Tap Hafnarfjarðar

álverístraumsvíkHagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur réttilega reiknað út að hagnaður af þreföldun álversins í Straumsvík umfram vöxt annarrar starfsemi sé um 6-8 þúsund krónur á ári á mann.

Seðlabankinn varaði í gær eindregið við því að ráðast í þessar framkvæmdir vegna neikvæðra áhrifa á efnahagslífið, vextina og verðbólguna sem heimilin í landinu, þ.m.t. Hafnarfirði, eru að kikna undan.

Ef Hafnfirðingar segja JÁ við stækkun eru þeir líka að segja JÁ við áframhaldandi okurvöxtum á yfirdrætti heimilana í landinu. Munurinn á núverandi yfirdráttarvöxtum heimilanna og 4% lægri vöxtum (eins og stefnt er að) er um 2.9 milljarðar á ári. Hlutur Hafnfirðinga í því er líklega um 222 milljónir króna eða um tæplega 10 þúsund á mann. Lítið eftir af 6-8 þúsund krónunum þá.

Hafnarfjörður hefur verið að byggjast hratt upp, þar er mikið af ungum fjölskyldum sem hafa þurft að skuldsetja sig töluvert til að koma sér þaki yfir höfuðið. Á síðasta ári sáu verðbólgan og verðtryggingin til þess að nýlegt húsnæðislán upp á 10 milljónir hækkaði um ca 1.2 milljónir eða um ca 50 þúsund kr á mánuði.

Segi Hafnfirðingar JÁ við þreföldun álversins í Straumsvík eru þeir að viðhalda og jafnvel að auka á verðbólguna.

Þeir Hafnfirðingar sem eiga verðtryggðar skuldir geta því búist við að skuldir þeirra hækki umtalsvert á næsta og þarnæsta ári þrátt fyrir að skilvíslega sé hamast við að borga þær niður. Fyrir venjulegt heimili ungrar fjölskyldu með 15 milljóna húsnæðislán myndi áframhaldandi ástand þýða hækkun skulda upp á ca 75.000 á mánuði. Ekki mikið eftir af 6-8 þúsund kallinum þar.

Alcan hefur kappkostað að keyra áróður sinn á hræðslu við að saklausu fólki verði sagt upp störfum sínum ef Alcan fær ekki að þrefalda álverið. Fyrirtækið hefur sent andlitin á öllum sínum starfsmönnum inn á hvert heimili í Hafnarfirði. Skilaboðin eru skýr - við missum vinnuna ef þú segir nei! Það er rangt.

Hafnfirðingar sem búa í Vallahverfi horfa upp á verðfall á fasteignum sínum út af þreföldun álversins. Þetta fólk er líka með andlit þótt þau komi ekki inn um lúguna hjá öllum bæjarbúum.

Hvað ætli það séu mörg andlit, bara í Hafnarfirði, sem munu þurfa að þola hærri yfirdráttarvexti og hækkun verðtryggðra skulda sinna um tugi þúsunda á mánuði af því að Alcan heimtar leyfi til að þrefalda starfsemi sína?


mbl.is Taugatitringur fyrir álverskosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er enginn að fara að missa vinnunna. Þurfa að horfa upp á þann lyga áróður frá Alcan misbýður réttlætiskennt minni algjörlega og gerir mig sorgmædda. Er þetta leiðin til að fá sínu framgengt??? ´

Dofri þetta er nákvæmlega rétt sem þú segir og ég trúi því að Hafnfirðingar muni sjá þetta skynsamlega og kjósa jákvætt á Laugardaginn - Nei með stækkun.

Áfram Fagra Ísland

Björg F (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 19:13

2 identicon

Það vill nú þannig til að ég þekki þennan samning betur en þú Dhamra...

Samningsákvæði á milli Alcan og Landsvirkjunar er alveg skýrt. Ef þeir vilja ekki endurnýja orkusamninginn eftir 6 ár þá getur Landsvirkjun framlengt hann um 10 ár. Þetta gengur á báða bóga. Ef Alcan vill samt fara þá þurfa þeir að borga 80% af uppsettu orkuverði næstu 10 ár. Það myndi auðvitað ALDREI borga sig.. einfalt reikningsdæmi  Ég bendi þér á að hafa samband við Þorstein upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar til að fá þetta staðfest.

Annars þá nenni ég ekki að rökræða þetta frekar.. fólk verður bara að fá að trúa því sem trúa vill...

Óska ykkur sólríks laugardags..

Björg F (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 20:24

3 identicon

Dharma, talandi um hræðsluáróður: "Álverið vill ekki vera ef það verður ekki stækkað. Ergó, álverið FER ef það verður ekki stækkað."

Veistu hvað Alcan græðir á þessu álveri? Veistu hvað Alcan þyrfti að borga fyrir þetta rafmagn í hverju öðru siðmenntuðu landi?

Benjamín (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 20:56

4 Smámynd: Ingólfur

Það er alveg rétt hjá Dörmu, við skulum treysta stjórnendum álversins best.

"Engar áætlanir eru uppi um lokun álversins ef ekki kemur til stækkunar, enda gengur verksmiðjan vel og árangurinn er góður"

-Rannveig Rist (á heimasíðu Alcan allt þar til þeir föttuðu að þetta rímaði ekki við hræðsluáróðurinn)

Ég hreinlega trúi því ekki að Hafnfirðingar láti blekkjast af þessu.

Ingólfur, 31.3.2007 kl. 01:37

5 identicon

Gott kvöld, að lesa þetta blogg er alveg með ólíkindum, aðallega það hvernig Dofri og Björg tala um Alcan, eiginlega einsog þarna séu tómir drullusokkar og lygarar sem stjórna, sem er fjarri lagi, hvað er eiginlega að ykkur ? getið þið ekki bara sagt hreint út við viljum ekki álver. en sleppt því að vera að rakka niður og skíta út, og hræðsluáróður... ja það hafið þið heldur betur tileinkað ykkur, þið andstæðingar álvers en ekki viðskiptahalla ? en eitt langar mig að vita, kannski Dofri geti svarað því, hver er þessi önnur starfsemi sem þú nefnir varðandi skýrslu Hagfræðistofnunar ? ég las þessa skýrslu, en kom ekki auga á hver þessi önnur starfsemi er.

Sigurður Ólafsson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 02:00

6 identicon

Það virðist samt sem svo að stjórnendur alcan segi bara það sem best henti hverju sinni. En það sem mér finnst athyglisverðast hér er hversu víðtæk áhrif þessu stækkun geti haft í för með sér á landsvísu, og þá aðrar stóriðjuframkvæmdir sem geta fylgt í kjölfarið. Efnahagsástandið í landinu er vægast samt viðkæmt, það er augljóst. Viðskiptahalli og skuldir heimila eiga eftir að taka sinn toll og það er hinn venjulegi íbúi og launaþegi sem á eftir að bera fallið. Það er ekki allir í samfélaginu að moka inn seðlunum

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 02:09

7 identicon

Hefur þú tekið IQ-test?    Ég þori að veðja að þú hefur varla skorað meira en 80.

Sandy (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 03:26

8 identicon

Mig langar að þakka Dofra fyrir málefnalega umræðu um stækkunarmálið í Straumsvík undanfarnar vikur og mánuði. Þessar kosningar hafa vakið upp umræðu sem var nauðsynleg um tilveru og framtíð álversins í Straumsvík og framtíð stóriðjustefnunnar á Íslandi. Umræðan hefur verið lífleg og gagnleg sama hvernig kosningarnar fara. Starfsmenn í Straumsvík hafa líka staðfest það við mig að kosningabaráttan undanfarna mánuði hafi valdið vakningu í hugum þeirra um umhverfismál og víkkað sjóndeildarhringinn langt út fyrir veggi fyrirtækisins. Það sama má segja um marga bæjarbúa sem hafa kynnt sér málið og kynnt sér starfsemina í Straumsvík sem var bæjarbúum meira og minna eins og lokuð bók í tæpa fjóra áratugi. Ég skora á alla Hafnfirðinga að mæta á kjörstað í dag.

Pétur Óskarsson

Pétur Óskarsson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 06:30

9 identicon

Þetta með verðfallið á fasteignum er áhugavert. Er ekki hægt að nota þetta til að þétta byggð?
Heiðarlegur umhverfissinni sér að þessi dreifðu hverfi eru mun meiri ógnun við umhverfið en álver. Þau gera Íslendinga enn háðari stöðugu olíuverði því fólk kemst ekki þangað nema á bíl.
Þakkaðu nú bara fyrir verðfallið Dofri minn :)

Kveðja
Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 07:02

10 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Dofri skrif þín um stækkun Alcan hafa verið afar ósmekkleg en þú hefur náð þeim tilgangi að fjöldi Hafnfirðinga sem hafa verið í Samfylkingunni hafa nú sagt sig úr henni,

haltu baráttunni áfram að minnka flokkinn.

Kv,Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 31.3.2007 kl. 11:32

11 identicon

Er einhver búinn að reikna það út hvað það kostar að leggja álverið niður? Þeir peningar ættu að nýtast hagkerfinu og hafnarfirðingum á sama hátt og þeir fjármunir sem færu í að stækka það.

Eins finnst mér hálf skrítið að spila því út að leggja einhverjar línur í jörð, að því gefnu að stækkunin verði samþykkt þegar fullyrt hefur verið að álverið verði lagt niður ef af henni verður ekki. Hver þarf á þessum línum að halda þá? Hverfa þær ekki á hvorn veginn sem fer?

Og hvurslags skrýmsli koma í staðinn alla leiðina frá Þjórsá til viðbótar við þessa framlengingasnúru sem þeir eru að lofa að krafsa sand yfir? 

Glói (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 12:29

12 identicon

Tap alls venjulegs almennings sem kaupir rafmagn á heimili sín er verulegt, því þau niðurgreiða rafmagnssamningana til álbræsðlunar í landinu. Tap á Kárahnjúkavirkjun er eitthvað á bilinu 30- 40.000.000.000,-  kr. Þessu tapi er mætt eins og venjulega með því að velta því yfir á smásölurafmagnið okkar. Sjá niðurstöður hagfræðinga sem reikna út frá tölum sem Landsvirkjun leggur til :

 

http://notendur.centrum.is/ardsemi/mal.htm

Siggi (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 15:26

13 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Stóra Spurningin í þessu öllu er: Hvort kemur á undan eggið eða hænan ?

Fyrir 15 árum var ríkið skuldugt uppfyrir haus þær skuldir hafa lækkað, eins var þjóðarframleiðslan með því lægsta í Evrópu.  því er ekki að neita að það eru vaxtarverkir fylgjandi þessari uppbygingu en ég mundi flokka þau vandamál undir lúxusvandamál.  það er búinn að vera mikil uppgangur sem fór af stað með stóriðju uppbyggingu og margfeldisáhrifin meiri en nokkurn óraði og ekki bætti úr skák innkoma bankana á húsnæðismarkaðin á sama tíma en bíðum við, beljurnar eru ekki farnar að mjólka ennþá.  Eftir að álverið verður komið í fulla framleiðslu fyrir austan verður mikið auðveldara fyrir þjóðarbúið að taka næst áfanga í þeim í þeim efnum.  Ein afleiðingin af þessu öllu er að það er búið  byggja undir ríkið sem náð hefur að lækka skuldir sínar og getur farið sinna almannaþjónustu af meiri krafti á næstu árum.  Núna koma margir og segja: Nú get ég  enda auðvelt þegar búið era treysta undirstöðurnar

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 12.4.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband