26.3.2007 | 11:34
Hagur Alcan
Samtökin Hagur Hafnarfjarðar hafa verið áberandi í baráttunni fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Í þeim samtökum eru margir starfsmenn Alcan að vinna á fullum launum við að sannfæra Hafnfirðinga um hag bæjarins af stækkun.
Margir efast um þann hag. Það er staðreynd að bæjarstjórnin hefur ekki undan að framleiða deiliskipulag fyrir iðnaðarlóðir - svo mikil eftirspurn er eftir lóðum undir atvinnustarfsemi í Hafnarfirði. Það er því ljóst að ef landið sem á að taka undir stækkun verður ekki notað í það mun það verða notað undir iðnaðarlóðir. Fasteignagjöld af þeim eru líka peningar.
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands var, af bæjaryfirvöldum og með samþykki bæði Sólar í Straumi og Alcan, sérstaklega fengin til að gera úttekt á stækkun álversins annars vegar og eðlilegri þróun hins vegar.
Hagfræðistofnun HÍ fann út að hagnaður hvers Hafnfirðings af stækkun yrði á bilinu 6-8 þúsund krónur á ári. Þá var ekki tekið tillit til umhverfiskostnaðar. Það læðist að manni sá grunur að Hagur Alcan væri heiðarlegra nafn á samtökin um stækkun í Straumsvík.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Gerðu það nú fyrir okkur að loka hana Dörmu úti aftur.
Hún er sífellt að endurtaka sömu vitleysuna aftur og aftur, bara alltaf í lengra og lengra máli.
Ingólfur (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 12:51
Hér skapast nú gjarnan umræður þar sem fólk með andstæðar skoðanir tekst málefnanlega á.
Það að maður reynir að vera málefnanlegur gerir mann ekki sjálfkrafa að "jáfólki" eða sviptir mann skoðunum sínum.
Þú ættir að prófa það eitthverntíman, það er ekkert sárt.
Ingólfur (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 13:15
Sæll, Dofri þú átt voða bát með það að segja sannleikan um þetta mál í Hag Hafnarfjarðar eru engir starfsmenn frá Alcan á launum það er ósatt hjá þér hvort það er orðin stefna hjá Samfylkingunni að segja ósatt? Ég bát með að trúa því verð ég því að bendla þig við það, þú virðst ekki geta höndla sannleikan því miður.
Þú veist líka að skýrsla Hagfræðistofnunar þegar allir þeir þætti sem í henni eru er samstíga skýrslu SA um 800 milljónirnar það kom skírt fram .
Á fundi í Bæjarbíó 22. 03 2007 féllust Sólarmenn og VG á 800 milljónirnar sem lámark við lok fundarins.
Pétur Óskarsson, Sigurður P. Sigmundsson og Kristín Pétursdóttir gátu ekki hnekkt því þau urðu undir í umræðunni, varðandi umhverfiskostnaðinn voru Sólarmenn búnir að reikna hann út Pétur reiknaði hann á tæpar 21 milljón í grein 1. júní 2006
En samtals með öllum gjöldum er þetta yfir 1.400 milljónir alls.
Eftir útskýringar, Dr. Gunnar Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og Sveinn Bragason, fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar og
Ingi B. Rútsson, formaður Hags Hafnarfjarðar og Dr. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins þá var þetta niðurstaðan og henni var ekki hnekkt á fundinum.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 26.3.2007 kl. 14:03
"stilltuð Alcan upp við vegg" Þetta er orðin ansi skemmtileg birting á "Lobbyistanum". Á ég að skilja það þannig að stórfyrirtækinu hafi ekki tekist að kaupa sér stjórnmálamenn og þurfi nú að eyða í almenn atkvæðakaup? Það hvernig þú skrifar þetta, full réttlætingar og reiði í garð þerra sem ákváðu að fara með þetta fyrir almenning finnst mér vera fyrir neðan allar hellur.
Ég á ekki von á því að þú getir skammast þín Darma og þess vegna ætla ég að gera það fyrir þig.
Bestu kveðjur
Kormakur
Kormakur Hermannsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 14:14
Ha-ha. Þú ert nú líklega fyrstur til að kalla mig vinstri mann (ég geri ráð fyrir að þetta sé einhvers konar hallmæli úr þínum munni). Vandinn er einmitt sá að málflutningur ykkar Dhörmu virðist einkennast af svona skyrslettum. Þið virðist eiga það sameiginlegt að vera á móti því að almenningur fái að meta hlutina sjálfur til fjár. Þið eruð jú búnir að því og niðurstaðan hugnaðist ykkur kannski meira en hún gæti hugnast öðrum.
Stóra spurningin er auðvitað sú hvers vegna svokallaðir hægri menn taka því ekki fagnandi þegar miðjuflokkur eins og Samfylkingin vill að íbúar fái að verðmeta yfirvofandi framkvæmdir og svo ,áður en lengra er haldið, verðmeta auðlindir þjóðarinnar áður en þær eru gefnar úr landi.
Nú ef þú kannt að skammast þín þá máttu gera það líka fyrir mig, ég skammast mín til dæmis átakanlega mikið fyrir svokallaða hægri menn þessa dagana. Finnst þeir vera landi og þjóð til háborinnar skammar.
Kormakur Hermannsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 16:50
Dofri þú ert ótrúlega ósvífinn og mér liggur við að segja heimskur að setja fram fullyrðingar sem þú greinilega veist ekkert um, en veist samt hvar þú gætir náð þér í þær upplýsingar, þú bara villt það ekki, villt ekki vita sannleikann því það er svo auðvelt fyrir mann í þinni stöðu að ljúga að fólki. Ertu orðinn svona vanur að búa til að þú veist ekki lengur hvað er tilbúningur og hvað er sannleikur? Þannig eru þeir sem eru sjúklegir lygarar, þeir hætta að þekkja munin.
Mér þætti gaman ef þú gætir nefnt mér einhver nöfn sem eru á launum hjá Hag Hafnarfjarðar, því ef þú getur sýnt mér að einhver er á launum hjá okkur í félaginu, þá ætla ég að fara að heimta greiðslur fyrir mína vinnu.
Kormákur, ef þú þarft að skammast þín fyrir einhvern, þá skaltu skammast þín fyrir bróðir þinn.
Á þessari síðu hefur ekki sést málefnalegur flutningur í talsvert langan tíma og Dofri stundum fær maður nóg, einhversstaðar fyllist mælirinn. Hættu að láta eins og fífl og reyndu að vera maður með hugsun, notaðu hugvitið í hausnum á þér en ekki loftið, þú getur gert miklu betur og myndir kannski fá einhver atkvæði út á það jafnvel.
Jóhanna Fríða Dalkvist, 26.3.2007 kl. 17:00
Hvurslags komment er þetta Jóhann Fríða Dalkvist (fer betur að nota full nöfn þegar maður skammar einhvern)
Í einni og sömu færslunni segiru að maðurinn sem skrifar á þessari síðu sé ósvífinn heimskingi og fífl sem í þokkabót sé sjúklegur lygari. Ja hérna hér!!!!
Er þetta sú málefnalega umræða sem kemur frá ykkur virkjunarsinnum, ég bara spyr?
Helgi Bárðarson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 17:37
Nei sem betur fer voga ég mér ekki að segja þetta nema við mann sem hefur ekki getað notað málefnalega umræðu í langan tíma. Maður í þessari stöðu á hreinlega ekki að leyfa sér þetta og það særir mann mest að vita að Dofri af öllum mönnum skuli láta svona, því ég þekki til hans og veit að hann á ekki að þurfa þess. Hann hefur vit, vitsmuni og manngæsku til að vera málefnalegur.
Jóhanna Fríða Dalkvist, 26.3.2007 kl. 17:48
Jóhanna mín. Ertu nú alveg búin að missa það!
Ertu búin að gleyma hvernig þú skrifaðir fjálglega um 1500 manns sem myndu missa vinnuna sína, fólk eins og ég og þú, sem keyra barnavagna á sunnudögum og allt það. Þú hefur aldrei getað rökstutt
Þú getur tæplega þrætt fyrir það að Alcan er með fjölda starfsmanna í "launuðu leyfi" við það eitt að reka áróður fyrir stækkun.
Ég held að manneskja sem hefur a) stundað það að hræða fólk með því að það missi vinnuna b) skrökvað ótæpilega um þann fjölda sem slíkt gæti haft áhrif á c) ýkt árlegan hagnað hverrar fjölskyldu af stækkun um 226 þúsund og d) látið hafa sig út í að skrifa af slíkri heift og bræði eins og þú gerir hér að ofan - ætti aðeins að anda djúpt og spyrja sig hvort það geti nú eitthvað verið til í þessari gagnrýni.
Ég held varla að þú hafir gert þínum málstað verulega gott með þessari hrinu.
Dofri Hermannsson, 26.3.2007 kl. 18:11
Sæll Dofri Það liggur fyrir að Alcan stenst allar kröfur Umhverfisstofnunar. Það liggur fyrir og er fjarri, reyndar víðsfjarri, að fólki í nágrenni stafi hætta af álverinu vegna mengunar. Það liggur fyrir að beinar tekjur Hafnarfjarðar verða yfir áttahundruð milljónir(Hagfræðistofnun) og þá eru eftir allar óbeinar tekjur. Óbeinar tekjur bara vegna útsvars nýrra starfsmanna áætlar Hagfræðistofnun eitthundarð og tuttugu milljónir. Þá eru allir hinir eftir. Kjarni málsins er eins og þú segir: Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði úttekt á því hvað stækkun myndi færa Hafnfirðingum umfram aðra uppbyggingu á sama svæði. Raunveruleikinn er að það er enginn annar að fara að byggja á Alcan lóðinni í bráð, enda er nóg til af landi fyrir iðnað í nágrenninu. Þannig að þú getur sleppt því að draga frá hugsanlegan ávinning af hugsanlegum iðnfyrirtækjum á Alcan lóðinni.Í skýrslunni sem Hagfræðistofnun gerði fyrir Alcan er það þannig. http://www.straumsvik.is/UserFiles/File/Betra_alver.pdf Þú segir líka: Ég treysti Hafnfirðingum vel til að taka ákvörðun út frá þeim forsendum sem fyrir liggja. Ég vona að hver Hafnfirðingur hafi á laugardaginn næsta fengið upplýsingar frá báðum aðilum - þrátt fyrir að annar aðilinn hafi múg manns á launum og ótakmarkaða peninga til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri en hinn aðilinn hálfa milljón og nokkra tugi sjálfboðaliða. Ég velti fyrir mér hvort þú teljir með sjálfan þig, formanninn okkar, flokksforustuna, Framtíðarlandið, Draumalandið, Ómar, Andra Snæ, Vinstri græna, hægri græna og alla hina sem tjá sig gegn stækkun þegar þú nefnir aðilan sem aðeins hefur hálfa milljón og nokkra tugi sjálfboðaliða.
Og líka segir þú: Þar að auki hefur Alcan varið hundruðum milljóna í að kaupa sér velvild út um allan bæ og núna síðast að senda áróðursbækling (með ósönnum tölum um hagnað Hafnfirðinga af stækkun).
Og líka: Ég hef ekki sagt neitt sem ég get ekki staðið við en hef hins vegar margoft bent á rangfærslur, hræðsluáróður og tilraunir Alcan til að kaupa atkvæði Hafnfirðinga. Það hafa hvorki þið eða aðrir getað borið brigður á.
Hvað stendur á bakvið þessar fullyrðingar? Ekkert.
Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan
Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 18:31
Sæll Tryggvi.
Gleymdirðu ekki að setja aftan við titilinn "í launuðu leyfi við að kynna sjónarmið Alcan til stækkunar í Straumsvík"? Það er betra fyrir þá sem eru nýjir lesendur þessarar síðu að vita hvað er hvurs.
Kv. Dofri.
Dofri Hermannsson, 26.3.2007 kl. 18:36
Hvort sem starfsmenn Alcan séu á fullum launum við þetta eða ekki; hvað með það? Eru þetta ekki starfsmenn Alcan? Kemur það okkur eitthvað við? Nú er ég ekki Hafnfirðingur en ég tel það best fyrir Hafnfirðinginn að kjósa með stækkun. Rökfærsla umhverfisfasista og "Sól á móti straumi" (er nú enn að reyna að átta mig á þessu heiti), hefur ekki verið sannfærandi eða málefnalegur. Upphrópanir og múgæsingur er það eina sem virðist koma frá þessu fólki.
Jújú, það verður kannski ekki spennandi að keyra í gegnum álver í hvert skipti sem manni dettur í hug að fara á Suðurnesin eða frá þeim, en maður verður jú að sjá staðreyndir málsins; að tekjur Hafnarfjarðar stóraukast með stækkun og þ.a.l. lífsgæði og þjónusta Hafnfirðinga...eða það vona ég allavega.
Guðmundur (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 18:46
Jah hérna, ég hef nú verið að fylgjast með þessari ummræðu hérna á spjallinu á Mogganum og ekki hef ég lesið annað eins og andsvar eins og frá þessari jóhönnu Dalqvist. Skrítið að skuli ekki vera lokað á annan eins óhróður í garð höfundar bloggsins. Ef svon fólk kann ekki að biðjast afsökunar þá á það ekki að vera að auglýsa sinn innri mann. Ég fékk svar frá henni sem einkenndist af hroka og yfir gangi. Allveg með ólíkindum. Ég var að vinna í Álverinu þegar skallinn var yfir og allveg þangað til Ristinn tók við. Þetta samfélag breyttist frá því að vera að hlakka til að far í vinnuna til að passa sig hvað mátti segja svo menn lentu ekki í "Ristinn". Málflutningur Alcan fólks einkennist af hræðslu fyrir ofan því miður. Mæli með að lokað verði á þessa jóhönnu strigakjaft.
Olafur Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 18:47
Hvað meinar þú með "launuðu leyfi"? Hvaða starfsmenn Alcan eru að vinna fyrir Hag Hafnarfjarðar? Ef þú horfir þannig á að ég sé á launum allan sólarhringinn þá er ég auðvitað í launuðu leyfi akkúrat núna. Hverjir eru þá ekki að vinna í þessu máli í launuðu leyfi?
Jóhanna Fríða Dalkvist, 26.3.2007 kl. 18:49
Sæll aftur Dofri
Meiri dylgjur?
Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan
Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 18:51
Ágætu pennavinir. Ég vil nú hvetja ykkur til að sýna hófsemi í persónulegum aðdróttunum. Það eru nokkrir dagar til kosninga enn svo það er nú ekki gott að sprengja siðferðisrammann alveg strax!
Ólafur, ég hendi Jóhönnu ekki út, hún er frænka mín og ég sé í gegnum fingur mér við hana þótt hún hafi eiginlega náð þeim vafasama heiðri að gera annálað prúðmenni úr Dharma með samanburði við sig.
Tryggvi, eins og þú veist hef ég gert mér far um að hlusta á rök þeirra sem vilja stækkun. Mörg þeirra eru ágæt þó ég telji hin miklu fleiri sem eru með því að hafna því að fá stærsta álveri Evrópu í bakgarðinn hjá sér.
Væri ekki betra að þið létuð ykkur nægja að nota þessi rök, t.d. þennan 6-8 þúsund kall á ári á hvern Hafnfirðing og ýmislegt sem þið hafið bent á annað en slepptuð ómálefnalegum málflutningi s.s. hræðsluáróðri og að halda fram röngum tölum um hag Hafnfirðinga?
Ég held að það yrði betra fyrir ykkar málstað - ég efast mjög um að hræðsluáróður skili sér á endanum í fylgi við stækkun. Og það gerir dónaskapur ekki heldur.
Bestu kveðjur,
Dofri.
Dofri Hermannsson, 26.3.2007 kl. 19:10
Nokkrar spurningar til álverssinna: 1. Hvaða fjárhagslegar forsendur ættu að þvinga Alcan til að loka í Straumsvík þótt fyrirtækið tapi kosningunum? Þrátt fyrir allar tækniframfarir er fyrsta álver Alusuisse enn í gangi 99 árum eftir að það tók til starfa. 2. Hvernig getið þið sætt ykkur við að risafyrirtæki kaupi sig inn í íslenskar orkulindir í gegnum íbúakosningar í Hafnarfirði? Íbúarnir og þeirra afkomendur þurfa að búa við hliðina á fyrirtækinu, anda að sér útblæstrinum frá því og horfa á örin sem starfsemin skilur eftir á landinu. Eiga þeir ekki að ráða sínum örlögum? 3. Hvernig er hægt að leggja að jöfnu baráttu íbúasamtaka sem snapa fé með samskotum og áróðursstríð risafyrirtækis þar sem kosningaútgjöld eru eins og hver annar frádráttarliður í rekstrarbókhaldi?
4. Hvernig getið þið sætt ykkur við svona lýðræði?
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 19:14
Nú hefur þetta álver verið þarna í mörg ár. Nafni minn talar um útblástur og mengun. Af hverju hefur ekki verið talað um þetta fyrr en nú, að íbúar andi að sér "viðbjóðslegum" útblæstri? Nú þekki ég nokkra Hafnfirðinga sem vita varla af þessu álveri og kannast ekki við að fá kíghósta einu sinni á ári vegna útblásturs frá Straumsvík. Hvaða ör ertu að tala um?
Eigum við að vorkenna Pétri og co. vegna þess að Alcan hefur meiri peninga en "Sól í straumi"? Af hverju (allavega hefur það farið framhjá mér), koma engar lausnir frá þeim sem eru á móti álverinu, bara ýkjur, upphrópanir og staðreyndavillur.
Guðmundur (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 20:39
Ég man þegar frændi minn frá Króatíu kom í heimsókn fyrir rúmum 30 árum (pabbi borgaði) og hann náði vart andanum yfir fegurð "tunglsins", enda voru tunglfararnir "treinaðir" hér! á Íslensku hrauni. Svo þegar hann var að jafna sig á hrifningarvímunni, komum við að Straumsvík...pabbi reyndi að vera jákvæður og útskýra fjármagnið og hagnaðinn á bak við þetta skrímsli, en jafnvel þá...1972 fannst manni frá lokuðu Kommúnistaríki sem ryki væri slegið í auga sér. Hann spurði og spurði man ég (ekki nema 11 ára) en þetta slær í augun...eins og Zagreb varð grá og ljót +I TÍÐ KOMMÚNISTA!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2007 kl. 21:08
....OG VEL AÐ MERKJA HANN VAR OG JAFNVEL ER KOMMÚNISTI...saknar hinna gömlu tíma!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2007 kl. 21:10
Sæll Dofri
þú kýst að tala um 6-8 þúsund krónur á íbúa. Það gerir þú þótt ljóst að a.m.k. 45-50 þúsund á hvern íbúa er nær lagi. Hvers vegna?
Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan
Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 21:14
Ótrúleg skrif og fullyrðingar............ að vera flokksbundinn en algjörlega óviss um hvað ég á að merkja við í vor ? ja Dofri, þá eykur ekki á likurnar á að það verði flokkurinn minn !
Sigurður Ólafsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 21:16
Það sakar ekki að draga andan örlítið inn, og anda rólega áður en maður tjáir sig. Þá eru minni líkur á því að maður segi eitthvað sem maður á síðan eftir að sjá eftir.
Það sem að umræðan snýst um hérna, minnir einna helst á sandkassaleik, þar sem styrkur og stærð bíla föður manns voru það sem skipti öllu máli, jafnvel þó að báðir áttu feðurnir sama '86 módelið af Volvo 746.
Hér er rifist um það hvað séu staðreyndir. Jafnvel þó að staðreyndir séu óhagganlegar og haldast óbreytar. Það að tankarnar tveir við álverið eru rauð og hvít röndóttir er staðreynd, það að Rannveig Rist er forstjóri ISAL í Straumsvík er staðreynd.
Það sem þarf að koma fram í þessari umræðu eru óhagganlegar, óbreytanlegar staðreyndir og um þær á að kjósa.
Það er eðlilegt að menn eins og Dofri, Tryggvi, Jóhanna, Guðmundur og fleirri sem hafa tjáð sig, heimti það að rétt sé farið með staðreyndir, ekki breyta því yfir í eitthvað skítkast um persónur og orðaskakk sem menn eiga eftir að sjá eftir.
Höldum umræðunum á málefnalegum nótum um staðreyndir.
Ég skal byrja: Að meðtöldum heildartekjum af Straumvíkurhöfn liggur tekjuauki Hafnfirðinga af stækkun álvers Alcan milli 3,4-4,7 milljarða kr. eða sem svarar til 140-200 þúsund kr. á hvern Hafnfirðing. Tekjuauki bæjarins á hverju ári er metinn á 170-230 milljónir kr. eða sem svarar til 6-8 þúsund kr. á hvern Hafnfirðing. Hér vegur fasteignaskattur þyngst, en einnig tekjuaukning vegna meiri umferðar um höfnina. Þá mun Hafnarfjörður spara um 560 milljónir kr. að núvirði við það að háspennulínur verði lagðar í jörð. Þennan ábata verða Hafnfirðingar að vega á móti umhverfistjóni er hlýst af stækkun álversins, s.s. mengun, sjónrænum áhrifum eða því raski er hlýst af lagningu breytinga á flutningskerfi rafmagns. Samanlagt umhverfistjón álversins mætti nema þeim fjárhæðum sem nefndar voru hér að framan án þess að kostnaður af stækkun álversins yrði meiri en væntur ábati. Heimild: Hagfræðistofnun HÍ.
Lesið meira á: http://www.hafnarfjordur.is/hafnarfjordur/upload/files/pdf/skipulag/alcan/hag.pdf
Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 22:06
1. Það að það skuli borga sig að reka álver í 99 ár bendir ekki til þess að álver úreltist mjög hratt. Að gefa annað í skyn er liður í hræðsluáróðri. 2. Að útblástur skuli vera frá álverum getur ekki komið neinum á óvart. 3. Örin eru á landinu eftir virkjanir. Það má bæta við sjónmengun vegna raflína og verksmiðjukumbalda. 4. Íslendingar hafa sett sér reglur um eignarhald á fjölmiðlum svo hægt sé að tryggja lýðræðislega umræðu. Þeir hafa sett sér reglur um styrki til stjórnmálaflokka svo fjársterkir aðilar hafi ekki óeðlileg áhrif á pólitískt starf í landinu. Er það ekkert áhyggjuefni að forvígismenn risafyrirtækis skuli beita sér af alefli í íbúakosningu í íslenskum smábæ til að tryggja sér aðgang að orkulindum landsins? Hvernig þætti mönnum ef erlend útgerðarfélög tæku þátt í alþingiskosningum til þess að tryggja sér aðgang að fiskistofnum landsins? 5. Hvernig er hægt að dásama svona lýðræði án þess að fá óbragð í munninn?
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 22:43
Guðmundur, það dásamlega við lýðræðið er sú einfalda staðreynd að kosningarrétturinn er hjá fólkinu, íbúunum, lýðnum, lýðurinn ræður, þar kemur nafnið sjáðu til lýðræði.
Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 23:01
Hvaða rússneski hugsunarháttur er þetta... Það er bara komið nóg af áli í bili..
Þið talið sum hver eins og það sé verið að boða endalok jarðar..
Setjum allar virkjanaframkvæmdir í stóriðju í smá bið... ca. 5 ár og sanniði til... Öldin verður orðin allt önnur og landsmenn munu anda léttar að hafa stoppað þetta í tæka tíð.. Og allir munu græða... langt yfir 8 þús. karlinn...
Því ný tækifæri eru á stórsiglingu inn..
Lifið heil í friðsæld og gleði
Björg F (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 00:24
Sæll Jón Kristófer.
Gaman að þú skyldir rifja þetta upp með álver á Húsavík - var það ekki einmitt eitt helsta baráttumál ykkar Vinstri grænna í bæjarstjórnarkosningunum í fyrra? Ég man ekki betur en 1. maður ykkar á Akureyri hafi staðið fast á því.
Dofri Hermannsson, 27.3.2007 kl. 00:29
Það eru margir úr Vinstri grænum sem vilja stóryðju.. enda sameinast það þeira hugsun um "atvinna handa öllum" sjá nánar á bloggsíðu eins diggs stuðningsmans Vinstri grænna Hr. Tyrfingsson. Það er ekkert skrítið að fólk hafi ólíkar skoðanir á þessum málum þó saman sé í flokki... Þess vegna ættu allir sem virkilega láta þetta mál til sín taka og vilja kál en ekki ál kjósa Íslandshreyfinguna... því hún er jú hönnuð með hugmyndafræði Andra Snæ sér að baki.. svo geta aðrir sem láta sig þetta minna skipta kosið þá flokka sem láta sig aðra hluti meiri skipta og eru þeim meir að skapi..
Finnst frekar hallærislegt að fólk má ekki hafa sínar skoðanir á þessu máli sama í hvaða flokki það er.. og hvað með það þó fólk sé þá ósammála en styðji sama flokk..? annað hvort væri það nú.. Við erum ekki beljur á bás sem erum tjóðraðar fastar á mjaltatímum..
haltu áfram Dofri með þína góðu greinar... þær eru vel settar fram og rökstuddar.. áhugaverð lesning fyrir alla
Björg F (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 00:45
Mengun frá álveri ef að um hámarksnýtingu er að ræða eftir stækkun (ársmeðaltal):
Heildarflúoríð = 460.000 tonn/ári * 0,55 kg/tonn = 253.000 kg/ári = 693,15 kg/dag
Ryk = 460.000 tonn/ári * 1,2 kg/tonn = 552.000 kg/ári = 1512,33 kg/dag
Brennisteinsdíoxíð = 460.000 tonn/ári * 7,5 kg/tonn = 3.450.000 kg/ári = 9452,05 kg/dag
Bara smá svona margföldun og deiling hjá mér; gögn fengin úr töflu 1 frá eftirfarandi slóð: http://www.hafnarfjordur.is/hafnarfjordur/upload/files/pdf/skipulag/alcan/hag.pdf
Helgi Bárðarson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 01:15
Skora á alla að lesa pistil Pétur Tyrfingssonar hér. VG og Marxista. Snilldarskrif sem kallar á áfallahjálp eða þaðan af drastískari meðferðarúrræði til handa alverndunarsinnum eftur lesturinn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2007 kl. 01:48
Sæll Hlynur Bárðarson
Hvað á að segja þegar föðurlegri umvöndun er fylgt eftir með útúr snúningi og/eða rangfærslu eins og þú gerir hér að ofan. Hafðu það sem sannara reynist.
http://straumsvik.is/UserFiles/File/Betra_alver.pdf
Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan
Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 10:24
Já vinur minn, þetta er nú ekki rangfærsla hjá mér, þar sem jú þetta er tekið beint upp úr niðurstöðum Hagfræðistofnunar.
Það væri kannski ekki úr vegi að þú myndir benda mér á hvaða útúrsnúning ég viðhafði. Giska á að þú sért að benda á hin afleiddu störf sem skapast vegna stækkunar, sem verður auðvitað að taka með í reikninginn ekki spurning.
Ég hins vegar gleðja þig og taka staðreyndar-bút úr úr þessari skýrslu sem þú bendir á:
Ólíklegt er að stækkun álvers eða aðrar nýjungar í atvinnumálum Hafnfirðinga hafi nokkur áhrif á atvinnuleysi í bænum þegar til lengdar lætur. Nýir starfsmenn álversins, sem munu búa í Hafnarfirði, verða því annað hvort sóttir út fyrir bæinn eða úr öðrum störfum. Þeim starfsmönnum sem flytja kunna í bæinn eftir stækkun álvers fylgja nýjar skyldur fyrir bæinn. Þeir sem voru í öðrum störfum hafa fengið laun þar og greiða nú þegar útsvör af þeim launum. Ef laun sem greidd eru í Alcan eru hærri en gengur og gerist má færa fyrir því rök að fyrirtækið dragi hálaunamenn í bæinn. Heimild: http://straumsvik.is/UserFiles/File/Betra_alver.pdf
Annar staðreyndarbútur:
Gera má ráð fyrir að störfum í bænum fjölgi fyrstu árin um 300-400 að meðtöldum þeim 165 störfum sem Hafnfirðingar vinna í álverinu sjálfu. Störfunum fjölgar síðan í liðlega 500 alls á 5-6 árum, ef gert er ráð fyrir að starfsmönnum álversins fækki um 2% á ári, en síðan má búast við að störfunum fækki í liðlega 400 á 30-40 árum. Hér er stuðst við svonefnt grunnstarfalíkan. Störfum er þá skipt í grunnstörf, sem snúa að framleiðslu sem einkum er seld út fyrir bæinn, og hins vegar þjónustustörf sem aðallega beinast að fólki innan bæjarins (fyrirvara verður reyndar að setja við notkun slíks líkans í Hafnarfirði, þar sem ætla má að þjónustufyrirtæki sinni einnig mörgum utanbæjarmönnum).
Heimild: http://straumsvik.is/UserFiles/File/Betra_alver.pdf
Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 10:43
Tryggvi L. Skjaldarson
Þú segir: Hafðu það sem sannara reynist
Hlynur kemur með beina tilvitnun í skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands sem er merkt C07:04 og ber yfirskriftina Kostnaður og ábati Hafnfirðinga af hugsanlegri stækkun álvers og er gefin út í mars 2007
Þú bendir á skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands sem er merkt C07:03 og ber yfirskriftina Áhrif stækkunar álversins í Straumsvík á tekjur Hafnarfjarðarbæjar og atvinnulíf í bænum sem er einnig gefin út í mars 2007
Þú er sem sagt að halda því fram að önnur skýrslan, sú sem að þú starfsmaður alcan, vitnar í sé í raun sannari heldur en sú skýrsla sem Hlynur vitnar í, sem eins og þú sérð kemur frá sama aðilanum. Ég skil þetta þannig að þú viljir meina að Hagfræðistofnun sé ekki að segja satt í annari skýrslunni (Jú vill svo skemmtilega til að þar er talað um kostnað við stækkun, sem sagt ókostir stækkunar) en að hin skýrslan sé hinn heilagi sannleikur (Jú vill svo skemmtilega til að þar er talað um tekjur við stækkun, sem sagt kostir stækkunar).
Það hljóta allir að sjá að þú ert einungis að reyna slá ryki í augun á lesendum. Að lokum langar mig til að benda þér á eina setningu, sem er einmitt tekin úr inngangi í þeirri skýrslu sem að þú vilt meina að sé hinn heilagi sannleikur. Hún er orðrétt á þessa leið (leturbreyting mín):
Mikilvægt er að litið sé á svörin í heild sinni, en varast að slíta einstök atriði úr samhengi
Helgi Bárðarson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 11:36
Sælir Hlynur og Helgi Bárðarsynir
Útúr snúningurinn eða misskilningurinn er fólgin í að þið horfið á mismun á ábata af stækkunar og ábata af ímynduðum iðnfyrirtækjum sem stæðu á eignarlóð Alcans. Hvers vegna í ósköpunum Hagfræðistofnun var fengin til að gera þennan samanburð er ekki gott að átta sig á.
Allavega er ljóst að það auðveldar ekki fólki á að sjá hve ofboðslega mikið af peningum streyma til Hafnarfjarðar ef af stækkun verður. Skoðið betur skýrslu Hagfræðistofnunar sem hún gerði fyrir Alcan því þar er ekkert platfyrirtæki reiknað inn á lóðina.
Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan
Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 12:44
Það að Hagfræðistofnun skuli horfa á mismun á ábata af stækkun og ábata af ímynduðum iðnfyrirtækjum sem stæðu á eignarlóð ISAL, er einfaldlega vegna þess að þetta er jú Hagfræðistofnun sem notar almenna hagfræði til að gera kostnaðar og ábatagreiningu.
Eitt af fyrstu orðunum sem menn læra í hagfræði er það sem kallast "FÓRNARKOSTNAÐUR"
Það að ákveða að stækka álverið hefur ákveðin fórnarkostnað, sá fórnarkostnaður lýsir sér einna best í því að svæðið sem fer bæði undir bygginguna og hið svokallað þynningarsvæði verður fórnað fyrir álverið. Fórnað í þeim skilningi að þar verður ekkert sem kemur í staðinn.
En þetta sérð þú alveg jafnvel og við hin Tryggvi minn, þetta á ég ekki að þurfa að segja þér er það nokkuð.
Af þessum ástæðum, þessum fórnarkostnaði, telur hagfræðistofnun eðlilegt samkvæmt þekkingu þeirra á hagfræði að setja dæmið upp eins og bent er á hér að ofan og þú setur út á.
Þetta sem þú ert að benda á, er að sjálfsögðu staðreynd, en segir okkur bara hálfan sannleikan, það vantar þetta "PLATFYRIRTÆKI" til þess að allur sannleikurinn, öll staðreyndin, kemur upp á yfirborðið
Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 13:56
Ertu ekki soldið fastur í þessari hugsun álver eða ekkert, Tryggvi?
Mér þykir sjálfum allavegana ósköp eðlilegt að gert sé ráð fyrir einhverju öðru fyrirtæki og þá með einhverskonar öðrum áherslum sem gætu haft mun meiri fjárhagslegan ábata heldur en álver á þessum stað.
Við megum ekki festa okkur í þeirri hugsun að álver sé það eina sem geti tryggt þjóðfélaginu einhverjar tekjur, það er einfaldlega gamaldags hugsunarháttur.
Helgi Bárðarson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 14:05
Sæl öll sem ritið hér inn
Mikið óskaplega finnst mér skemmtilegt að sjá comment Jóhönnu Fríðu Dalkvist hér inni.
Hennar skrif sannfæra undiritaðan um það að þokkalega skynsamt fólk á litla sem enga samleið með hennar líkum og ætti því án nokkurs efa að greiða atkvæði gegn stækkun Álversins í Straumsvík
Undirritaður hefur fylgst grannt með skrifum Jóhönnu á vef hags Hafnarfjarðar og ekki er nú allt sem hún hefur ritað þar til að hrópa húrra fyrir.
Jóhanna vertu svo væn að halda áfram þínum skrifum á vefi hér og þar þannig sem flestir nái að sjá skrif talskonu stækkunar Álvers áður en kosningin fer fram.
Bestu kveðjur úr Hafnarfirði
Páll K (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 21:14
Virtasta hagfræðistofnun landsins, Hagfræðistofnun HÍ hefur reiknað út að ábati Hafnarfjarðarbæjar verði um 170-230 milljónir á ári.
Það er ótrúlegt að sjálfskipaðir sérfræðingar í hagfræði skuli véfengja þessa niðurstöðu æðstu menntastofnunar landsins og telja sig vita betur, reikni jafnvel út í sínum eigin skýjaborgum milljarða hagnað af stækkun álversins. Hafið þið sótt um prófessorsstöðu við hagfræðideild Háskólans, fyrst þið vitið svona mikið betur en hagfræðisérfræðingar HÍ?
Þá gerast þeir jafnvel svo djarfir að reikna með að verktakar, sem annars myndu þjónusta stækkað álver, muni bara sitja með hendur í vasa og bora í nefið, í stað þess að leita sér að öðrum verkefnum! Sömuleiðis að aðrir iðnverktakar muni bara láta dýrmæta iðnaðarlóð standa auða.
Tryggvi segir: Hvers vegna í ósköpunum Hagfræðistofnun var fengin til að gera þennan samanburð er ekki gott að átta sig á.
Tryggvi þú gerist svo djarfur að dylgja um að Hagfræðistofnun HÍ láti utanaðkomandi aðila, hvort sem það er Alcan eða Sól í Straumi, hafa áhrif á vísindalegar niðurstöður! Hvernig dettur þér þetta í hug? Þú sem sjálfur situr undir áburði um að vera á launum frá Alcan við að reka áróður fyrir stækkun álversins.
Í rauninni er mér alveg sama hvort meintur hagnaður er 100 milljónir eða 1-2 milljarðar af stækkun álversins. Það breytir ekki því að það er verið að auka verulega mengun í Hafnarfirði, hleypta bæjarfélaginu upp í innbyrðis deilur og stuðla að verulegu umhverfistjóni bæði í Hafnarfirði og við Þjórsá, ef af þessari stækkun verður.
Theódór Norðkvist, 28.3.2007 kl. 21:48
Rauða ljónið segir hér að framan:
Þú veist líka að skýrsla Hagfræðistofnunar þegar allir þeir þætti sem í henni eru er samstíga skýrslu SA um 800 milljónirnar það kom skírt fram .
Á fundi í Bæjarbíó 22. 03 2007 féllust Sólarmenn og VG á 800 milljónirnar sem lámark við lok fundarins.
Nú er ég búinn að hlusta á fundinn á netinu frá upphafi til enda. Ég varð hvergi var við að Sólarmenn og VG hafi fallist á einhverja slíka niðurstöðu. Var fulltrúi VG á þessum fundi? Mér heyrðist ekki.
Theódór Norðkvist, 30.3.2007 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.