mér finnst þessi rök ærið langsótt.

Hvort sem það er að vandlega yfirlögðu ráði eða ekki þá niðurstaðan sú sama - ykkur hefur aldrei tekist að færa rök fyrir því að álverið sé að fara ef það fær ekki leyfi til að þrefalda sig. Allur áróður sem elur á ótta fólks við að missa vinnuna úr bænum getur því ekki kallast annað en hræðsluáróður. Skamm!

Dofri Hermannsson, 22.3.2007 kl. 13:39

11 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Það er aðeins innan þinnar höfuðkúpu sem það er enginn möguleiki á að álverið hætti starfsemi eftir 7 ár. Allir aðrir heilvita menn taka því sem möuleika í stöðunni en svona er það nú bara með þig Dofri minn. Hættu þessu bulli og skammastu þín. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 22.3.2007 kl. 15:55

12 Smámynd: Dofri Hermannsson

 

Þið treystið því ekki að þessi 8 þúsund kall á ári sem hver Hafnfirðingur fær fyrir að setja stærsta álver Evrópu í garðinn hjá sér dugi til að sannfæra fólk um að samþykkja stækkun. Skiljanlega.

Þess vegna hræðið þið fólk með því að segja að 216 Hafnfirðingar (sem á einhvern undarlegan hátt verða í einni svipan að 1.500 manns) missi lífsviðurværi sitt ef stækkunin verður ekki samþykkt.

Enginn málsmetandi aðili hjá Alcan hefur treyst sér til að bakka þessar skröksögur ykkar upp. Enda ekki hægt.

Dofri Hermannsson, 22.3.2007 kl. 16:26

13 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Ef þú ert enn ósannfærður Dofri þá ættiru að kíkja á upptöku frá íbúafundi í Hafnarfirði þar sem Hrannar Pétursson sem þú hefur nefnt áður tekur það sérstaklega fram að álverið loki líklega ekki innan 7 ára en alls óvíst eftir það. Þú getur líka eflaust hringt í Hrannar sjálfan eða gluggað í skýrslu Hagfræðistofnunar þar sem gert er ráð fyrir að helmingslíkur seú á að álverið loki eftir 7 ár. Vonandi að þú og þínir geti hætt þessum rakalausa þvætting sem þið hafið ekkert fyrir ykkur í.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 22.3.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband