Stétt með stétt

Margt hefur verið skrifað og skrafað um Sjálfstæðisflokkinn að undanförnu. Mörgum þykir hann ætla að leika sama leik og í borgarstjórnarkosningum og klæðast rauðum og bleikum klæðum. Ég veit það ekki. Kannski hefur hann bara skyndilega fengið áhuga á velferðarmálunum á svona heppilegum tíma, núna korteri í kosningar. Það er ekkert skrýtið. Auðvitað einangrast menn örlítið í góðra vina hópi á milli kosninga. Á Alþingi þar sem stórkostleg máltíð kostar aðeins 390 krónur er auðvelt að gleyma hvernig aðrar stéttir hafa það.

Ekki skrýtið að menn undrist og efist þegar menn lesa það í skýrslum að 5000 börn á Íslandi búi við fátækt, að yfir 400 aldraðir séu á biðlista eftir hjúkrunarheimilum, yfir 900 í þvingaðri sambúð. Ekki heldur gaman að frétta nýverið að íslensk börn eru með mest skemmdu tennur í okkar heimshluta eftir langa stjórnarsetu Flokksins. Það er því eðlilegt að flokki allra stétta hafi brugðið og sakað Samfylkinguna sem bað um úttekt á stöðu barna um áróður og sérfræðinga um beita reiknibrellum. Það er áfall að uppgötva þetta.

En nú eru hinir háu herrar búnir að uppgötva þetta og játa að þeir hafa sofið á verðinum. Og þeir ætla snarlega að bæta úr vandanum. Afstöðubreytinguna má líklega þakka landsfundi Sjálfstæðismanna þar sem þeir hittu fólk af öðrum stéttum. Þetta má glöggt sjá af viðbrögðum borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna Gísla Marteini Baldurssyni sem sagði eftir fundinn:

Þegar fram kemur hugmynd sem manni finnst alveg út í hött kemur mér alltaf jafn þægilega á óvart að fullt af fólki, sem maður þekkir ekki neitt, stendur upp og mælir svo skynsamlega að manni finnst það eins og talað út úr sínu hjarta. Og þó er það annars staðar frá landinu en maður sjálfur og úr annarri stétt.

Ef þeir héldu landsfundi oftar þá myndu þeir oftar hitta fólk af öðrum stéttum sem getur sagt þeim hvernig lífið er hjá öðrum stéttum. Þá þyrftum við í Samfylkingunni ekki alltaf að vera að segja þeim það. Nú og svo væri líka bara hægt að skipta um stjórn og láta okkur sem erum af öðrum stéttum um stjórnina. Það þyfti þá ekki alltaf að bíða eftir landsfundum og kosningum eftir að rétta hlut annarra stétta. Þá værum við kannski stéttlaus þjóð. Allir á sama plani. Og hærra plani!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já þetta hefur verið sem ævintýri hjá Gísla Marteini að heyra í fólk af annari stétt. Ohhh.....vildi prófa að vera Gísli Marteinn í einn dag.

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 23:18

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Þessi ummæli eru ótrúleg... ekki laust við að annað munnvikið kippist örlítið upp og glampa bregður við í vinstra auga.

Tommi, til í að útbúa handrit með mér: Being Gísli Marteinn - for one day... svona í anda Being John Malkovich nema hrárri

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 16.4.2007 kl. 23:31

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Fanney. Eg varla þori því, hvað ef ég festist þar......."hva....bara fólk frá öðrum landshlutum hér???"

Tómas Þóroddsson, 17.4.2007 kl. 00:32

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Það er með ólíkindum að þessi óreyndi beyju strákur sem er farmkvæmdarstjóri Samfylkingar sem er í skötulíki þykkjast vita betur enn aðrir og bendir á stétt með stétt.

Ég spyr hvað eru þessir gömlu kratar sem voru að vernda lýðræðið áður fyrir. Eitt get ég sagt ykkur þessi samfylking er á barmi gjaldþrotar og hugmyndar snauðar flokks sem er að leppja eftir öðrum vegna málefna fáttætar sem þessi smá flokkur hefur.

Ég mun ekki gefa Dofra lengur eftir í sínum skrifum þessi óreyndi piltur sem hefur enga reynslu í Stjórnmálum er farin að brúka mun við fólk sem hefur reynslu og þekkingu.

Ég mun ekki líða Dofra að gera lítið úr og nýta þekkingu flokks eins og Sjálfstæðisflokks sem hefur haft það  markmið að gæta hagsmuna og velferð þjóðarinar. Það markmið hefur Samfylking ekki haft vilja og þor að gera og framkvæma. Þetta er munur á milli flokka. Enda sýnir hvað þetta atriði er gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa skýra stefnu.

Sem sýnir í raun hver staða Sjálfstæðisflokksins er sterk að mínu áliti. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn sem framfara flokkur ekki er Samfylkingu  traust þetta er flokkur sem er á niðurleið.

Kjósum Sjálfstæðisflokkin lengi lifir. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn.

Jóhann Páll Símonarson

Jóhann Páll Símonarson, 17.4.2007 kl. 00:38

5 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þyrmur. Ég myndi svara þér ef eg myndi skilja þetta. Ertu sammála okkur að börn í grunnskóla eiga að fá ókeypis tannlækningar ? Ertu sammála að Gísli datt í hræsni? En svo skil ég ekki.....hver skeit á rúðuna?

Tómas Þóroddsson, 17.4.2007 kl. 00:44

6 identicon

já af öðrum stéttum... ég bý nú við Laugardalinn og jeppaflotinn fór ekkert fram hjá mér... þvílíkt og annað eins safn af flottum stórmengandi bílum.. Sjálfstæðismenn umhverfisvænir.. je right 

Björg F (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 01:10

7 Smámynd: Dofri Hermannsson

Örstutt athugasemd, til að efla þekkingu Jóhanns Páls. Ég er ekki framkvæmdastjóri alls flokksins heldur þingflokksins. Á því er all nokkur munur. Framkvæmdastjóri flokksins er Skúli Helgason. M.b.k. Dofri.

Dofri Hermannsson, 17.4.2007 kl. 08:59

8 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ef þetta er hugarfar Sjálfstæðismanna í velferðarmálum er ekki skrýtið að ástandið sé eins og það er:

"Stór hluti öryrkja er fólk sem er afætur á kerfinu.  Þannig er það alls staðar í kringum okkur, við þekkjum öll dæmi um fólk sem slíkt gerir.  Það er ekki þar með sagt að ekki sé til fólk sem er sannanlega öryrkjar, síður en svo.  En þeir sem vinna svart, og eru að þiggja bætur, eru afætur.  Þetta fólk gefur upp litlar sem engar tekjur, en engu að síður býr það vel, hefur fulla vasa fjár.  Börn þessa fólks viljið þið skilgreina sem fátæk."

Takk fyrir þetta innlit í sálarlíf þitt Dharma.

Dofri Hermannsson, 17.4.2007 kl. 09:32

9 identicon

Nú er hinn óreyndi bleyju strákur farinn að ganga of langt með ummælum um öryrkja þetta er það grófasta sem ég hef sé á prenti fyrr og síðar.

Nú er þessi spurning hvað mun Öryrkjabandalagið gera nú þegar þeir sjá þessi ummæli frá Samfylkingu

Sjáum hvað setur.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 10:09

10 identicon

Ææ, Jóhann Páll kemur af landsfundi sjálfstæðisflokksins alveg "HUND"svekktur þar sem hlegið var af honum fyrir að spurja Geir svo asnalegrar spurningar að allur fundurinn hlóg af honum og á það nú að bitna á Dofra.

Svo virðist það vera á þessum kommentum hér að sjálfstæðismenn kunni ekki að lesa. Þrymur það var Gísli M. sem að byrjaði að tala um mismunandi stéttir. Og er hann þó í flokknum sem sífellt hefur haldið því fram að hér væru engar stéttir.

Jóhann það var Dharma sem að var með þessi  ummæli um Öryrkja en ekki Dofri, Dofri er einungis að endurtaka þau.

Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 10:25

11 Smámynd: Dofri Hermannsson

Dharma mín. Viltu núna stórefla eftirlitsiðnaðinn? Ég hélt að sjálfstæðismenn vildu einfaldar reglur og lágt skattstig svo enginn nenni að svindla. Þú ert kannski vinstri græn eftir allt saman!

Dofri Hermannsson, 17.4.2007 kl. 10:50

12 identicon

Þetta var alveg svakalega glæsilegur landsfundur hjá Samfylkingunni, og áhrif hans eiga eftir að vera sterk á niðurstöður kosninga. Þetta sést strax í skoðanakönnunum, þó svo ég taki þeim yfirleitt ekki alvarlega.

Þetta eru sjálfstæðismenn hræddir við og reyna því með miklum mætti að reyna að sverta þennan glæsilega landsfund. Vandamálið er bara að það virðist ekki vera hægt, því ekki eru það hin glæsilegu málefni sem sett eru út á, eða hin glæsilega stemmning sem myndaðist, heldur eitthvað hálmstrá sem að m.a. Dharma kýs að grípa í og snúa út úr með sinni alkunni "snilli".

Samfylkingin sigrar í vor. 

Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 11:51

13 identicon

Er þessi Sjálfstæðisflokkskerling sem kallar sig Dharma alveg að tapa glórunni ? 

Samfylkingin á brunandi uppleið að loknum afarvel heppnuðum Landsfundi.

Ástandi hjá þeim Sjálfstæðismönnum sem eru að auki að tjá sig hér  er að breytast úr taugaveiklun í eitthvað enn verra...gætið að heilsunni Sjallar þið þurfið allavega að vera í standi  til að kjósa 

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband