Hrun D lista í SV kjördæmi í kjölfar 1. maí?!!!

Maður kippir sér nú ekki upp við að skoðanakannanir séu misvísandi, það er alvanalegt og þannig hefur t.d. Capacent ævinlega sýnt Samfylkinguna lægri og Sjálfstæðisflokkinn hærri en Félagsvísindastofnun. Ég tel að sjálfsögðu Félagsvísindastofnun gera betri könnun og hef fært fyrir því nokkur rök.

Hitt er nýtt að það sé misræmi innan sömu könnunar. Það gerist núna hjá Capacent og er forvitnilegt að bera saman tvær niðurstöður úr sömu könnun í SV kjördæmi. Eini munurinn er að önnur er með svörum frá 25. apríl til 1. maí en hin frá 25. apríl til 2. maí.

25. - 1. maí
D   42,9%
S   25,9%

25. - 2. maí
D   41,6%
S   29,7%

Eina skýringin á þessu er að á einum sólarhring 2. maí hefur Sjálfstæðisflokkurinn tapað 1,3% og Samfylkingin bætt við sig 3,8%! Að fylgið hafi hreinlega hrunið af Flokknum í kjölfar 1. maí hátíðarhaldanna!

Þessu má að sjálfsögðu taka með vara, eins og reyndar skoðanakönnunum yfireitt. Þegar ein og sama könnunin er orðin misvísandi er réttast að slá þessu upp í grín.

Vil í því sambandi mæla með hinum bráðskemmtilegu Bombay auglýsingum, hér eru þrjár.

Jón Sigurðsson æfir sund

Ástu Möller afneitað af Sjálfstæðisflokknum eftir klúðrið á Stöð 2

Árni Matt og skattamálin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ég bendi á annað dæmi varðandi skoðanakannanir. Mér svelgdist aldeilis á kaffinu þegar ég sá könnun Capacent Gallup brotin niður á kjördæmi. Þar sem Samfylkingin að mælast með 14,4% fylgi. Við höfum í stórum könnunum verið að mælast með um eða yfir kjörfylgi, frá 20-25%.

Ég kannaði forsendur. Það er 61 svör í Norðvesturkjördæmi 0,2% af kjörskrá, vikmörk Samfylkingarinnar í þessari könnun (í þessu kjördæmi) eru 13,7%. Flokkurinn er því með fylgi á bilinu 0,7-28,1%. Hvað er þetta að segja okkur? Nákvæmlega ekki neitt. Mér finnst algjört ábyrgðarleysi að birta svona tölur.

Eggert Hjelm Herbertsson, 4.5.2007 kl. 10:41

2 identicon

Sæll Dofri  var það ekki innsláttarvilla í fréttinni af  könnuninni , fylgið hjá Samfylkingunni er 29,7 % ekki 27,7 %  sjá svo nánar á http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item152828/

Kosn. 2003
3.
maí
 %menn
%
menn
B-listi15
1
7
0
D-listi38
4
42
5
F-listi 
5
0
I-listi 
3
0
S-listi33
4
30
4
V-listi6
0
15
1
  
  

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 10:58

3 identicon

eitthvað coperaðist taflan einkennilega

kv.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 10:59

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

hárrétt - leiðrétti þetta nú þegar!

Dofri Hermannsson, 4.5.2007 kl. 11:09

5 Smámynd: Hilda Jana Gísladóttir

Ég er alveg að fíla Bombay myndirnar  hvaða snillingur á heiðurinn af þessum myndum?

Hilda Jana Gísladóttir, 4.5.2007 kl. 11:38

6 identicon

Það er gaman að þessu ... margir geta fundir eitthvað fyrir sinn snúð.

Sjálfur held ég mig við 3ja vikna gamla skoðun mína hvað Samfylkinguna varðar á landsvísu  Hún er þannig: 33,6 % í besta falli 33,7 %  Mér finnst sem að allt beri nú að þessum brunni og fram komnar skoðanakannanir staðfesti að þetta geti orðið niðurstaðan.

Góða skemmtun 

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband