Frábærum landsfundi lokið!

Það var gríðarleg stemning á fundinum bæði í dag og í gær. Ingibjörg Sólrún, Mona og Helle fluttu frábærar ræður í gær, ræður sem blésu hátt á annað þúsund manns baráttuanda i brjóst í baráttu fyrir jöfnum tækifærum karla og kvenna, höfuðborgar og landsbyggðar, ríkra og fátækra til að að njóta og gera verðmæti úr hæfileikum sínum, sjálfum sér og samfélaginu til góðs.

Í gær og í dag voru svo málefnin rædd nánar og góðar tillögur gerðar enn betri, ræður haldnar um verkefni Samfylkingarinnar í nánustu framtíð, stjórnmálaályktun samin og samþykkt og síðast en ekki síst fjörið fangað með frábærri tónlist.

Glæsilegur fundur, glæsilegir frambjóðendur og verðugt verkefni framundan! Ég hlakka til!


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Grétar Jónsson

Þetta var stuð :)

Steindór Grétar Jónsson, 14.4.2007 kl. 19:17

2 identicon

Til hamingju með orðalagið ykkar:

  •  ... í baráttu fyrir jöfnum tækifærum karla og kvenna, höfuðborgar og landsbyggðar, ríkra og fátækra til að að njóta og gera verðmæti úr hæfileikum sínum, sjálfum sér og samfélaginu til góðs.

Óneitanlega réttlátara og skynsamlegra en sama setning frá VG með "tækifærum" skipt út með "hlutfalli".

Kalli (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 19:21

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.4.2007 kl. 23:27

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það sem kom mér mest á óvart varðandi þennan landsfund að ekki var skipt um formann.
Bjarni Ármansson var þarna.

Áfram Sjálfstæðisflokkur X - D

Óðinn Þórisson, 15.4.2007 kl. 09:20

5 identicon

Ingibjörg er að standa sig vel, það virðist vera eins og hún sé að rísa upp sem fuglinn Fönix.. Einnig er athyglisverð grein sem Jón Sigurðsson skrifar á samfylking.is. Ég skil samt ekki ennþá hvernig Samfylkinginn ætlar að framkvæma sínar efndir með Hjúkrunarheimilinn án þess að setja þjóðarbúið svo gott sem á hausinn. Sjá þessa grein á síðuna mína hér.. http://sigrunb.blog.is/blog/bjorg_f/entry/177514/ þegar ég hef séð nákvæmt reiknisdæmi um það og raunhæft skal ég glöð taka undir þessa fínu framtíðarsýn

Björg F (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 11:50

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Frábær fundur, er í sæluvímu!

Íhaldsmaðurinn er ástfanginn í núverandi þjóðfélagsmeinum, gagnstætt hinum frjálslynda, sem vill koma öðrum í þeirra stað.

Þetta er tilvitnun í Ambroise Bierce.

Edda Agnarsdóttir, 15.4.2007 kl. 13:13

7 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Til hamingju með landsfundinn ykkar frændi. Gott að heyra að allir skemmtu sér vel

Ágúst Dalkvist, 15.4.2007 kl. 15:26

8 identicon

Merkilegt að telja flokkinn vera fullmótaðann, langt undir kjörfylgi og minni en öfgaflokkurinn sem boðar stöðnun VG. Hvernig er flokkurinn fullmótaður. Það stendur upp úr eru orð Ingibjargar Sólrúnar úr Silfri Egils, að jafnar- og félagshyggjumenn væru dreifðir og valdalitlir á vinstrivængnum. Ingibjörg Sólrún er ekki trúverðugur leiðtogi þeirra sem vilja vera vinstramegin og á miðjunni í pólitík og hún verður að ekki.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 00:26

9 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þegar ég bjó í DK kom formaður sænskra jafnaðarmanna á opinn kosningafund hjá dönsku jafnaðarmönnunum. Það varð allt vitlaust!!!

Það hefur verið þegjandi samkomulag, siðferðislega og einnig af ýmsum pragmatískum ástæðum, að stjórnmálamenn séu ekki að skipta sér af innanríkismálum í öðrum löndum. Það virðist ekki vera þeim siðferðisþrótti fyrir að fara hjá jafnaðarmönnum á Norðurlöndunum að fara lengur. Ég er ekki að tala um að þær stöllur tali á landsfundi ykkar, það er ykkar mál, en að vera að tjá sig opinberlega um innanríkismál í Silfri Egils er ekki í lagi.

Gestur Guðjónsson, 16.4.2007 kl. 00:43

10 identicon

Gestur er ekki í lagi hjá þér ég spyr?? Ef þú hlustaðir á viðtalið þá varstu ekki að hlusta.. Er hlaupinn Jón Magnússon í þig? Ísland fyrir Íslendinga? Bara Íslendingar tali fyrir Íslendinga... ? ..eigum við að halda áfram? Hvurslags rugl er þetta eiginlega.. það sem er farið að koma úr ranni ykkar stjórnarsinna stundum er vægast sagt orðið svo öfgafullt að maður er hættur að skilja.. svo kemur Geir fram og ekkert nema rólegheitin og yfirvegaður.. virðist vera laus við allar öfgar.. en svo komið þið stuðningsmennirnir og keyrið öfgana upp. Its scary..

Björg F (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 00:50

11 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er allt í fína lagi hjá mér Björg. Það að vera að blanda sér í innanríkismál annara þjóða getur komið fólki í koll. Segjum að Helle fái ósk sína til hinna stjórnarandstöðuleiðtoganna um að stíga aðeins til hliðar og fá að vera í friði sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar og það geri það að verkum að hún verði t.d. utanríkisráðherra. Í hvaða stöðu væri hún þá ef hún þyrfti að eiga diplómatasamskipti við t.d. Valgerður Sverris eða einhvern úr öðrum flokki en Samfylkingu? Þau væru ekki með sama hætti.

Það er þess vegna sem þetta á ekki að gera og hefur ekki verið gert nema hjá desperat jafnaðarmönnum á Norðurlöndunum, nú síðast þegar Göran Persson mætti í leikskóla þar sem Mogens Lykketoft barðist fyrir sínu pólitíska lífi.

Gestur Guðjónsson, 16.4.2007 kl. 01:08

12 identicon

Bíddu.. er þetta ástæðan sem þú setur fram? Hvernig ættu nú flokkar að geta unnið saman í Ríkisstjórn eftir að hafa gagnrýnt hvern annan fyrir kosningar? Hvernig eiga 2 einstaklingar að geta starfað þegar þeir hafa verið að berjast saman um formansefni? Pólitíkusar eru þroskaðri en þú ætlar þeim, það held ég alveg ábyggilega. Utanríkisráðherra þarf nú oft að hafa samband við allskonar fólk úr öllum pólitískum litrófum.

Þar að auki voru konurnar ekkert að gagnrýna mikið, þær voru bara að lýsa hvernig jafnaðarstefna er og hvað það er mikilvægt að hafa konur jafnt við karlmenn í stjórnunarstöðum. Hljómaði nú bara fagurlega í mín eyru og sannfærandi.

Ég held reyndar að málið sé einfalt Gestur; Þær voru svo góðar að þú ert orðinn hræddur. Þær voru nefnilega alveg rosalega góðar í Silfrinu. Það er bara málið.

Björg F (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 01:17

13 Smámynd: Gestur Guðjónsson

ég er ekki vitund hræddur. það er einfaldlega ekki eðlilegt að vera að blanda sér í þetta. Þætti þér eðlilegt að við fengjum t.d. Kofi Annan til að tala um skyldur okkar í loftslagsmálum á flokksþingi Framsóknar og svo í viðtal hjá Agli þar sem hann staðfesti að það væri skylda okkar gagnvart öðrum jarðarbúum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin - eins og Framsókn hefur verið að gera?

Gestur Guðjónsson, 16.4.2007 kl. 01:30

14 identicon

Nei mér þætti það ekki eðlilegt, þar sem Kofi Annan er ekki Framsóknarmaður og Framsókn hefur ekki verið að leggja sitt lóð i baráttuna við gróðurhúsaáhrifin hingað til.  Svo ég myndi væntanlega skrifa pistil um.. er Kofi í Kofa? eða eitthvað álíka..

Mér myndi samt ekki detta í hug að fara að abbast út í það ef hann eða einhver annar talaði um sína hugsjón í sjónvarpsþætti.. Við búum við lýðræði og þú veður í algjörri villu.

Víst ertu hræddur.. það skín svo í gegn hjá þér og viðurkenndu það bara. Tími á Framsókn að hvíla sig.. og gott betur.

Björg F (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 01:40

15 Smámynd: Gestur Guðjónsson

"Framsókn hefur ekki verið að leggja sitt lóð i baráttuna við gróðurhúsaáhrifin hingað til" Rökstuðning takk.

Veit ekki betur en að fáir flokkar hafi lagt meira á vogarskálarnar og uppskorið. Búið er að setja lög um gróðurhúsalofttegundabókhald, lög um auðlindasjóð, sem er grunnur að alvöru gjaldtöku fyrir útblástur var stoppað af stjórnarandstöðunni og sama hvað hver segir, þá er nýting endurnýjanlegra orkuauðlinda sem framleiða orku án útblásturs þungt lóð á vogarskálarnar......

Gestur Guðjónsson, 16.4.2007 kl. 08:48

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til lukku með fundinn Samfylkingarfólk.  Ingibjörg Sólrún var glæsileg í Silfrinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 09:11

17 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Nú er málið að félagshyggjuflokkarnir fari að spýta í lófana og fella þessa blessuðu ríkistjórn. Ég vil sjá samstöðu félagshyggjufólks og jákvæða kosningarbaráttu. Málefnin eru góð enda vilja allir vera félagshyggjumenn svona rétt fyrir kosningar. 

Kristján Kristjánsson, 16.4.2007 kl. 17:14

18 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Jesús minn almáttugur Gestur - fórstu öfugur framúr? Þvílíkt og annað eins bull.

Eggert Hjelm Herbertsson, 16.4.2007 kl. 17:38

19 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ákvörðunin um stuðningin við innrásina í Írak var röng. Það hefur Framsókn manndóm til að viðurkenna.

Eggert, hvað er bullið og hvað hefðir þú viljað gera?

Gestur Guðjónsson, 16.4.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband