Keypt auglýsing eða gefins?

Þetta myndskeið með Geir H Haarde slær "fréttaskýringum" Agnesar Bragadóttur við. Þetta er auðvitað málið, láta bara Geir sjá um sínar fréttaskýringar sjálfan. Hann veit þetta hvort sem er allt saman best og ástæðulaust að rengja hann um það. Snjallræði.

Eða er þetta auglýsing sem Sjálfstæðisflokkurinn er að kaupa? Með peningum á ég við, svona sem kvittun er gefin fyrir og allir geta keypt? Þetta er samt hvergi merkt sem auglýsing svo það er ekki gott að sjá hvort þessi auglýsing er keypt eða gefins!


mbl.is Sjálfstæðisflokkur: Mikilvægast að Ísland verði áfram land tækifæranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Er þetta myndband ekki sama eðlis og myndband hinna flokksformannana sem birtist á Kosningavef mbl.is?

Þar á meðal þetta myndband með flokksystur þinni, Ingibjörgu Sólrúnu: 

Samfylkingin: Mikilvægast að bæta almannaþjónustu í landinu 

http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1267169

Ólafur Örn Nielsen, 30.4.2007 kl. 18:05

2 identicon

Þetta heitir nú að skjóta sig í fótinn þar sem allir flokksformenn komu eru með svona frumleg myndskeið á mbl. :)

Hafsteinn Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 18:07

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

"Sjálfstæðisflokkurinn er með nýjan hóp frambjóðenda" segir Geir.  Þeir eru nú ekki alveg splunkunýjir í Norðvesturkjördæmi held ég - eða er búið að endurnýja þá ?

Anna Einarsdóttir, 1.5.2007 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband