Jákvætt mál

Það er jákvætt þegar tekist er á við vandamálin og það er (næstum) alltaf hægt að finna lausn.

Það er líka vert að hafa í huga að það er einmitt vegna þrýstings frá umhverfisverndarfólki, vísindamönnum og framsýnum stjórnmálamönnum sem heimurinn er lagður af stað í baráttu gegn hitnun jarðar.

Íhaldssamir stjórnmálamenn hafa allt fram á þennan dag fussað yfir Kyoto, kallað þá bölsýnismenn sem bent hafa á vandann og sumir jafnvel gengið svo langt að afneita þætti mannsins í breytingunum.

Við höfum því miður ekki farið varhluta af slíkri íhaldssemi og mér liggur við að segja heimóttarskap. Þess vegna gengur áætlun stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda út á að vera búin að draga mjög mikið úr losun eftir mjög mörg ár. Um 50-75% eftir 43 ár.

Samfylkingin mun í sinni ríkisstjórn taka þessi mál föstum tökum, setja sundurliðuð markmið til skemmri og lengri tíma og beita hagrænum hvötum til að ná sem mestum árangri. Það myndi enn bæta aðstöðu þeirra sem leita nýrra lausna s.s. getið er um í þessari frétt.


mbl.is Orkufyrirtæki og háskólar ætla að þróa aðferðir til að hefta útblástur frá stóriðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Sæll minn kæri.  Væri vert að taka til athugunar í leiðinni (veit svo sem að það eru einhverjir að skoða) þessa ágætu þróun að hafa alla flutninga á landi.  Hvort er meira skaðvænlegt þegar allt er tekið saman, flutningar á landi eða sjó.  Þungaflutningar þar sem í hlut eiga 30 tonn af olíu landleiðina er bara spurning um hvenær en ekk hvort virkilega illa fer.  Þetta er svakalegt álag á vegakerfið, umferðin margfalt hættulegri auk þess sem ekki er útséð hvort er meira mengandi, skip eða bílar í þessu samhengi. Útblástur er líka ekki sama og útblástur.  Eða hvað.

Fram til baráttu! (lausleg þýð. orða Buzz Lightyear)... 

Bragi Þór Thoroddsen, 30.4.2007 kl. 17:01

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Já þetta er umhugsunarefni og verður að kanna nánar. Versta niðurstaðan væri þó sú að vera með hálftóm skip og hálftóma bíla í flutningum. Það er liðin tíð að fólk úti á landi sætti sig við að fá bara frosna ávexti og þriggja daga gömul brauð. Það verður líka að skipuleggja aukna strandflutninga í samráði við helstu verslunaraðila því verslun úti á landi byggist mjög á því að hafa lítinn lagerkostnað. Það verður þess vegna að vera hægt að fá sendar vörur með litlum fyrirvara. En þetta þarf bara allt að skoða. Það er alla vega óþolandi að hafa þetta allt á vegunum eins og þeir eru. Og vegirnir þola þetta ekki heldur svo við erum að stórtapa þeirri fjárfestingu sem hefur verið lögð í vegina og átti að endast mun lengur.

Kv. Dofri.

Dofri Hermannsson, 30.4.2007 kl. 17:17

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sælir. Umræðan um strandflutninga er á miklum villigötum. Strandflutningar eru nefnilega alls ekki aflagðir, held að þeir séu frekar að aukast en hitt, þótt áætlanasiglingar í kringum landið séu aflagðar. Sem dæmi fer nánast öll olía og bensín með strandflutningum á strandbirgðastöðvar. Þaðan er henni auðvitað dreift með bílum, eins og í þessu tilfelli. Mjöl og lýsi er sótt allan hringinn með skipum, salti og áburði er dreift með skipum, malbiki að ógleymdu því að bæði Eimskip og Samskip koma við í Vestmannaeyjum og á Austfjarðahöfnum, sem eru jú strandflutningar. Ef ég man rétt á Samherji frystiskip sem safnar frystigámum saman, en ferskur fiskur verður að fara landleiðina meðan að ekki er stundað beint flutningaflug frá Egilsstöðum, Akureyri/Húsavík og frá Þingeyri. Þingeyrarflugvöll þyrfti að bæta til að geta nýst, en það væri þess virði ef það yrði til þess að minnka landflutninga.

Svo er vegakerfið allt annað mál. Það verður að þróast í takt við breyttar forsendur og eðlilegt að þar sem bætt úr. Bílarnir verða ekki teknir af vegunum með valdi.

Gestur Guðjónsson, 30.4.2007 kl. 17:48

4 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Ágæti Gestur.  Hvenær ókst þú síðast um Borgarfjörð upp úr kl 16 (hvaða dag vikunar sem er) og fram á nótt.  Ef þú kemur að vestan er um að ræða ca. 2-3 hvern bíl sem telst yfir 5 tonnum og upp úr - flestir með tengivagna auk 40 feta gáms eða boddís.  Fiskur af fiskmörkuðum landið um kring er ekinn landleið, olían fer ekki sjóleið nema að takmörkuðum hluta.  Flug leysir ekki allan vanda þegar um er að ræða litlar vélar sem taka 2 farþega og eina skjalatösku.  Held að raunveruleiki þinn sé ekki alveg sá sami og almennt snýr að landsbyggð.  Hvað starfa Ragnar og Ásgeir og hvað hafa þeir marga bíla?  Hvernig er með alla þá bláu og gulu merkta ... og síðast en ekki síst alla hina.  Vakna - með fullri viriðingu fyrir þér sem skrifar alla jafna málefnalega. 

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 1.5.2007 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband