Rausnarskapur Sjálfstæðismanna = 691 króna!

Rakst á þessa ágætu færslu Örnu Schram, blaðakonu, um "bættan" hag eldri borgara vegna aðgerða sjálfstæðismanna.

Vinur minn ellilífeyrisþegi hugsaði sér gott til glóðarinnar, er hann las grein Illuga Gunnarssonar, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, í Fréttablaðinu nú nýverið.

Í greininni segir Illugi: “Á undanförnum misserum hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að bæta hag eldri borgara. Er þar skemmst að minnast að í desember síðastliðnum var veruleg hækkun á greiðslum úr almannatryggingum og dregið var úr tekjuskerðingum, bæði vegna eigin tekna og vegna tekna maka.”

Ellilífeyrisþeginn leit á seðla sína frá Tryggingastofnun ríkisins, þ.e. greiðsluseðlana vegna lífeyristrygginganna, og leitaði að þessari verulegu hækkun. Bjóst við að minnsta kosti einhverjum þúsund köllum til viðbótar.

Skemmst er frá því að segja að hann fann ekkert. Leitaði því til Tryggingastofnunar til að fá útskýringar á þessu. Gæti verið að hann hafi gleymst?

Eftir nákvæma útreikninga sérfræðinga TR kom svo eftirfarandi í ljós: Hann hafði hækkað um samtals 691 kr. á mánuði. Þær krónur voru með öðrum orðum þessi “verulega hækkun” sem frambjóðandinn talaði um.

Þess má geta að þessi umræddi vinur minn, ellilífeyrisþeginn, fær líka einhverja peninga úr lífeyrissjóði, sem hann hefur greitt í á þeim fimmtíu árum sem hann starfaði á vinnumarkaði. Auk þess er maki hans með útborguð laun, eitthvað í kringum 120 þúsund kr. á mánuði. Þessar tekjur hafa áhrif, til lækkunar, á greiðslurnar frá TR. Þá eru greiddir skattar af greiðslunum frá lífeyrissjóðnum.

En eins og áður sagði er niðurstaðan þessi: 691 króna.

Hann hefur verið að velta því fyrir sér hvaða “munað” hann geti veitt sér vegna þessarar “verulegu hækkunar.”

  • Jú, hann leggur sig fram um að borða mikinn fisk, samkvæmt læknisráði, og getur því keypt 0,4 kg af steinbíti til viðbótar á mánuði…þ.e. ef hann labbar í fiskbúðina.
  • Hann gæti líka sleppt fiskinum, og labbitúrnum út í búð, og gert eitt af eftirfarandi hlutum:
  • Hann getur farið í eina bíóferð á mánuði…þ.e. ef hann fer út í hléi.
  • Hann getur farið tvisvar á mánuði á kaffihús… þ.e. ef hann kaupir einn kaffibolla í annað skiptið, en te, sem er ódýrara í seinna skiptið. Ekkert meðlæti.
  • Hann getur farið á barinn, einu sinni í mánuði…og keypt sér tvo þriðja af rauðvínsglasi.
  • Hann getur keypt sér nýjar nærbuxur í Hagkaupum einu sinni í mánuði…þ.e. aðra skálmina.
  • Hann getur keypt blóm handa konu sinni einu sinni í mánuði…þ.e. rósabúntið sem er á síðasta séns. (Lesist: Rósirnar þrjár sem hvort eð er átti að henda).

Með Sjálfstæðismenn að vinum þarf maður tæpast á óvinum að halda!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Skemmtileg lesning.   Það verður örugglega erfitt fyrir hann að ákveða hvort hann eigi að fá sér skálm eða hálfa bíómynd.  Ég geri bylgju fyrir sjálfstæðismenn. 

Anna Einarsdóttir, 4.5.2007 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband