Stækkunin liður í sölu Alcan til Rio Tinto?!

riotintoaluminiumEr stækkun álversins í Straumsvík væri fyrst og fremst liður í að gera Alcan verðmætari söluvöru?

Þessu hefur verið haldið fram með ágætum rökum enda mun sennilegri skýring en að Alcan þurfi annars að loka einu af stærstu álverum sínum í heiminum - álveri sem skilar gríðarlegum hagnaði eins og það er.

Í síðasta mánuði voru ítrekað fluttar fréttir af yfirvofandi yfirtöku hins lítt geðþekka álrisan Rio Tinto á Alcan og Alcoa. Féttir um þetta má m.a. sjá í Wall Street Journal og Financial Post í Kanada. Sérfræðingar virðast sammála um að þetta sé ekki spurning um hvort heldur hvenær.

“Alcan and Alcoa will be taken over…The vultures are circling and someday they will see a reason to swoop,” said BMO Nesbitt Burns analyst Victor Lazarovici after the Times of London, citing unnamed sources, reported that BHP Billiton and Rio Tinto Group have each drawn up plans for a US$40-billion takeover of Pittsburgh-based Alcoa. “It’s too logical and the numbers are too compelling for it not to happen eventually. The question is, when is ‘eventually’?” 

_________

Rumors of a large aluminum deal have floated for more than a year, heating up again in recent days, after the Times of London reported that BHP and Rio Tinto had both "drawn up plans" for a $40 billion takeover of Alcoa. Rio Tinto and BHP declined to comment on the speculation, and Alcoa officials have played down the report. "We view this as rumors and rumors only," said Kevin Lowery, a spokesman for Alcoa.

It also is possible mining companies will wind up preferring Alcan over Alcoa. Although Alcoa has overshadowed Alcan by many business measurements for years, that dynamic may be starting to reverse. After a 2003 acquisition of French aluminum company Pechiney SA and a reorganization, Alcan found itself on par with Alcoa in terms of some divisions and assets, though Alcoa remains the larger company, with a market value of $27 billion compared with Alcan's $18 billion. Alcan stock was up 19% in the past three years, while Alcoa's was down 15%, before yesterday's stock jump. "You can say Alcan has done better, period," says John Tumazos, a metals analyst with Prudential Securities in New York.

"Money makes the World go round" er sagt og við skulum setja okkur í spor stjórnarformanns Alcan. Það bíða kaupendur í röðum eftir að kaupa fyrirtækið á góðu verði. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær og hlutverk stjórnarformannsins er að gera fyrirtækið sem allra verðmætast þangað til að sölunni kemur.

Eitt af þremur stærstu og best reknu álverum fyrirtækisins hefur möguleika á að þrefalda starfsemi sína og semja um hreina og ódýra orku til ca 25 ára í heimi þar sem verð á vistvænni orku fer ört hækkandi. Það myndi sannarlega hækka verðið á sjoppunni umtalsvert. Til mikils vinnandi að niðurstaða íbúakosninganna verði hagstæð.

Eru íbúar í Hafnarfirði peð í gróðatafli álrisanna?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dofri Hermannsson

Dharma minn, ég veit að kurteisi er ekki þín sterka hlið er reyndu samt. Ég veit líka að þinn flokkur lítur ekki svo á að kosningaloforð, eins og að það verði kosið um mikilvæg mál, séu til að efna þau. Við erum á annarri skoðun.

Dofri Hermannsson, 30.3.2007 kl. 12:37

2 identicon

Eins og Lúðvík bæjarstjóri hefur marg-margtekið fram er ekki verið að kjósa um neina stækkun. Það á að kjósa um deiliskipulag!!!! Þetta með Rio Tinto finnst mér lykta af rasisma. Þetta er alþjóðafyrirtæki sem hefur bjargað mörgum þróunarríkjum eins og okkar frá helv. kommúnistunum. Hvernig eigum við að segja A en ekki B? Alcan gæti líka barasta farið ef Hafnfirðingar yrðu með röfl. Og svo er ekki víst að jarðstrengurinn verði kostaður af Rannveigu ef DEILISKIPULGINU yrði hafnað. Það kostar klókindi að semja við útlendinga og gengur ekki að vera með rembing.

Fá ekki Hafnfirðingar hafnargjöld af öllu súrálinu sem skipað er á land?

Að lokum: Það dugar enginn torfristuhugsunarháttur hjá þjóð sem á eftir að greiða milljarð í kostnað við sakfellingu á stórglæpamönnum sem fara í taugarnar á bestu mönnum þjóðarinnar. Nó sör. "Viskum halda áfram að tátla hrosshárið okkar lambið mitt."

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 12:49

3 identicon

Sæll Dofri

Ég velti fyrir mér hverjum gagnast skrifin þín? 

Kveðja Tryggvi L: Skjaldarson

Starfsmaður Alcan

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 13:18

4 identicon

Það hlýtur að vera spennandi að vinna hjá Rio Tinto. Þetta er vel rekið fyrirtæki og vinsælt af verkum sínum. Frábær starfsandi.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband