Ó, þú hýri Hafnarfjörður!

Til hamingju Hafnfirðingar og aðrir landsmenn!

Nú getur varla nokkur maður lengur sagt með réttu að það hafi ekki átt að leyfa Hafnfirðingum að kjósa, kosningaþátttakan meiri en í bæjarstjórnarkosningunum. Samfylkingin í Hafnarfirði á sannarlega heiður skilinn fyrir að hafa barist ótrauð fyrir þessum aukna rétti Hafnfirðinga.

Miðað við það ofurefli sem andstæðingar stækkunar áttu við að etja er þarna um stórsigur þeirra að ræða. Það væri gaman að vita hver kostnaðurinn á hvert atkvæði JÁ og NEI fylkinganna er.

Nú er hægt að halda áfram að stefna að mjúkri lendingu í efnahagslífinu og því að endurheimta þann stöðugleika sem er nauðsynlegur til að Nýja atvinnulífið geti fengið að blómstra, til að heimilin í landinu þurfi ekki að borga mafíuvexti af yfirdrætti og höfuðstóll íbúðarskulda að vaxa um milljónir á hverja fjölskyldu á næstu misserum.

Nú er hægt að endurskoða áform um virkjanir í neðri Þjórsá og það er hægt að sleppa því að virkja á Ölkelduhálsi eins og samtök ferðaþjónustuaðila hafa lýst fullri andstöðu við.

Nú er líka hægt að staldra við, leggja öll frekari áform um stóriðju til hliðar og einbeita sér að því að vinna Rammaáætlun um náttúruvernd samkvæmt Fagra Íslandi eins og Samfylkingin hefur lagt til.

Rannsökum landið, kortleggjum verðmæt náttúrusvæði og tryggjum friðun þeirra. Einungis þannig er hægt að ná sátt um þessi mál sem núna kljúfa þjóðina í tvennt. Þegar þeim áfanga er náð má ræða hvar hugsanlegt er að koma fyrir nauðsynlegum mannvirkjum ef þurfa þykir - utan þess nets verndarsvæða sem þá mun liggja fyrir.

Síðast en ekki síst þá er núna hægt að fara að tala um fleiri mál sem líka skipta gríðarlegu máli, eins og hvernig við viljum búa að börnunum okkar, hvað við viljum gera til að draga úr vinnuálagi á fjölskyldufólk og skapa hér fjölskylduvænna samfélag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Dofri.

Og til hamingju með sigurinn,

en ætli Lúðvík bæjarstjóri sofi vel í nótt hann þarf alla vega að spá í það hvernig hann borgar Alcan lóðina til baka sem hann seldi þeim árið 2003 á 300 hundruð millur. Hún er örugglega meira viði í dag ætli verðið á lóðinni sé ekki í kringum 500 millur í dag.

Verðu þetta mjúk lendin fyrir Hafnarfjörð.

Verði ykkur að góðu.

kv.

Björn starfsmaður Alcan.

Björn Kristjánsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 00:15

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Fjölskyldumálin eru afar mikilvæg og stefna Samfylkingarinnar sem birtist í "Unga Ísland" til fyrirmyndar. Jafnvel Morgunblaðið er sammála þeirri stefnu í forystugrein í dag. Ég held að menn geti verið sammála um mikilvægi þess máls.

Í Hafnarfirði sást hvernig Samfylkingin í hreinum meirihluta vinnur, þar sést ásjóna flokksins best og við getum verið stolt af því. Niðurstaðan í Hafnarfirði er fín og mikilvægt að staldra við og fara vel yfir hvaða náttúruauðlindir við viljum vernda og hverjar við viljum nýta. Það er nóg komið af því að vaða áfram hugsunarlaust.

Lára Stefánsdóttir, 1.4.2007 kl. 00:30

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Björn: Það er hægt að hafa makaskipti á lóð Alcan og þeirri lóð sem núverandi álver er á. Það er leigulóð.

Þrymur: Við erum þegar byrjuð. Sjá Unga Ísland.

Dofri Hermannsson, 1.4.2007 kl. 00:31

4 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Þrymur: Þenslan hefur haft áhrif á vaxtastigið og landssvæði sem búa utan þenslusvæðanna eins og Eyjafjörðurinn þar sem ég bý þurfa að borga vextina en njóta engrar þenslu. Þar er hið stóra misrétti. Vextina þarf að lækka og koma böndum á þá óstjórn sem er á efnahagsmálum.

Lára Stefánsdóttir, 1.4.2007 kl. 01:00

5 identicon

Til Hamingju.. Ég nánast grét af gleði í kvöld.. hoppaði upp úr stólnum og feykti næstum því pabba um koll.. en það er allt í lagi.. Gleðin átti rétt á sér..

Verum með Friði, Fegurð og Hagsæld... Já fyrir fögru Íslandi..

Gangi þér vel í að komum þínum hjartans málum á framfæri fyrir kosningar..

Björg F (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 01:18

6 identicon

Til Hamingju Húsavík / Helguvík

Vilji íbúa Hafrnarfjarðar er kýrskýr og ekkert verður af stækkun. Þar sem vitað er að á bæði  Húsavík og í Reykjanesbær er gífurlega mikill stuðningur við álver er ljóst að þar munu rísa myndarleg álver innan tíðar.  Vilji íbúa ræður og þá ber að virða þeirra vilja eins og Hafnfirðinga.  Gott mál.

kær kveðja

Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 01:36

7 identicon

Samfylkingin er ekki til eftirbreytni í þessu máli að mínu mati þ.e.a.s vera skoðunarlaus allan tíman í aðdraganda kosningar og segja svo kosningum loknum við unnum..... lákúrulegt svo ekki sé meira sagt.

Dofri, hvernig eru þínar hugmyndir að halda "ballans" viðskiptahallanum? Eina sem mér dettur í  hug er aukin útlutningur kannski er það bara vitleysa í mér.

Glanni (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 03:52

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Til hamingu hafnfirðingar og allir. Dofri, nú þarftu bara að tala við þína þingmenn í Norðaustur, gráu álverssinnana Kristján Möller og Einar Má og einnig varamanninn Láru sýnist mér. Við viljum blómlega framtíð fyrir Húsavík en ekki álver Alcoa. Hafnafjörður gefur tóninn. Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.4.2007 kl. 09:36

9 identicon

Já þú ert  heigull,þú sem kallar þig Dharma , nafnlausar skriftir um menn og málefni 

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 10:59

10 Smámynd: E.R Gunnlaugs

Það er greinilegt að ég náði að taka nægilega marga með mér á kjörstað þar sem við náðum að eigna okkur 15% af þessum 88 atkvæðum.

Annars þætti mér gaman að sjá hvaða lýsingarorð Dharma myndi tengja við umfjöllun sína um þetta mál, því ansi þykir mér hún/hann/það vera í miklum felum.

Sem nafnleysingi við nafnleysinga Dharma, þá er þetta ekki töff!

E.R Gunnlaugs, 1.4.2007 kl. 11:41

11 identicon

Já Dofri hefur verið ansi hugrakkur í að leyfa athugasemdir við sína síðu.. það eru ekki margir sem myndu gera það ef þeir fengju slíkan óhróður yfir sig statt og stöðugt..

En þetta sýnir kannski best hvað Samfylkingarfólk er lýðræðislegt..

Ég er ekki Samfylkingarkona en ég verð að viðurkenna að ég er farin að dást að hugrekki þeirra og lýðræðislegri hugsun.. þar er fólk ekki barið niður í eina skoðun eins og þekkist t.d. í Sjálfstæðisflokknum.. Fólk fær að halda sínu frelsi sem það fæddist með..

Björg F (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 14:23

12 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Hvaða nýja atvinnulíf áttu við?

"Nú er hægt að halda áfram að stefna að mjúkri lendingu í efnahagslífinu og því að endurheimta þann stöðugleika sem er nauðsynlegur til að Nýja atvinnulífið geti fengið að blómstra..."

HE

Hallgrímur Egilsson, 1.4.2007 kl. 17:23

13 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Besta mál, til hamingu Dofri!  Við ykkur hina sem eruð fylgjandi stækkun vil ég segja þetta:  Það breytist ekkert!  Allt verður eins og það var fyrir álverskosningar.  Hef nákvæmlega enga trú á því að álverið fari og fólk missi vinnuna, en ef svo færi þá eru fullt af nýjum tækifærum sem opnast.  Ágætt að notast við Dharma til að halda sér réttum megin og fylgja "réttum skoðunum" einfaldlega að vera alltaf á öndverðum meiði við hann!  Lýðræðið sigraði, lýðskrumið tapaði, skynsemin sigraði, heigulshátturinn tapaði!!

Egill Rúnar Sigurðsson, 1.4.2007 kl. 21:05

14 Smámynd: Ágúst Dalkvist

"Samfylkingin í Hafnarfirði á sannarlega heiður skilinn " segir þú frændi. Við skulum aðeins líta á þann heiður.

Samfylkingin gat ekki séð sér fært að taka afstöðu í þessu máli, enda flokkur sem fer eftir skoðanakönnunum og þurfti að halda kosningar til að vita hvað þeir sjálfir vildu (hefði aldrei trúað því á Lúðvík að leggjast svo lágt)

Samfylkingin dró Alcan á asnaeyrunum í 8 ár svo nú getur ekki nokkurt fyrirtæki treyst þeim.

Samfylkingin á heiður að því að kljúfa Hafnarfjörð í tvær jafnstórar fylkingar sem getur tekið langan tíma að sætta.

Sjálfur er ég hlynntur beinu lýðræði en það verða í fyrsta lagi að vera mikið mikilvægari mál en þetta, ekki er hægt að ætlast til þess að almenningur geti sett sig fyllilega inn í hvert mál vegna tímaskorts (eins og greinilega hefur gerst í þessu máli), sérstaklega ekki þegar hann hefur kosið bæjarstjórn sem er beinlínis ætlað að kynna sér mál er varða bæjarfélagið og taka upplýsta ákvörðun.

Í öðru lagi var þetta mál komið alltof langt í ferlinu til að það geti talist siðferðislega rétt að setja það í dóm almennings. Það hefði þurft að gerast á fyrri stigum.

Siðferðislega er Hafnarfjarðarbær skaðabótaskildur gagnvart Alcan eftir þessa útreið. Hann leyfði álverinu að rísa þar sem það er, hann leyfði síðan íbúðabyggð upp að því og síðan æltar hann að reka það í burtu. Samfylkingin hefur svikið öll loforð sem Hafnarfjarðarbær hefur lofað þessu fyrirtæki, fyrirtæki sem hefur verið ein af aðal driffjöðrunum í uppbyggingu bæjarins.

Að mínu mati er Samfylkingin rúgin öllum heiðri eftir þessa aðför að atvinnulífinu.

Ágúst Dalkvist, 2.4.2007 kl. 00:23

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Til hamingju með hvað?  Nafnlaust og ábyrgðalaust bréf sem borið var í hús á síðustu stundu fyrir kosningu svo ekki væri hægt að grennslast fyrir um hverjir stæðu á bak við það eða andæfa því á nokkurn hátt?

Til hamingju með hvað? Kosningasvindl?

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.4.2007 kl. 04:05

16 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Aðför að atvinnulífinu Ágúst!! Hvaða rugl er þetta! Lýðsræðisást þín er greinilega ekki mikil!  Lúðvík Geirsson og Samfylkingin ákváðu að leggja málin upp með þessum hætti og voru fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn Hafnafjarðar sammála um að fara með þetta mál í atkvæðagreiðslu. 

Met kosningarþátttaka varð staðreynd, sem staðfesti vilja Hafnfirðinga til að leysa málið með þessum hætti.  Kosningin er stórt skref í átt til aukins lýðræðis, sem hefur verið og er stefna Samfylkingarinnar.  Skil því ekki hvað menn hafa upp á Samfylkinguna eða Lúðvík að klaga! Framkvæmdin öll var til fyrirmyndar og lýðræðisleg niðurstaða fékkst, sem margir virðast hins vegar eiga erfitt með að kyngja! 

Það eina sem er "leyfilegt" að gagnrýna Lúðvík fyrir, þ.e. menn geta haft mismunandi skoðanir á, er að hann skyldi ekki gefa upp sína afstöðu til stækkunar.  En Deiliskipulagið sem kosið var um var ekki lagt fram af Hafnafjarðarbæ, heldur af Alcan og hann sem umboðsmaður bæjarbúa (bæjarstjóri allra bæjarbúa) taldi það ekki vera sitt hlutverk að segja bæjarbúum hvað þeir ættu að kjósa, eða að leiða annan hópinn og þar er ég honum sammála. 

Held að þetta mál í heild sinni hljóti að verða til þess að fylgi Samfylkingarinnar aukist! Tapa kannski mögulega atkvæðum tapsárra álverssinna, en vinna örugglega a.m.k. tvö á móti annarsstaðar.  Samfylkingin hefur gert allt rétt í þessum mái og á hrós skilið!

Egill Rúnar Sigurðsson, 2.4.2007 kl. 11:19

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sannarlega gott mál og verðskuldaður sigur.  Til hamingju með það Hafnfirðingar.  Ég skil ekki alveg þetta með að amast við því að bæjarfulltrúar gáfu ekki upp hug sinn, með því vildu þeir vera hlutlausir og mér finnst það vera rétt afstaða.  Það var alltaf sagt að Lúðvík Geirsson væri fylgjandi stækkun, eru sárindin út af því.  Að menn halda að ef hann hefði gefið upp afstöðu sína hefði það lagt lóð á vogarskál álsinna ? Hann sýndi að mínum dómi raunsæi með því að láta ekki upp hug sinn í málinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2007 kl. 11:28

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bæjarfulltrúi Samfylkinarinnar í Hafnarfirði var einn af forsvarsmönnum Sólar í Straumi. Hún var í hádegisviðtali á St2 í dag. Afhverju var það ekki feimnismál hjá henni að gefa upp afstöðu sína? Var það ekki bara þannig að skoðanir Samfylkingarfólks í þessu máli í Hafnarfirði eru út og suður eins og í svo mörgum öðrum málum? Ekki mun viðhorf Lúðvíks í dag hafa áhrif á kosningarnar, samt neitar hann enn að gefa upp afstöðu sína.

Hvað sem segja má um Lúðvík Geirsson þá er eitt ljóst. Hann er pólitískur heigull.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.4.2007 kl. 12:58

19 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Það er ekkert launungarmál Gunnar að Samfylkingin í Hafnafirði er klofin í þessu máli eins og allir hinir flokkarnir líka.  Þetta er að sjálfsögðu þverpólitískt mál.  Það er líklegra að Lúðvík nái að sætta ólíkar fylkingar í Firðinum þar sem hann gaf ekki upp, og gefur ekki upp afstöðu sína, þetta finnst mér vera kjarkmikil afstaða hjá bæjarstjóra!

Egill Rúnar Sigurðsson, 2.4.2007 kl. 13:37

20 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Í átta ár hafa Alcan og bæjarstjórn Hafnarfjarðar unnið að þessari stækkun ef ég hef skilið málið rétt. Átta ára vinna hefur farið í vaskinn. Allan þennan tíma var Alcan ekki gefið annað í skin en að þau fengju að stækka.

Kosningin sem slík er ekki aðför að atvinnulífinu en kosning á þessum tímapunkti er það svo sannarlega, hún hefði átt að fara fram mikið fyrr í ferlinu.

Þetta leiðindamál er eingöngu til þess fallið að aðilar í atvinnulífinu geta ekki treyst Samfylkingunni hér eftir. Það leggur enginn í ára langa vinnu og kostnað sem er svo bara kastað á glæ.

Samfylkingin mun kannski fá eitt og eitt atkvæði frá þeim sem vildu álverið burt en í heildina verður þetta mál til þess að minnka fylgi enn við hana og ekki mátti hún við því.

Þetta er ekki skrifað af tapsárum álverssinna þar sem að ég vil meina að það sé mikið gáfulegra að byggja álver úti á landi heldur en á höfuðborgarsvæðinu og nú aukast líkur á því.

Ágúst Dalkvist, 2.4.2007 kl. 13:40

21 identicon

Auðvitað var það rétt hjá bæjarstjóra að gefa ekki upp afstöðu sína... Hann er bæjarstjóri allra Hafnfirðinga og þ.a.l. embættismaður líka.. ekki bara pólitíkus. Það væri mun erfiðara fyrir hann að sitja í bæjarstóli núna ef hann hefði dregið dám af annari fylkingunni.

Mér sýnist hann einmitt sýna mikið hugrekki og sérstaklega þegar maður les og heyrir aðdróttanirnar sem hann fær vegna þess..

Hitt er annað mál að kosningin hefði nú kannski mátt vera fyrr í ferlinu.. það má deila um það. Það væri gott að heyra svörin við því afhverju var ekki kosið fyrr um þessa deiliskipulagningu?

Björg F (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 14:51

22 identicon

Þessi punktur að það sé heigulsháttur að hafa lagt út í atkvæðagreiðslur! Að hafa ekki ákveðið málin sóló án þess að spyrja fólkið álits, ekki fyrr en eftir þrjú ár. Þetta er samkvæmt íhaldsmönnunm tákn um mikið hugrekki.

Það er skrítið hvað íhaldsmenn eru hræddir við rödd fólksins eins og fjölmiðlamálið sannaði. Þar sýndu þeir það meiriháttar hugrekki að lúffa á þjóðaatkvæðagreiðslu. Að hætta við allt saman er betra en að heyra sannleikan frá umbjóðendunum. Hvernig er hægt að treysta stjórnmálamönnum sem treysta ekki þeim sem þeir sækja vald sitt til?

Magnus Bjarnason (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 16:48

23 Smámynd: Theódór Norðkvist

Til hamingju Hafnfirðingar. Þetta er frábær sigur fyrir þá stefnu að treysta íbúum bæjarins fyrir því að ákveða hvernig bæ þeir vilja hafa.

Það er ánægjuefni og lýsir miklu hugrekki meirihluta bæjarbúa að hafa ekki látið fjársterkan auðhring vaða yfir sig á skítugum álskónum.

Ég held þetta sé meira afrek en flestir gera sér grein fyrir. Þetta fyrirtæki sem á álverið er gríðarlega stórt fjölþjóðafyrirtæki, sem hefur heilar ríkisstjórnir í vasanum, a.m.k. í þriðja heiminum og er vant því að fara sínu fram.

Í ljósi þessa er þetta aðdáunarvert. Ég vil líka hrósa aðstandendum Sólar í Straumi fyrir hetjulega baráttu og fyrir að sýna að það Davíð getur unnið Golíat.

Theódór Norðkvist, 2.4.2007 kl. 20:05

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Rétt er það Egill að Samfylkingin er klofin. Það sama verður ekki sagt um aðra flokka þó eitthvað flísit úr þeim. Því er ekki saman að jafna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.4.2007 kl. 03:15

25 Smámynd: Jón Einar Sverrisson

Það er alveg makalaust að sjá hvernig menn taka sér hamar í hönd og fella stóra dóma yfir Samfylkingunni, mér sýnist þó á öllu að hér séu menn að setja sig á stóran stall, fellandi sleggjudóma um framtíð Samfylkingarinnar. Það er eins og ég segði að auðlindamálið myndi verða til þess að minnka fylgi við Sjálfstæðisflokkinn. Ekki veit ég hvort ég hafi einhverjar forsendur til þess frekar en Ágúst til að spá fyrir um gengi Samfylkingar í kjölfar þessa máls. En orð hans dæma sig sjálf.

Jón Einar Sverrisson, 3.4.2007 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband