Alcan búið að veggfóðra

straumsvikÞað er augljóst að Alcan ætlar ekki að láta neitt áróðurstækifæri sem er hægt að kaupa fyrir peninga ganga sér úr greipum.

Eins og allir hafa tekið eftir er fyrirtækið búið að veggfóðra bæinn með heilsíðuauglýsingum á besta stað í öllum blöðum undanfarna viku.

Netmiðlarnir hafa líka verið dekkaðir svo vel að ef maður smellir á milli síðna getur maður verið nokkuð viss um að netborði frá Alcan er á öllum helstu viðkomustöðum netverja.

Fánaborgir Alcan hafa nú verið reistar út um allan Hafnarfjarðarbæ við mis góðar undirtektir.

Þetta er eins og að lenda í þreytandi sölumanni sem setur eltir mann á milli staða til að leyfa manni að hlýða á "málefnalegar röksemdir" söluvöru sinni.

Mér fannst hún ekki sérlega málefnaleg auglýsingin sem sagði að hver fjögurra manna fjölskylda í Hafnarfirði myndi græða 250 þúsund á ári ef það yrði stækkað. "Það er kjarni málsins" sagði Alcan.

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði úttekt á því hvað stækkun myndi færa Hafnfirðingum umfram aðra uppbyggingu á sama svæði.

Niðurstaðan var að hagur Hafnarfjarðar myndi batna um sem nemur 8 þúsund krónum á mann á ári. Það er kjarni málsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Dofri  engar fánaborgir eru í Hafnarfirði á vegum Alcans það er ekki satt hjá þér, ef ramkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar getur ekki sagt sat hvað er þá með aðra Samfylkingarmenn, fánarnir voru á vegum Hags Hafnarfjarðar.

Á fundi í Bæjarbíó 22. 03 2007 féllust Sólarmenn og VG á 800 milljónirnar við lok fundarins .

Eftir útskýringar, Dr. Gunnar Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og Sveinn Bragason, fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar og
Ingi B. Rútsson, formaður Hags Hafnarfjarðar og Dr. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þessi ósigur Sólarmanna og VG er einn sá firsti af mörgum sem koma mun í þessari umræðu.

Sigurður P. Reyndi að mælda i móin en rök hans léttvæg með tilliti til skýrslu sem hann áður hafði mælt með svokallari Dysjarskýrslu um Álvef við Dysjar við Eyjarfjörð.

Pétur Óskarsson viðurkenndi með þögn sinni og vildi ekki ræða málið frekar.

Eina sem Kristín Pétursdóttir, viðskiptafræðingur hafði til málana að leggja var að starfsmenn Landsvirkjunar væru óðheiðaleikir og svindluðu á landsmönnum á raforkuverði þetta er alvarleg ásökun á hendur Landsvirkjun um að þeir færu ekki eftir landslögum, engan staðreyndir gat hún vitnað í máli sínu til stuðnings verður svo að líta á að hún hefði sagt ósatt.

Kv, Sigurjón Vigfússon

 

Rauða Ljónið, 25.3.2007 kl. 11:23

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stundum fara menn offari, munum hvernig fór fyrir Jakobi Frímanns í hans kosningabaráttu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2007 kl. 13:41

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

"Hagur Hafnarfjarðar" eða Alcan - hver er munurinn? Þetta er hvort tveggja Hagur Alcan.

Það getur hver sem er lesið skýrslu Hagfræðistofnunar þar sem kemur skýrt fram að tekjuauki Hafnfirðinga fyrir að setja stærsta álver Evrópu í garðinn hjá sér eru 6-8 þúsund krónur á íbúa.

Auðvitað finnst Vilhjálmi Egilssyni það ekki skemmtilegt - hann er afskaplega þungaðinaðarsinnaður eins og flestir af hans kynslóð og flokki. Um Hag Alcan þarf ekki að fjölyrða.

Það er auðvitað þyngra en tárum taki fyrir Álrisann að aukin umsvif hans skuli ekki skipta bæinn meira máli en raunin er. En þá má alltaf fara aftur í hræðsluáróðurinn - klisjurnar sem Hagur Alcan hefur notað að undanförnu "fólk mun missa vinnuna!" "1500 manns verða á vonarvöl" "fólk eins og ég og þú, sem ekur um með barnavagna á sunnudögum". Vitið til.

Dofri Hermannsson, 25.3.2007 kl. 13:53

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Þú ert enn við sama heygarðshornið Dofri

Það er rétt hjá þér að í skýrslunni stendur að hagnaður Hafnarfjarðar af álverinu umfram annari atvinnustarfsemi er 8000 krónur á íbúa. Málið er það að þetta mat byggir á þeirri forsendu að takmarkað framboð sé af atvinnulóðum í Hafnarfirði. Á fundinum í Bæjarbíó kom fram frá bæjarstjórn að slík staða er ekki á borðinu og því getur öll sú atvinnustarfsemi sem vill komið og skaffað þessar 600 miljónir á ári ofaní þær 800 miljónir á ári sem Alcan myndi skaffa. Nú ert þú mikill hagfræðingur Dofri og ættir því að geta séð að 800 miljónir í hendi plús vonandi 600 miljónir í nýrri starfsemi (1400 miljónir á ári) er hagstæðara en 600 miljónir í væntanlegri atvinnustarfsemi. Þarna munar ef ég tel rétt 800 miljónum á ári sem gerir 32.000 krónur á íbúa eða 130.000 á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þetta eru 130.000 sem hægt er að nota aukalega í að bæta þjónustu í Hafnarfirði og bæta hag íbúanna. Í þessari tölu eru engin margfeldisáhrif eða annað meðtalið þannig að endanlegur ábati verður umtalsvert stærri.

Þetta er það sem Hafnfirðingar eru að fara að kjósa um. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 25.3.2007 kl. 18:09

5 identicon

Fyrir jól var eg á leið til Keflavíkur að ná í pabba út á flugvöll... þegar ég kem í átt að álverinu frá Hafnarfirði sé ég fyrir framan mig þykka dökk gula slikju yfir álverinu og stóru svæði í kring... hef aldrei séð þvílíkt áður þó ég hafi oft keyrt til Keflavíkur. Þennan dag var algjört logn... hvaðan kom þessi mengun ef hún kom ekki frá Álverinu? Þá fyrst sá ég með mínum eigin augum hvað virkilega mikið þetta álver mengar. Að halda öðru fram er blekkingaleikur.. sem því miður hefur náð til ansi margra..

Góð grein hjá þér Dofri !

Björg F (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 19:19

6 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Björg

Álverið er ekki eina fyrirtækið á þessu svæði og sum þessara fyrirtækja menga talsvert. Það blekkir fólk oft að það sér ekki hvað fer fram fyrir ofan Hafnarfjarðarveg en það er margt sem ekki er til fyrirmyndar. Hinsvegar gæti þetta einfaldlega verið svifryksmengun af Hafnarfjarðarveginum. Eflaust gætir þú sent fyrirspurn til álversins um mengunartölur fyrir þennan ákveðna dag. Ég hef allavega unnið þarna í mörg ár og kannast ekki við að hafa séð þesskonar slikju áður. Ef allt hefur verið í lagi með búnað og annað ætti þetta ekki að hafa stafað frá álverinu en maður veit jú aldrei.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 25.3.2007 kl. 20:51

7 identicon

Sæll Dofri

Til þess að íbúalýðræði virki þarf að tryggja að upplýsingar séu réttar.  Leggja þarf spilin á borðið.  Það hefur Alcan verið að gera.  Hvernig þú kýst að snúa útúr rangfæra og segja beinlínis ósatt er varla boðlegt af manni sem ber starfstitilinn"starfandi framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar".

Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson

Starfsmaður Alcan

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 21:33

8 Smámynd: Dofri Hermannsson

Brúkaðu nú þá mannasiði sem ég veit að þú kannt Tryggvi. Ég hef ekki sagt neitt sem ég get ekki staðið við en hef hins vegar margoft bent á rangfærslur, hræðsluáróður og tilraunir Alcan til að kaupa atkvæði Hafnfirðinga. Það hafa hvorki þið eða aðrir getað borið brigður á.

Ef þú hefur raunverulegar áhyggjur af virku íbúalýðræði held ég að þú ættir að beina sjónum þínum að þeirri staðreynd að Alcan er með þig sjálfan og fjölda annarra starfsmanna á fullum launum við að reka áróður fyrir stækkun álversins.

Þar að auki hefur Alcan varið hundruðum milljóna í að kaupa sér velvild út um allan bæ og núna síðast að senda áróðursbækling (með ósönnum tölum um hagnað Hafnfirðinga af stækkun) og að veggfóðra dagblöðin, netmiðlana og flettiskilti bæjarins með áróðri sínum.

Þeir aðilar sem eiga að sjá um að koma öndverðum sjónarmiðum til íbúanna vinna sína vinnu í sjálfboðavinnu og hafa trúlega innan við 1% af þeim fjármunum sem Alcan hefur notað til að miðla sínum sjónarmiðum.

Finnst þér þessi ofboðslegi aflsmunur stuðla að því að íbúalýðræðið virki?

Dofri Hermannsson, 25.3.2007 kl. 22:27

9 identicon

Sko, ég hef bara enga minnstu áhyggjur af því að íbúar í Hafnafirði láti ekki sína eigin sannfæringu ráða á kjördag.

Sama hversu mikið þessir blessuð alcan menn, eiga eftir að eyða miklum pening í það að reyna að sannfæra Hafnfirðinga til liðs við sig. Fæstir eiga eftir að láta það ráða ferðinni.

Hafnfirðingar vita manna best hvað er best fyrir Hafnafjörð og það er ekkert sem að getur breytt því.

Dofri, treystu bara á hið virka íbúalýðræði. Samfylkingin í Hafnafirði hefur "eistun" til að leyfa Hafnfirðingum að ráða ferðinni, vertu með í því og treystu Hafnfirðingum 

Selfyssingur (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 23:54

10 identicon

Einhvern tímann hefði það verið stórfrétt ef erlent stórfyrirtæki færi að skipta sér af skipulagsmálum í einu sveitarfélagi á Íslandi. (Þetta kallast að hlutast til um innanríkismál) - - Þeim kemur málið bara ekkert við og eiga ekki að hafa skoðun á því hvernig Hafnfirðingar vilja skipuleggja bæinn sinn. - -

Guðmundur (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 00:34

11 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ágæti Selfyssingur. Ég treysti Hafnfirðingum vel til að taka ákvörðun út frá þeim forsendum sem fyrir liggja. Ég vona að hver Hafnfirðingur hafi á laugardaginn næsta fengið upplýsingar frá báðum aðilum - þrátt fyrir að annar aðilinn hafi múg manns á launum og ótakmarkaða peninga til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri en hinn aðilinn hálfa milljón og nokkra tugi sjálfboðaliða.

Eins og margir hafa bent á þá tapaði Golíat fyrir Davíð, risi með alvæpni tapaði fyrir strák með slöngvað.

Dofri Hermannsson, 26.3.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband