12.4.2007 | 11:14
Græn skref í Reykjavík
Í gær kynnti meirihlutinn í Umhverfisráði nokkur græn skref sem Reykjavíkurborg ætlar að stíga á næstu árum. Ég sé sérstaka ástæðu til að hrósa meirihlutanum fyrir þetta framtak sem er með fullum stuðningi minnihlutans í Umhverfisráði.
Það er gott að sjá að þeirri miklu undirbúningsvinnu fyrrverandi meirihluta sem m.a. má sjá í merkilegu plaggi, Reykjavík í mótun, verkefnis sem tilnefnt var til norrænna verðlauna, verður fylgt eftir með aðgerðum. Þetta er til vitnis um raunverulegan áhuga formanns Umhverfisráðs á grænum málum sem er afar jákvætt og vonandi til marks um breyttar áherslur Sjálfstæðisflokksins á þessu sviði.
Þegar umhverfismálin eru annars vegar er gríðarlega mikilvægt að pólitísk sátt ríki um aðgerðir. Þetta gildir ekki síst þegar um er að ræða framfaramál sem auðvelt getur verið að gera tortryggileg, t.a.m. aðgerðir sem miða að því að draga úr notkun einkabílsins og minnka mengun, höft á frelsi einstaklingsins til að nota nagladekk, stýring umferðar með bílastæðagjöldum o.s.frv.
Framfaramál af þessu tagi hafa stundum reynst meirihluta mjög erfið í framkvæmd vegna andstöðu minnihluta. Okkur í Samfylkingunni sem nú erum í minnihluta er hins vegar sérstaklega ljúft að styðja öll framfaramál af þessu tagi og erum afar ánægð yfir því að í Umhverfisráði ríkir nú gagnkvæmur skilningur á þörfinni fyrir þverpólitíska sátt um aðgerðir í umhverfismálum.
Ég hvet alla til að kynna sér hin Grænu skref sem sjá má í heild hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Já það er einstaklega ljúft þegar flokkar fara nú að vera sammála.. þetta er allt í áttina. Það Þurfti samt greinilega reglur frá ESB til að siða okkur til. Í nágrannalöndum okkar og víða eru fyrir löngu komnir svona blaðaruslatunnur við hvert hús. Það vantar samt ákv. hluti í þessi nýju áform borgarinnar. Ég sakna þess að ekki er gert ráð fyrir endurvinnslugámum þar sem hægt er að skila gleri og málmi í hvert hverfi. Og ég sakna hjólreiðarstíga í samgöngukerfinu. Ekki bara sem útivistarstíga.. Það er mér illskiljanlegt afhverju ekki eru lagðir neinir slíkir og sérstaklega við nýja vegi.
Björg F (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 11:49
Sæll Dofri,
Ég hvet þig til að skoða bloggsíðuna okkar, hvernig ætlar Umhverfisráð Reykjavíkur að vera trúverðugt ef það lætur Skipulagssvið komast upp með það orðalaust að sölsa undir sig græn svæði ætlum útivist og útikennslu svæði IV í Laugardal, kíktu í heimókn til Guttorms. Mér finnst persónulega að samfylkingin sé að bregast okkur íbúum við Laugardal með þögn sinni um þetta mál.
Kveðja
Andrea
Guttormur, 12.4.2007 kl. 12:00
Þetta eru ánægjulegar fréttir og takk fyrir tenglana sem þú settir inn.
Þverpólitísk samstaða gefur málaflokknum og þessum aðgerðum afar þungt vægi.
Umhverfismálin eru að öðlast síaukin skilning alls almennings. Síðasti svifryksvetur í Borginni og víðar opnaði augu margra á að stórra aðgerða er brýn þörf.
Til hamingju í umhverfisráði Reykjavíkur
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 12:35
Sæll Dofri
Mér sýnist í fljótu bragði að þú sért sá eini (eða einn af fáum) sem kennir sig við náttúruvernd og tengist ekki B og D lista sem fagnar þessu og segir frá. Þú er reyndar "meðsekur" þar sem þú situr sjálfur í umhverfisrráði borgarinnar. Ég hef ekki orðið var við að allt hitt náttúrverndarfólkið t.d. hjá Vg hafi fagnað þessu eða sagt frá eins og þú gerir þó ég hafi reyndar ekki skoðað allar bloggsíður landsins. Kannski er því bara sama um alla náttúruverndina þegar allt kemur til alls.
Semsagt mjög gott hjá þér Dofri.
Einnig er ég sammála þér Björg með hjólreiðastígana.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 14:31
Segðu mér, Dofri, hvernig harmónerar það að slá á þensluna í efnahagsmálum annars vegar, og boða jarðgöng út um allar koppagrundir? Segðu mér, hvernig mun það draga úr þenslu þegar hella á milljarðatugum í vegagerð á næsta kjörtímabili?
Segðu mér, ef við gefum okkur að svona vegagerð taki nokkur ár, eru þá efnhagslegu áhrifin önnur en þegar byggt er álver eftir 7-10 ár? Ég bara spyr, því ég hef sjaldan séð nokkurn flokk jafn mikið í hrópandi mótsögn við sjálfa sig.
Dharma (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 15:36
Bendi Hákoni á það að um þessi grænu skref borgarinnar er þverpólitísk samstaða í umhverfisráði. Fulltrúar VG taka þessu að sjálfsögðu fagnandi, hvernig geta þeir annað þegar þetta er stefnumótun sem þeir unnu á síðasta kjörtímabili ásamt fleira fólki í þáverandi meirihluta?
Það er að sjálfsögðu fagnaðarefni að sjá hversu vel XD tekur í stefnu okkar og sýnir að málefnavinna okkar og umræðan hefur skilað sér út í samfélagið, jafnvel yfir til sjálfstæðisflokks
Andrea J. Ólafsdóttir, 12.4.2007 kl. 15:58
Ég bendi mönnum og konum sem áhuga hafa á efnahagsmálum í nútið og til næstu framtíðar að verða sér úti um ritið " Jafnvægi og framfarir " ábyrg efnahagsstefna í ritstjórn Jóns Sigurðssonar, fv seðlabankastjóra, ráðherra og forstjóra Norræna fjárfestingarbankans, útgefið af Samfylkingunni í apríl 2007.
Þar fáið þið svör við ykkar brennandi spurningum. Bendi jafnframt á leiðara Mbl. í dag þar sem fjallað er um þetta efni á ábyrgan hátt.
Það er þannig með umhverfismálin að þau eru nú að komast fyrir alvöru á dagskrá og getur hver litið í eigin barm í þeim efnum. Umhverfismál eru að verða mál málanna í löndunum sem við berum okkur saman við...og komin til að vera ,með vaxandi áherslum og er það vel.
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 18:39
Ég spyr einnig hvernig það á að harmónera við umhverfisvernd Samfylkingarinnar að ráðast í mikið umhverfisrask samhliða gangnagerð um allt land, lagningu vega um viðkvæm svæði, aukna umferð um svæði sem núna eru fáfarin með tilheyrandi mengun. Svo náttúrulega hin stórkostlegu útgjöld sem fara í gerð ganga, eitt stykki göng kosta, hvað, um 6-7 milljarða, og þá verður Samfylkingin fljótt komin í tugi milljarða. Svo á að tvöfalda vegina frá borginni... og gera Sundabraut... og göng um Öskjuhlíðina....
Mjúk lending? Stöðugleiki? Minni þensla? Ekki ef þið komist til valda og efnið loforðin. Hvað með mengunina og umhverfisraskið sem fylgir þessum framkvæmdum? Er umhverfið nú komið í annað sæti á eftir vegagerð hjá Samfylkingunni? Er "Fagra Ísland" orðið að eftirmála í nýrri stefnu "Greiðfæra Ísland"?
Dharma hinn útskúfaði
Dharma (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 18:43
Hæ Andrea. Þessu svari mínu er ekki beint sérstaklega til þín. Við getum rætt þessi mál fram og aftur af virðingu við hvort annað annarsstaðar.
Mér finnst það bara skemmtilegt hvað svokallaðir umhverfisverndarsinnar hafa haft hægt um sig (nema Dofri) eftir að þetta var kynnt í gær. Sérstaklega vegna þess að þessir sömu umhverfisverndarsinnar hafa ítrekað sagt að B og D séu einhverjir umhverfisterroristar sem geti ekki einu sinni séð um grasflötina sína án þess að malbika helminginn. Ítrekað haldið þessu fram og gert grín að grænum fálka. Nú er búið að stinga upp í þetta lið tvisvar á stuttum tíma og þar er eldrautt í framan.
Ég benti á það hér fyrir nokkru að fyrrverandi meirihluti í borginni ræddi þessi mál, t.d. loftmengun. Gatnamálastjóri og heibrigðiseftirlit Reykjavíkur lögðu fram actual tillögur til að minnka neikvæð áhrif loftmengunar 21. des árið 2000. Fyrrverandi meirihluti hafiði því 6 ár til að gera eitthvað eftir að þessi skýrsla var lögð fram en gerði ekki neitt.
Stutt niðurstaða er því: Ræddu málin í nokkur ár, fengu skýrslu og gerðu svo ekki neitt í nokkur ár. Það er ekki ár síðan núverandi meirihluti tók við og það er strax komið bingó á fyrstu röð. Litli sæti Gísli Marteinn og samverkafólk með bingó. Allir geta rætt málin en það virðist vera fáum gefið að framkvæma. Þar sýnist mér helsti munurinn liggja. Allir flokkar vilja vel, bara misjafnt hvernig það tekst.
Sævar: þú ert væntanlega að grínast? right?
Það er sumt ágætt í þessari skýrsu og sumt skelfing en það er hinsvegar langt síðan leiðari MBL hefur gert grín að nokkru plaggi eins og þessu og það ekki að ástæðulausu. (þetta er á miðopnu þegar búið er að taka viðskiptablaðið út).
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 21:41
Ég skil ekki Dofra að vera að reyna að troða Samfylkingu inn í þessa umræðu. Borgin var svo drullug þegar R listinn sem var við völd í Reykjavíkurborg síðasta kjörtímabil.
Síðan hafa Sjálfstæðismenn tekið við völdum hafa þeir verið að hreinsa borgina fram og aftur og eru ekki búnir. Allir leikvellir eru drullugir að skipta verður um allt. er þetta til að hrósa yfir framgangi R listans ég segi nei.
Vilhjálmur borgarstjóri er hreint út sagt frábær stjórnandi.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 00:12
Hákon Hrafn beinir til mín orðum og spyr um grín :
Innihald þessara vönduðu greiningar á efnahagsvandanum og síðan framtíðarsýn til lausnar á þeirri efnahagskreppu sem núverandi stjórnvöld hafa með aðgerðum sínum og aðgerðaleysi kallað yfir þessa þjóð, er alvörumál og ekkert grín.
Eða geta heimilin í landinu tekið undir það að viðvarandi >8 % verðbólga undanfarin misseri og hefur m.a valdið þeim stórauknum álögum í formi hækkandi skulda , sé bara grín ?
Hæstu ofurvextir sem þekkjast, hjá heimilum í landinusem eru skuldsett fyrir 1.325 milljörðum kr. , er það bara grín ?
Að vera með fjármálaráðherra sem er velmenntaður dýralæknir og ætti því vel heima við gæslu fjárhúsa en fjármálaráðuneytis----er það ekki bara rándýrt grín ?
Ég veit að þetta er afarerfitt fyrir , sérstaklega, sjálfstæðisfólk að kyngja þar sem því hefur verið talin trú um að engir væru betri til höndlunar efnahagsmála en einmitt Sjálfstæðisflokkurinn... nú er vá fyrir dyrum
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 08:43
Er þetta ekki týpískur sjálfsumgleði hjá Dofra, á einhvern óskiljanlegann hátt er að hann að reyna að klappa sér á bakið fyrir þessa framkvæmd núverandi meirihluta í Rvk.
Dofri, þið höfðuð nú aldeilis tímann til að framkvæma en aldrei kom neitt annað frá ykkur nema plögg og nefndir. Nú er loksins kominn meirihluti sem ekki lætur þar við sitja heldur FRAMKVÆMIR hlutina, eitthvað sem R-listanum tókst ákaflega illa upp við, settuð þið ekki heimsmet í hringlandahátt með Sundabrautina, 12 ár í vinnslu en nú þegar skipt hefur verið um áhöfn þá hyllir loksins í land með þá framkvæmd.
Dofri, það var ekki útaf neinu sem fólk hafnaði ykkur í Reykjaviík og er svo aftur að hafna ykkur, munurinn er að það bara útum ALLT land í stað rvk.
steini (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 08:56
Steini, ég sit í umhverfisráði, í meirihluta. Ef R-listinn hefur gert eitthvað gott þá er það "Reykjavík í mótun" verkefnið, sbr þetta Þessi skref eru að hluta eðlilegt framhald þeirrar vinnu, en einnig hugmyndavinnu íbúa borgarinnar, ráðsins og embættismanna borgarinnar. Þannig að Dofri má alveg eiga það sem hann á, en auðvitað er það meirihlutinn sem ber ábyrgð á þessu máli núna og þá sérstaklega fjármögnun þess.
Gestur Guðjónsson, 13.4.2007 kl. 09:46
Sæll Sævar
Hér er smá misskilningur á ferðinni. Grínið sem ég sakaði þig um voru ummmæli þín um að leiðari Mbl hefði fjallað um málið á ábyrgan hátt. Ég las leiðarann og sá bara gert grín að þessu plaggi. Það var grínið.
Ég er sammála þér og mörgum um að vextir eru hér mjög háir, fjármálaráðherra er dýralæknir og heimilin skulda mikið. Ríkissjóður skuldar hinsvegar lítið og það er staðreynd sem gleymist oft í ykkar málflutningi. Það er nefnilega dýrt að skulda mikið eins þið hafið bent á. "..og Það er dýrt að kosta pening."
Þegar bankarnir hófu innreið af alvöru á íbúðalánamarkað með lága vexti á íbúðalánum tapaði fólk sér. þá hækkuðu vextir fljótlega aftur m.a. til að halda aftur af fólki. Ef boðið yrði upp á lán með 2% vöxtum í dag færi altl til fjandans. Þetta helst því aðeins í hendur, því miður. Ef þú réðir og lækkaðir vextina í dag myndu skuldir heimilanna stóraukast. Erfitt að kyngja því?
Ég veit ekki hvað þú kallar síðustu misseri en verðbólga hefur mælst í tvo mánuði yfir 8% á síðustu árum. Meðaltalsverðbólga með húsnæði fyrir þetta kjörtímabil er 4,2% og 2.4% án húsnæðis. Semsagt aðeins helmingur af þínum 8%. Erfitt að kyngja því ?
Gengisvísitalan í dag er 112 stig. hún var 110 stig 13. febrúar 2003 og 103 stig 13. febrúar 1999. Vissulega eru þarna sveiflur á milli en ég myndi segja að innan við 2% munur á gengi á fjórum árum teldist mikill langtíma stöðugleiki. Erfitt að kyngja því?
Hagstjórnin hérlendis er kannski ekkert sérlega góð með dýralækninn en það er fjarri sannleikanum að hér sé allt að fara til fjandans. Samfylkingin gæti kannski gert betur, ég útiloka það alls ekki. Hver myndi verða ykkar fjármálaráðherra ? (ISG - Össur - Gunnar Svavars - Guðbjartur Hannesson- Kristján Möller - Björgvin Sigurðss).
Ég er óflokksbundinn og ætla því að fá að nota þín orð örlítið breytt:
Ég veit að þetta er afarerfitt fyrir , sérstaklega fyrir svokallað vinstra fólk að kyngja þar sem því hefur verið talin trú um að engir væru betri til höndlunar efnahagsmála en einmitt Samfylkingin...
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 22:29
smá mistök hjá mér hér á undan, dagsetningar á skráðu gengi til samanburðar eru að sjálfsögðu 13. apríl 2007, 13. apríl 2003 og 13. apríl 1999
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.