Áframhaldandi sókn Samfylkingar!

fylgi rvknSókn Samfylkingarinnar heldur áfram en eins og ég hef áður sagt á þessari síðu þá hefur fylgi okkar verið jafnt og þétt á uppleið síðustu 6 vikur eða svo. Félagsvísindastofnun hefur verið með kannanir í hverri viku þar sem tekið er 800 manna úrtak í einu kjördæmi í senn, byrjaði í NV kjördæmi og fór hringinn réttsælis. Í hverri einustu könnun hefur mátt greina sama tóninn, Samfylkingin er á leiðinni upp.

Ég tel kannanir Félagsvísindastofnun vera vandaðar, úrtakið er stórt, spurningarnar eru þær sömu og hjá Capacent og mælingin fer fram á 2-3 dögum sem gefur manni hugmynd um stöðuna eins og hún er en því miður eru svör Capacent fengin á svo löngum tíma að þau gefa einungis mynd af meðaltalsskoðun fólks síðustu viku eða hálfan mánuð. Auk þess hafa spurningar Capacent hingað til verið innan um ótal aðrar í spurningavagni s.s. um uppáhaldssjampó, viðskiptabanka o.s.frv.

Alla vega - ég þykist sjá þess öll sólarmerki að við séum á leiðinni upp og merki það ekki síst á viðbrögðum fólks sem ég hitti á förnum vegi hingað og þangað. Stór hluti þjóðarinnar vill breytingar og fólk er að átta sig á að besta leiðin til að tryggja breytingar en halda þó stöðugleika og ábyrgð er að kjósa Samfylkinguna.

Það er athyglisvert að spá í niðurstöðu könnunarinnar eins og hún birtist í kvöld. Fjórði maður Samfylkingarinnar, eða þriðji maður Vg, er næstur inn í stað Sigðurðar Kára sem dytti út. Fyrir okkur í Reykjavík norður þýðir þetta að við erum að velja um hvert þessara þriggja á mest erindi á þing, Sigurður Kári Kristjánsson, Paul Nikolov eða fyrrverandi borgarstjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Það er ekki spurning í mínum huga, ég vel kvenskörunginn. Þekki hana af verkum hennar í borgarstjórn og veit að hún er allra þingmanna líklegust til að tryggja jöfn laun karla og kvenna, efla velferðarþjónustuna auk þess sem hún er harðsvíraður bissnessmaður og skilur vel þarfir atvinnulífsins.

Steinunni Valdísi á þing!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Leiðin liggur uppá við, höfum hugfast að ,,þolinmæðin þrautir vinnur alla" og við munum uppskera ríkulega þann 12. maí - áfram X-S.

Páll Jóhannesson, 3.5.2007 kl. 08:48

2 identicon

það hefur alltaf legið í loftinu í svörum þínum dharma að þú ert að berjast fyrir töpuðum málstað (fighting for a LOST cause).

Það hefur hins vegar aldrei verið jafn átakanlegt og undanfarna daga. Berjast fyrir því að sjálfstæðismenn skuli selja lóðir á hærra verði en þeir lofuðu, og núna ertu að gefa það í skyn að 365 miðlar séu á bandi samfylkingarinnar og það sé að birtast í skoðanakönnunum.

Er Dharma kannski bara Davíð Oddson??

Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 09:35

3 identicon

Okkur Samfylkingarfólki berast núna þessa dagnana jákvæðar fréttir i formi skoðanankannana á fylgi flokkanna... gott mál það.

Þessi nafnlausi einstaklingur sem er í andlegum aktygjum Sjálfstæðisflokksins  og hellir hér yfir þessa heimasíðu heilu lengdarmetrunum af  froðusnakki , er ekki alveg að finna sig.  Það segir heldur betur sína sögu um ástandið á þeim bænum.

Áfram með baráttuna Dofri 

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 11:17

4 identicon

Ok Dharma þá segi ég á sama hátt. Capacent könnunin er gerð fyrir RÚV og Morgunblaðið, allir sjá að morgunblaðið er málgagna sjálfstæðisflokksins, þannig að á henni er ekki mark takandi.

Hverjir eru það sem eru að skjóta sig í fótinn??

Málflutningur þinn er í hæsta máti hæfur á klósettpappír

Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 11:58

5 Smámynd: Hlynur Kristjánsson

Það er nú meira stórsóknin að vera 6,5% undir fylgi sem flokkurinn var með fyrir 4 árum.

Hlynur Kristjánsson, 5.5.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband