2.4.2007 | 17:48
Lýðræði og hugrekki stjórnmálamanna
Um fátt hefur meira verið rætt en íbúakosninguna í Hafnarfirði á laugardaginn var. Vonbrigði margra eru sár, enda gat ekki annað verið þegar bæjarbúar skiptast svona algjörlega í tvö horn í afstöðu sinni.
Margir hafa borið lof á Samfylkinguna fyrir að leggja þetta þverpólitíska mál í dóm bæjarbúa. Morgunblaðið hafði m.a. þetta að segja í leiðara:
Kosningin er merkur viðburður sem markar ákveðin þáttaskil. Athugasemdir iðnaðar- og fjármálaráðherra að atkvæðagreiðslan kæmi seint í stækkunarferli eru sjálfar alltof seint fram komnar. Almennir borgarar eru jafn vel upplýstir og fulltúar þeirra og jafn vel menntaðir. Því er lýðræði borgaranna að taka við. Stjórnmálaflokkar sem sýna ekki umhverfisverndarsjónarmiðum fulla virðingu, eru í hættu staddir.
Fréttablaðið tók í svipaðan streng:
Hafnfirðingar voru ekki að kjósa um hvort stöðva beri virkjanir eða stóriðjuframkvæmdir á Íslandi, heldur um umfang álverksmiðju í túnfætinum heima. Ánægjulegt að fylgjast með hvernig pólitískir fulltrúar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar héldu sig til hlés.
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafa hins vegar fundið kosningunni sem Morgunblaðinu finnst marka þáttaskil í lýðræðismálum allt til foráttu. Þeir telja hana bera vitni um skoðanaleysi þegar Samfylkingin efnir loforð sitt um að íbúar fái að kjósa um stór og umdeild mál.
Þeim finnst lýðræðislegra að nokkrir ráðandi aðilar í fámennum valdahópi taki ákvörðun með eða á móti. Þeir vilja gera þverpólitísk mál flokkspólitísk. Þora ekki að biðja fólk að "rétta upp hönd" og segja hvað þeim finnst. Telja að þá hafi þeir brugðist sem eins konar íslensk útgáfa af alvitrum og allsráðandi Turkmenbasi (föður allra Turkmenista).
Þeir virðast alls ekki skilja hugtakið íbúalýðræði. Því til frekari staðfestingar þá telja þeir að ef á annað borð þurfti endilega að leyfa almúganum að ráða einhverju um þetta þá hefði Flokkurinn alla vega átt að segja lýðnum hvernig hann átti að kjósa.
Hvílíkt traust á kjósendum!
Þetta er hugarfar sem á ekkert skilt við ást á lýðræði. Þetta hugarfar lýsir valdþreytu og valdhroka stjórnmálamanna sem álíta að lýðræði sé að þurfa að endurnýja einræði sitt á fjögurra ára fresti.
Samfylkingin er ungur, frjór og þróttmikill flokkur. Þar eru ný mál sett á dagskrá, þar hafa flokksmenn hugrekki - og frelsi - til að tala fyrir máli sínu og vilja til að ná niðurstöðu.
Íbúalýðræði er einmitt eitt af þeim framfaramálum sem Samfylkingin hefur barist fyrir, lofað íbúum sínum og haft hugrekki til að standa við það sem er ljóst að aðrir hefðu í fyrsta lagi aldrei lofað og í öðru lagi aldrei staðið við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Facebook
Athugasemdir
Ó þú snildar penni...
Björg F (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 18:28
Það voru frábærar fréttir sem bæjarstjóri hfn færði okkur í fréttum í kvöld að Alcan gæti stækkað þrátt fyrir niðurstöðu kosninganna.
Óðinn (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 20:03
Mjög sammála því sem þú segir um Íbúalýðræði og traust stjórnmálamanna á kjósendum sínum. Ég á sjálfur bágt með að treysta stjórnmálamanni sem ekki treystir mér. Það er samt eitthvað borgið við þenan viðburð í Hafnarfirði. Hafnfirðingar fengu að kjósa um veskið mitt og mín atvinnutækifæri í framtíðinni. Ég sat á hliðarlínunni og fylgdist með agjörlega áhrifalaus. Lýðræði hvað?
Hafliði, 2.4.2007 kl. 21:13
Ó þú snilldar penni og brandarakarl
Mikið hugrekki samfylkingarfólks að leyfa hafnfirðingum að kjósa og fá þá til að segja að þeir vilji ekki stækkun álversins og ætla að stækka samt
Hverju getur Samfylkingin EKKI klúðrað?????
Ágúst Dalkvist, 2.4.2007 kl. 22:07
Það kemur mér reyndar lítið á óvart að sjálfstæðismenn séu að setja út á þessa aðferð hjá samfylkingunni, sem meira er bjóst ég við þessu allan tímann. Það er nefnilega þannig að þeir eru ekki vanir að geta myndað sér sýnar eigin skoðanir, þeir gera bara það sem forystan segir þeim að gera og, trúa því og fara eftir því í einu og öllu.
Hvað var t.d. fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins kallaður? - jú Dabbi Kóngur hann var og er einskonar sjálfstæðisbasi (faðir allra sjálfstæðismanna) og ef að þú ætlar að vera í flokknum þá er nú eins gott að fara eftir því sem Kóngurinn segir.
Ég er mjög sáttu við samfylkinguna að treysta kjósendum í Hafnarfirði því, eins og Hafliði bendir á ef að kjósendur eiga að treysta stjórnmálamönnum þá verða þeir að geta treyst kjósendum. þetta má ekki vera þannig að stjórnmálamennirnir séu settir í einhvern fílabeinsturn, heldur verða þeir að vera á jörðinni eins og við hin, þannig að eðlileg samskipti og samvinna geti átt sér stað til að skapa betra og virkara samfélag.
Helgi Bárðarson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 22:32
Íbúakosningin var tímamótaviðburður í okkar lýðræðisskekkta samfélagi. Ég sé fyrir mér að í framhaldinu verði mótaðar einhverjar samræmdar reglur um framkvæmd svona kosninga. Ég sé líka fyrir mér að sjálfstæðismenn muni koma að þeirri vinnu með sínu kristilega hugarfari sem þjóðin hefur kynnst undangengin kjörtímabil, nefnilega því hugarfari að þá aðeins sé lýðræði þolanlegt þegar því hefur verið komið í þann farveg að það geti skýlt ofbeldisfullri ákvörðunartöku. Eða hver skyldi vera ástæðan fyrir því að ungir rétttrúnaðarsinnar sækja sér helst framhaldsmenntun í lögfræði og stjórmálafræði. Og stóri draumurinn er náttúrlega námsstyrkur í B.N.A.
Með alúðarkveðjum til allra sannra frjálshyggjumanna!!!
Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 23:17
Eins og talað út úr mínu hjarta Dofri! Það er ekki við Samfylkinguna að sakast þó að álverið stækki þrátt fyrir allt Jón. Það sem Lúðvík sagði var að Alcan gæti ákveðið að stækka á sinni atvinnulóð án nýs Deiliskipulags, sem sagt án þess að Hafnafjarðarbær hafi nokkuð um það að segja. Þetta kalla ég að koma aftan að kjósendum af hálfu Alcan, ef af verður.
Egill Rúnar Sigurðsson, 2.4.2007 kl. 23:56
Já og sýnir bara að það var rétt hjá okkur þegar við sögðum að Alcan væri ekkert að fara..
Það var BARA lygaáróður til að fá sínu framgengt. Og hananú! Punktur Pasta og Pólverji..
kveðja frá hinni kvennlegu Nostradömu..
Björg F (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 00:33
Það er nú beinlínis fyndið þegar samfylkingar fólk er að reyna að verja þessar kosningar
Gefa það í skin að sjálfstæðismenn treysti ekki kjósendum. Það er alveg þvert á móti, sjálfstæðismenn treysta kjósendum og vita að kjósendur kusu þá til að kynna sér hin ýmsu mál sem lúta að samfélaginu og taka upplýstar ákvarðanir út frá því. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk í fullri vinnu þurfi hvert og eitt að sökkva sér niður í hvert mál fyrir sig og kynna sér þau niður í kjölinn. Ef það á að vera þannig þá þyrftu allir að fá bæjarstjóralaun þar sem ekki gæfist tími til að sinna neinni annari vinnu.
Sjálfstæðismenn eru líka á móti því að stylla íbúum eins sveitarfélags á móti helsta fyrirtækinu í bænum sem hefur hjálpað til í áratugi að byggja upp hinn fallega bæ Hafnarfjörð og það í máli sem viðkemur öllum landsmönnum en ekki einu bæjarfélagi.
Sjálfstæðismenn eru líka á móti því að eftir slíkar íbúakosningar að bæjarstjórinn gefi það í skin að það verði stækkað samt. Hefði verið eðlilegra að benda fólki á það fyrir kosningar. Nú segir hann að það hafi bara verið að kjósa um deiliskipulag þó hann vissi vel að kosningarnar höfðu þróast út í það hvort álverið fengi að stækka eða ekki og jafnvel hvort það ætti að vera eða ekki. Samt gat hann þess ekki fyrir kosningar að það myndi sennilega stækka hvernig sem kosningarnar færu.
Sjálfstæðismenn eru á móti því að mynda vantraust á milli atvinnulífsins og stjórnvalda eins og var gert í Hafnarfirði. Það er ekki beint freistandi að sækja um að koma með atvinnu í bæinn vitandi það að þegar það verður búið að leggja í mikinn kostnað í undirbúning að málið geti alltaf verið blásið af og vinnan og peningurinn tapaður.
Sjálfstæðismenn eru hlynntir íbúalýðræði sé það notað rétt og treysta kjósendum að taka ákvarðanir fyrir sitt líf, þess vegna hefur núverandi ríkisstjórn verið að minnka afskipti ríkisvaldsins í atvinnulífinu og víðar með góðum árangri.
En haldið endilega áfram að lofa framkvæmd þessara kosninga og reyna að færa rök fyrir því
Tek enn og aftur fram að niðurstaða kosninganna pirra mig ekkert og ég tel að hana beri að virða og gera gott úr henni , það er bara orðið ótrúlegt hvernig allt sem samfylkingin kemur nálægt er algjört klúður og samt botnar hún ekkert í því að fylgið hrynji af henni , en fall er fararheill.
Ágúst Dalkvist, 3.4.2007 kl. 01:02
Ágúst Dalkvist... Þú ert mér rannsóknarefni... athyglisvert að sjá og fylgjast með hvernig Sjálfstæðismenn tala.. og eins er athyglisvert að það virðist vera sem þeir trúa því sem þeir segja.. Það er víst hægt að trúa því að lítill kettlingur sé í raun risaeðla ef maður vill... og svo fer maður að sjá risaeðlur út um allt og æsir múginn með sér.. Vísindalega sannað.
Björg F (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 01:17
Ágúst Dalkvist, þetta er ekki málefnalegur málflutningur að mínu mati. Þá mætti reikna með að þú kæmist ekki til vinnu vegna anna við að fylgjast með umræðunni og í ofanálag að semja heilu pistlana sem dæma sig að mestu leyti sjálfir.
Það er alveg óþarfi að halda því fram að aðrir en þú geti ekki fylgst með umræðunni og myndað sér skoðanir á málum sem þessum og kosið um þau. Þetta er að mínu mati hrokafullt. Svo ég tali nú ekki um málflutninginn um Samfylkinguna. En umræðan um hana af hálfu sjálfstæðismanna er efni í annan pistil, enda sjaldnast málefnaleg.
Þetta hlýtur að snúast um völd hjá þeim sem eru á móti íbúalýðræði, menn vilja ekki færa völdin til fólksins heldur láta þann hóp sem kosinn hefur verið halda völdum með ákvarðanatöku. Það er rétt að ekki er hægt að láta alla landsmenn stjórna landinu eða alla bæjarbúa einstökum bæjarfélögum, en það er alveg réttlætanlegt að mínu mati að fólkið fái að taka ákvarðanir um stækkun heils álvers, eða annarra sambærilegra mála með kosningu.
Ég get ekki séð að það sé verið að skapa vantraust á milli atvinnulífsins og stjórnvalda. Þetta er að mínu mati ábyrgðarlausar yfirlýsingar, það er algjör óþarfi að mála skrattann á vegginn með þessum hætti. Það er ekki nema eðlilegt að Alcan fari í ákveðið ferli áður en ákveðið er að stækka það úr 180.000 tonnum í 460.000 tonn inni í miðju bæjarfélagi (rúmlega 2,5x stækkun). Það hlýtur að vera ábyrgðarhluti Alcan hversu langt það gengur í undirbúningi stækkunar áður en tilskilin leyfi eru fyrir hendi.
Ef Alcan hefur ramma sem það hefur rétt til að útvíkka starfssemi sína innan, án þess að breyting á skipulagi fari fram eða mengun fari umfram leyfileg mörk, þá er ekki hægt að klína því á neinn annan en fyrirtækið sjálft. Ef þeir hafa leyfi og rétt til að stækka framleiðslu sína að einhverju leyti þá er ekki hægt að segja að bæjarstjórinn beri ábyrgð á því. Það eru þeir (Alcan) sem eru þá að fara á bakvið bæjarbúa Hafnarfjarðar með því að stækka eins og þeir hafa rétt til gegn vilja meirihluta bæjarbúa.
Jón Einar Sverrisson, 3.4.2007 kl. 02:12
Jón Einar; Það er nú svo..
Að það er ekki hægt að ræða við einstakling í sértrúarsöfnuði um trú og það er ekki hægt að ræða við gallharðan Sjálfstæðismann um pólitík.. þetta er bara svona. En samt, góð viðleytni..
Megi Guð ble... Nei fyrirgefið.. Megi Davíð blessa ykkur alla Sjálfstæðismenn nær og fjær..
Björg F (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 03:51
Dharma, það er heigulsháttur að mínu mati að skrifa undir dulnefni. Að mínu mati missir athugasemd þín allt vægi við það að þú skrifar ekki undir nafni. Auk þess er þetta ómálefnaleg athugasemd og réttast væri að senda ávirðingar þínar til föðurhúsanna.
Jón Einar Sverrisson, 3.4.2007 kl. 13:02
Kæru lesendur. Dharma er vissulega ekki málefnalegur og vissulega er það rétt að það er hugleysi að skrifa ekki undir nafni - ekki síst eins og hann/hún skrifar.
Ég lít hins vegar á það sem félagslegt verkefni að hýsa orðaskak Dharma hér - svo fremi sem hann/hún lætur vera að svívirða persónur.
Dharma kemur hér fram sem fulltrúi hins mótsagnakennda, ómálefnalega og huglausa manns sem svo víða á undir högg að sækja í hinni málefnalegu umræðu í dag.
Reyndar er ég löngu hættur að lesa athugasemdirnar, þær eru yfirleitt svo langar að það nægir manni að sjá hver skrifar þær og maður flettir bara niður og finnur næstu. Svona veggfóðurseffekt!
Góðar veggfóðursstundir.
Dofri Hermannsson, 3.4.2007 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.