Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig!

Samfylkingin hækkar jafnt og þétt, rétt eins og hitastigið. Spái rúmlega 30 stiga hita 12 maí!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hingað til hefur nú raunsæið ekki íþyngt spádómum ykkar hjá Samfylkingunni né áætlunum en óskhyggjan heldur látin ráða för. Það mætti þó a.m.k. hrósa þér fyrir að halda af einurð fast í þá stefnu ykkar og hvika í engu frá henni með þessum spádómi þínum. Við hin sofum vært því þó svo færi að hitastig og kjörfylgi Samfylkingarinnar fari saman þann 12 maí, þá er öllu óhætt hér næstu fjögur árin.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 23:42

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Dofri...þið megið eiga það að nýjasta stimpilgjalda auglýsinginn ykkar er góður húmor, flott casting! Góður leikur!

kv.

HH 

Haraldur Haraldsson, 4.5.2007 kl. 00:55

3 identicon

Ef fylgi þeirra tengist virkilega hitastiginu þá vona ég svo sannarlega að það verði frost 12. maí

Halli (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 01:24

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Dofri.

Það góða við bloggsíður er að fólk er ekki sanmála öllu sem sagt er sem betur fer að fólkið hafi skoðannir á málefnum líðandi stundar enn að segja ekki rétt frá er miður í stjórmálum.

Þinn óreyndi pabba srákur Ágúst Ólafur þolir illa athugasemdir frá öðrum og hefur trekk í trekk farið með rangfærslur á sínni blogg síðu hann minnir mig á Martein Mosdal sem er eins og trúður í skötulíki sem er að reyna að berja frá sér.

Til að færa rök fyrir því hefur hann útilokað mig með skrif á sínni blogg síðu með þessum orðum.

Þú hefur ekki réttindi til að skrifa athugasemdir við þessa færslu, þar sem höfundur hennar leyfir það einungis tilteknum notendum.

Ég er sanmála Dharma vegna fylgisaukningar VG sem er að klúðra málum trekk í trekk.

Það góða við þetta allt saman er að ríkistjórnin heldur velli og svo gæti farið að Sjálfstæðisflokkur muni einir stjórna landinu. Það mundi vera fyrsta skipti að svo sé að einn flokkur muni stjórna landinu það mun koma að því fyrr enn síðar.

Jóhann Páll Símonarson

Jóhann Páll Símonarson, 4.5.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband